Banna farsíma á skólatíma: Dæmi um að foreldrar hafi samband við börnin í kennslustund Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2018 08:32 Farsímar verða bannaðir í Öldutúnsskóla frá áramótum. vísir/hanna Farsímanotkun verður bönnuð í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði frá og með 1. janúar næstkomandi. Valdimar Víðisson, skólastjóri skólans, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í gær og sagði ástæðuna fyrst og fremst þá að farsímar hafi ekker kennslufræðilegt gildi. Sú sé að minnsta kosti raunin í Öldutúnsskóla þar sem aðgengi nemenda að spjaldtölvum og borðtölvum er gott en auk þessa vilja skólastjórnendur takmarka áreitið sem nemendur verða fyrir frá símunum. „Farsímarnir eru eingöngu áreiti á skólatíma og það er þetta áreiti sem við viljum minnka og það er líka aðgengi að börnunum. Þetta er orðið þannig að foreldrar hafa samband við börnin sín í gegnum þeirra síma í kennslustund þannig að þetta er orðið aðgengi að börnunum er orðið allan sólarhringinn. Við viljum bara verja börnin frá þessu áreiti og aðgengi sem er að þeim allan daginn,“ sagði Valdimar. Hann sagði málið hafa verið í vinnslu í svolítinn tíma. „Við erum búin að ræða þetta við starfsmannahópinn, skólaráð og stjórn nemendafélagsins og þetta er búið að vera í vinnslu. Nú er komið að því að taka ákvörðun um að banna farsímanotkun á skólatíma frá og með 1. janúar og þá náttúrulega á meðal nemenda og að sjálfsögðu verða starfsmenn að vera fyrirmyndir og passa upp á notkun símanna í starfi.“ Valdimar sagði að Öldutúnsskóli væri ekki fyrsti skólinn til þess að banna farsímanotkun; hann hefði heyrt af minni skólum úti á landi sem hefðu gripið til þessa ráðs en hann hefði ekki heyrt að farsímar hefðu verið bannaðir í jafn fjölmennum skóla. 600 nemendur ganga í Öldutúnsskóla. Að sögn Valdimars eru farsímarnir orðnir það mikið áreiti að þeir eru jafnvel orðnir hamlandi fyrir börnin. Þau séu að kanna símana í kennslustundum og sitja jafnvel hlið við hlið í frímínútum en tala saman í gegnum símana. Aðspurður um viðbrögð nemenda og foreldra þeirra segir Valdimar að nemendurnir hafi verið óhressir með þessa nýjung en að viðbrögð frá foreldrum hafi verið jákvæð. Viðtalið við Valdimar má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Farsímanotkun verður bönnuð í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði frá og með 1. janúar næstkomandi. Valdimar Víðisson, skólastjóri skólans, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í gær og sagði ástæðuna fyrst og fremst þá að farsímar hafi ekker kennslufræðilegt gildi. Sú sé að minnsta kosti raunin í Öldutúnsskóla þar sem aðgengi nemenda að spjaldtölvum og borðtölvum er gott en auk þessa vilja skólastjórnendur takmarka áreitið sem nemendur verða fyrir frá símunum. „Farsímarnir eru eingöngu áreiti á skólatíma og það er þetta áreiti sem við viljum minnka og það er líka aðgengi að börnunum. Þetta er orðið þannig að foreldrar hafa samband við börnin sín í gegnum þeirra síma í kennslustund þannig að þetta er orðið aðgengi að börnunum er orðið allan sólarhringinn. Við viljum bara verja börnin frá þessu áreiti og aðgengi sem er að þeim allan daginn,“ sagði Valdimar. Hann sagði málið hafa verið í vinnslu í svolítinn tíma. „Við erum búin að ræða þetta við starfsmannahópinn, skólaráð og stjórn nemendafélagsins og þetta er búið að vera í vinnslu. Nú er komið að því að taka ákvörðun um að banna farsímanotkun á skólatíma frá og með 1. janúar og þá náttúrulega á meðal nemenda og að sjálfsögðu verða starfsmenn að vera fyrirmyndir og passa upp á notkun símanna í starfi.“ Valdimar sagði að Öldutúnsskóli væri ekki fyrsti skólinn til þess að banna farsímanotkun; hann hefði heyrt af minni skólum úti á landi sem hefðu gripið til þessa ráðs en hann hefði ekki heyrt að farsímar hefðu verið bannaðir í jafn fjölmennum skóla. 600 nemendur ganga í Öldutúnsskóla. Að sögn Valdimars eru farsímarnir orðnir það mikið áreiti að þeir eru jafnvel orðnir hamlandi fyrir börnin. Þau séu að kanna símana í kennslustundum og sitja jafnvel hlið við hlið í frímínútum en tala saman í gegnum símana. Aðspurður um viðbrögð nemenda og foreldra þeirra segir Valdimar að nemendurnir hafi verið óhressir með þessa nýjung en að viðbrögð frá foreldrum hafi verið jákvæð. Viðtalið við Valdimar má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira