Banna farsíma á skólatíma: Dæmi um að foreldrar hafi samband við börnin í kennslustund Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2018 08:32 Farsímar verða bannaðir í Öldutúnsskóla frá áramótum. vísir/hanna Farsímanotkun verður bönnuð í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði frá og með 1. janúar næstkomandi. Valdimar Víðisson, skólastjóri skólans, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í gær og sagði ástæðuna fyrst og fremst þá að farsímar hafi ekker kennslufræðilegt gildi. Sú sé að minnsta kosti raunin í Öldutúnsskóla þar sem aðgengi nemenda að spjaldtölvum og borðtölvum er gott en auk þessa vilja skólastjórnendur takmarka áreitið sem nemendur verða fyrir frá símunum. „Farsímarnir eru eingöngu áreiti á skólatíma og það er þetta áreiti sem við viljum minnka og það er líka aðgengi að börnunum. Þetta er orðið þannig að foreldrar hafa samband við börnin sín í gegnum þeirra síma í kennslustund þannig að þetta er orðið aðgengi að börnunum er orðið allan sólarhringinn. Við viljum bara verja börnin frá þessu áreiti og aðgengi sem er að þeim allan daginn,“ sagði Valdimar. Hann sagði málið hafa verið í vinnslu í svolítinn tíma. „Við erum búin að ræða þetta við starfsmannahópinn, skólaráð og stjórn nemendafélagsins og þetta er búið að vera í vinnslu. Nú er komið að því að taka ákvörðun um að banna farsímanotkun á skólatíma frá og með 1. janúar og þá náttúrulega á meðal nemenda og að sjálfsögðu verða starfsmenn að vera fyrirmyndir og passa upp á notkun símanna í starfi.“ Valdimar sagði að Öldutúnsskóli væri ekki fyrsti skólinn til þess að banna farsímanotkun; hann hefði heyrt af minni skólum úti á landi sem hefðu gripið til þessa ráðs en hann hefði ekki heyrt að farsímar hefðu verið bannaðir í jafn fjölmennum skóla. 600 nemendur ganga í Öldutúnsskóla. Að sögn Valdimars eru farsímarnir orðnir það mikið áreiti að þeir eru jafnvel orðnir hamlandi fyrir börnin. Þau séu að kanna símana í kennslustundum og sitja jafnvel hlið við hlið í frímínútum en tala saman í gegnum símana. Aðspurður um viðbrögð nemenda og foreldra þeirra segir Valdimar að nemendurnir hafi verið óhressir með þessa nýjung en að viðbrögð frá foreldrum hafi verið jákvæð. Viðtalið við Valdimar má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Farsímanotkun verður bönnuð í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði frá og með 1. janúar næstkomandi. Valdimar Víðisson, skólastjóri skólans, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í gær og sagði ástæðuna fyrst og fremst þá að farsímar hafi ekker kennslufræðilegt gildi. Sú sé að minnsta kosti raunin í Öldutúnsskóla þar sem aðgengi nemenda að spjaldtölvum og borðtölvum er gott en auk þessa vilja skólastjórnendur takmarka áreitið sem nemendur verða fyrir frá símunum. „Farsímarnir eru eingöngu áreiti á skólatíma og það er þetta áreiti sem við viljum minnka og það er líka aðgengi að börnunum. Þetta er orðið þannig að foreldrar hafa samband við börnin sín í gegnum þeirra síma í kennslustund þannig að þetta er orðið aðgengi að börnunum er orðið allan sólarhringinn. Við viljum bara verja börnin frá þessu áreiti og aðgengi sem er að þeim allan daginn,“ sagði Valdimar. Hann sagði málið hafa verið í vinnslu í svolítinn tíma. „Við erum búin að ræða þetta við starfsmannahópinn, skólaráð og stjórn nemendafélagsins og þetta er búið að vera í vinnslu. Nú er komið að því að taka ákvörðun um að banna farsímanotkun á skólatíma frá og með 1. janúar og þá náttúrulega á meðal nemenda og að sjálfsögðu verða starfsmenn að vera fyrirmyndir og passa upp á notkun símanna í starfi.“ Valdimar sagði að Öldutúnsskóli væri ekki fyrsti skólinn til þess að banna farsímanotkun; hann hefði heyrt af minni skólum úti á landi sem hefðu gripið til þessa ráðs en hann hefði ekki heyrt að farsímar hefðu verið bannaðir í jafn fjölmennum skóla. 600 nemendur ganga í Öldutúnsskóla. Að sögn Valdimars eru farsímarnir orðnir það mikið áreiti að þeir eru jafnvel orðnir hamlandi fyrir börnin. Þau séu að kanna símana í kennslustundum og sitja jafnvel hlið við hlið í frímínútum en tala saman í gegnum símana. Aðspurður um viðbrögð nemenda og foreldra þeirra segir Valdimar að nemendurnir hafi verið óhressir með þessa nýjung en að viðbrögð frá foreldrum hafi verið jákvæð. Viðtalið við Valdimar má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira