Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2018 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. desember 2018 10:16 Kanadíska tilfinningabúntið Drake átti hug, hjörtu og eyru heimsbyggðarinnar í ár. AP/Richard Shotwell Streymisveitan Spotify hefur birt árlega lista sína yfir þá listamenn og lög sem notendur hlustuðu mest á á árinu. Vinsælasti tónlistarmaðurinn var kanadíska tilfinningabúntið Drake, en lögum hans var streymt 8,2 milljarð sinnum á árinu. Post Malone er í öðru sæti og XXXTENTACION sem var myrturfyrr á árinu í því þriðja. Kólumbíski raggaeton listamaðurinn J Balvin er í fjórða sæti en vinsældir hans má líklega rekja til ýmissa samstarfsverkefna hans með listamönnum eins og Nicky Jam og Cardi B. Ed Sheeran, sem trónaði á toppi listans í fyrra er í fimmta sæti. Konu má ekki finna á lista yfir vinsælustu listamennina fyrr en í tíunda sæti. Hins vegar toppar Ariana Grande listann yfir vinsælustu kvenlistamennina. Hin breska Dua Lipa er í öðru sæti, Cardi B í þriðja sæti, Taylor Swift í því fjórða og Camila Cabello í fimmta sæti.Vinsælasta hljómsveitin á árinu hjá notendum Spotify voru Imagine Dragons. K-Pop stjörnurnar í BTS voru í öðru sæti og Maroon 5 í þriðja. Rapp tríóið Migos var í fjórða sæti og Coldplay, sem var vinsælasta hljómsveitin á síðasta ári, í því fimmta. Vinsælasta lagið á árinu var God‘s Plan með hinum sívinsæla Drake. Í öðru lagi var lagið SAD! með XXXTENTACION heitinum. Post Malone átti þriðja og fjórða sætið með lögunum rockstar og Psycho og í því fimmta er aftur að finna Drake með lagið In My Feelings.Samkvæmt Spotify er sú tónlistarstefna sem nýtur rísandi vinsælda emo rap og þá vekja listamenn af suður amerískum uppruna athygli en þrjá má finna á lista fyrir tíu vinsælustu listamenn ársins, þá J Balvin, Ozuna og Bad Bunny. Africa með Toto, Take On Me með a-ha og Billie Jean með Michael Jackson hjálpuðu svo við að svala nostalgíuþorsta hlustenda. Gríðarlegan fjölda lagalista er að finna á Spotify og er vinsælasti listi Spotify með 22 milljónir fylgjenda. Vinsælustu listarnir eru:Today’s Top HitsRapCaviar¡Viva Latino!Baila ReggaetonSongs to Sing in the Car Notendur Spotify geta kynnt sér sínar eigin hlustunarvenjur á vefnum spotifywrapped.com. Fréttir ársins 2018 Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Streymisveitan Spotify hefur birt árlega lista sína yfir þá listamenn og lög sem notendur hlustuðu mest á á árinu. Vinsælasti tónlistarmaðurinn var kanadíska tilfinningabúntið Drake, en lögum hans var streymt 8,2 milljarð sinnum á árinu. Post Malone er í öðru sæti og XXXTENTACION sem var myrturfyrr á árinu í því þriðja. Kólumbíski raggaeton listamaðurinn J Balvin er í fjórða sæti en vinsældir hans má líklega rekja til ýmissa samstarfsverkefna hans með listamönnum eins og Nicky Jam og Cardi B. Ed Sheeran, sem trónaði á toppi listans í fyrra er í fimmta sæti. Konu má ekki finna á lista yfir vinsælustu listamennina fyrr en í tíunda sæti. Hins vegar toppar Ariana Grande listann yfir vinsælustu kvenlistamennina. Hin breska Dua Lipa er í öðru sæti, Cardi B í þriðja sæti, Taylor Swift í því fjórða og Camila Cabello í fimmta sæti.Vinsælasta hljómsveitin á árinu hjá notendum Spotify voru Imagine Dragons. K-Pop stjörnurnar í BTS voru í öðru sæti og Maroon 5 í þriðja. Rapp tríóið Migos var í fjórða sæti og Coldplay, sem var vinsælasta hljómsveitin á síðasta ári, í því fimmta. Vinsælasta lagið á árinu var God‘s Plan með hinum sívinsæla Drake. Í öðru lagi var lagið SAD! með XXXTENTACION heitinum. Post Malone átti þriðja og fjórða sætið með lögunum rockstar og Psycho og í því fimmta er aftur að finna Drake með lagið In My Feelings.Samkvæmt Spotify er sú tónlistarstefna sem nýtur rísandi vinsælda emo rap og þá vekja listamenn af suður amerískum uppruna athygli en þrjá má finna á lista fyrir tíu vinsælustu listamenn ársins, þá J Balvin, Ozuna og Bad Bunny. Africa með Toto, Take On Me með a-ha og Billie Jean með Michael Jackson hjálpuðu svo við að svala nostalgíuþorsta hlustenda. Gríðarlegan fjölda lagalista er að finna á Spotify og er vinsælasti listi Spotify með 22 milljónir fylgjenda. Vinsælustu listarnir eru:Today’s Top HitsRapCaviar¡Viva Latino!Baila ReggaetonSongs to Sing in the Car Notendur Spotify geta kynnt sér sínar eigin hlustunarvenjur á vefnum spotifywrapped.com.
Fréttir ársins 2018 Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“