Vann hugu og hjörtu allra í Keflavík og endurtekur nú leikinn hjá Dallas Mavericks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2018 16:30 Jennifer Boucek á bekknum hjá Dallas Mavericks. Vísir/Getty Fyrsta konan sem starfar sem aðstoðarþjálfari hjá NBA-félaginu Dallas Mavericks endaði körfuboltaferill sinn á Íslandi fyrir tuttugu árum síðan. FOX Sports fjallaði um þennan mikla Íslandsvin. Bandaríska körfuboltakonan Jennifer Boucek sló í gegn í íslenska körfuboltanum veturinn 1997-98 og hefur haldið góðum tengslum við Ísland síðan. Jennifer Boucek heillaði alla upp úr skónum í Keflavík, ekki aðeins með frammistöðu sinni inn á vellinum (20,7 stig, 4,4 stoðsendingar og 5,3 stolnir boltar að meðaltali í leik í deildinni) heldur einnig með viðmóti sínu og gefandi framkomu. Ævintýri hennar í körfuboltanum voru þó bara rétt að byrja þótt að ferill hennar sem leikmanns hafi endað sem tvöfaldur meistari með Keflavíkurliðinu vorið 1998. Jennifer Boucek fór í framhaldinu að vinna við þjálfun í WNBA-deildinni, fyrst sem aðstoðarþjálfari en seinna sem aðalþjálfari hjá bæði Sacramento Monarchs og Seattle Storm. Hún færði sig síðan yfir í NBA-deildina og gerðist aðstoðarmaður hjá Sacramento Kings. Hún vann við uppbyggingu leikmanna liðsins. Boucek var aðeins þriðja konan til að vera í þjálfarateymi í NBA-deildinni en í sumar hélt hún áfram að skrifa nýjan kafla í NBA-sögunni. Boucek réði sig þá sem aðstoðarþjálfari Rick Carlisle hjá Dallas Mavericks á sama tíma og hún var ófrísk af sínu fyrsta barni. Dallas Mavericks var tilbúið að vinna með henni þannig að hún gat bæði hugsað um nýfætt barnið sitt sem og starfað sem fyrsti kvenþjálfarinn í sögu Mavericks. Það fylgir líka sögunni að Dallas Mavericks hefur staðið sig mjög vel á tímabilinu og komið mjög mörgum á óvart. FOX Sports Southwest fjallaði um Jennifer Boucek núverið og um það hvernig hún er að endurskrifa NBA-söguna. Það má sjá þessa skemmtilegu umfjöllun hér fyrir neðan..@jboucek is helping forge the way for females in the @NBA after she became the first female coach in @dallasmavs history. #MFFLpic.twitter.com/b8KsY72RKH — FOX Sports Southwest (@FOXSportsSW) December 5, 2018 NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Fyrsta konan sem starfar sem aðstoðarþjálfari hjá NBA-félaginu Dallas Mavericks endaði körfuboltaferill sinn á Íslandi fyrir tuttugu árum síðan. FOX Sports fjallaði um þennan mikla Íslandsvin. Bandaríska körfuboltakonan Jennifer Boucek sló í gegn í íslenska körfuboltanum veturinn 1997-98 og hefur haldið góðum tengslum við Ísland síðan. Jennifer Boucek heillaði alla upp úr skónum í Keflavík, ekki aðeins með frammistöðu sinni inn á vellinum (20,7 stig, 4,4 stoðsendingar og 5,3 stolnir boltar að meðaltali í leik í deildinni) heldur einnig með viðmóti sínu og gefandi framkomu. Ævintýri hennar í körfuboltanum voru þó bara rétt að byrja þótt að ferill hennar sem leikmanns hafi endað sem tvöfaldur meistari með Keflavíkurliðinu vorið 1998. Jennifer Boucek fór í framhaldinu að vinna við þjálfun í WNBA-deildinni, fyrst sem aðstoðarþjálfari en seinna sem aðalþjálfari hjá bæði Sacramento Monarchs og Seattle Storm. Hún færði sig síðan yfir í NBA-deildina og gerðist aðstoðarmaður hjá Sacramento Kings. Hún vann við uppbyggingu leikmanna liðsins. Boucek var aðeins þriðja konan til að vera í þjálfarateymi í NBA-deildinni en í sumar hélt hún áfram að skrifa nýjan kafla í NBA-sögunni. Boucek réði sig þá sem aðstoðarþjálfari Rick Carlisle hjá Dallas Mavericks á sama tíma og hún var ófrísk af sínu fyrsta barni. Dallas Mavericks var tilbúið að vinna með henni þannig að hún gat bæði hugsað um nýfætt barnið sitt sem og starfað sem fyrsti kvenþjálfarinn í sögu Mavericks. Það fylgir líka sögunni að Dallas Mavericks hefur staðið sig mjög vel á tímabilinu og komið mjög mörgum á óvart. FOX Sports Southwest fjallaði um Jennifer Boucek núverið og um það hvernig hún er að endurskrifa NBA-söguna. Það má sjá þessa skemmtilegu umfjöllun hér fyrir neðan..@jboucek is helping forge the way for females in the @NBA after she became the first female coach in @dallasmavs history. #MFFLpic.twitter.com/b8KsY72RKH — FOX Sports Southwest (@FOXSportsSW) December 5, 2018
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn