Lofa umbótum á sjöunda degi mótmæla Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. janúar 2018 07:00 Mótmælin hafa verið langvarandi og einkar harðskeytt. Nordicphotos/AFP Tugir þúsunda Túnisa hafa mótmælt undanfarna viku og krafist þess að ríkisstjórn forsetans Beji Caid Essebsi láti af niðurskurðarstefnu sinni. Mótmælin héldu áfram í gær, jafnvel eftir að ríkisstjórnin tilkynnti, eftir tveggja tíma krísufund í forsetahöllinni, um aðgerðir, meðal annars í heilbrigðis- og húsnæðismálum. Til að mynda lofaði ríkisstjórnin andvirði 7,2 milljarða króna innspýtingu í velferðarkerfið. „Þetta mun hjálpa 250.000 fjölskyldum. Þessar aðgerðir munu gagnast lág- og millistéttarfólki,“ sagði velferðarráðherrann Mohammed Trabelsi eftir fundinn.Beji Caid Essebsi, forseti Túnis.Nordicphotos/AFPEssebsi forseti heimsótti hið fátæka Ettdhamon-hverfi Túnisborgar í gær til þess að opna félagsmiðstöð fyrir ungmenni. Í stuttri ræðu sinni lofaði hann að beita sér fyrir því að störf myndu skapast fyrir ungmenni. „Við finnum til með ykkur og fjölskyldunum ykkar. En verið hófsöm, við erum ekki rík þjóð.“ Essebsi hefur rétt fyrir sér varðandi fjárhag ríkisins. Þegar arabíska vorið hófst, fyrir sjö árum, var efnahagsástandið á meðal þess sem almenningur var ósáttur við. Atvinnuleysi var mikið og spilling grasseraði. Nú telja mótmælendur að sömu vandamál hrjái ríkið enn. Hryðjuverkaárásir á ferðamannastaði hafi þar að auki gert ástandið verra þar sem þær hafa dregið úr heimsóknum ferðamanna. Í desember síðastliðnum sagði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn túnisku ríkisstjórninni að nauðsynlegt og áríðandi væri að laga halla ríkissjóðs. Sjóðurinn veitti Túnisum þriggja milljarða dala lán fyrir rúmum tveimur árum. Mótmælaaldan í Túnis reis 7. janúar síðastliðinn eftir að ríkisstjórnin hækkaði skatta. Hefur verið mótmælt á að minnsta kosti tíu svæðum í ríkinu og hefur lögregla handtekið að minnsta kosti 800 mótmælendur en 97 lögreglumenn hafa særst í átökunum. Birtist í Fréttablaðinu Túnis Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Tugir þúsunda Túnisa hafa mótmælt undanfarna viku og krafist þess að ríkisstjórn forsetans Beji Caid Essebsi láti af niðurskurðarstefnu sinni. Mótmælin héldu áfram í gær, jafnvel eftir að ríkisstjórnin tilkynnti, eftir tveggja tíma krísufund í forsetahöllinni, um aðgerðir, meðal annars í heilbrigðis- og húsnæðismálum. Til að mynda lofaði ríkisstjórnin andvirði 7,2 milljarða króna innspýtingu í velferðarkerfið. „Þetta mun hjálpa 250.000 fjölskyldum. Þessar aðgerðir munu gagnast lág- og millistéttarfólki,“ sagði velferðarráðherrann Mohammed Trabelsi eftir fundinn.Beji Caid Essebsi, forseti Túnis.Nordicphotos/AFPEssebsi forseti heimsótti hið fátæka Ettdhamon-hverfi Túnisborgar í gær til þess að opna félagsmiðstöð fyrir ungmenni. Í stuttri ræðu sinni lofaði hann að beita sér fyrir því að störf myndu skapast fyrir ungmenni. „Við finnum til með ykkur og fjölskyldunum ykkar. En verið hófsöm, við erum ekki rík þjóð.“ Essebsi hefur rétt fyrir sér varðandi fjárhag ríkisins. Þegar arabíska vorið hófst, fyrir sjö árum, var efnahagsástandið á meðal þess sem almenningur var ósáttur við. Atvinnuleysi var mikið og spilling grasseraði. Nú telja mótmælendur að sömu vandamál hrjái ríkið enn. Hryðjuverkaárásir á ferðamannastaði hafi þar að auki gert ástandið verra þar sem þær hafa dregið úr heimsóknum ferðamanna. Í desember síðastliðnum sagði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn túnisku ríkisstjórninni að nauðsynlegt og áríðandi væri að laga halla ríkissjóðs. Sjóðurinn veitti Túnisum þriggja milljarða dala lán fyrir rúmum tveimur árum. Mótmælaaldan í Túnis reis 7. janúar síðastliðinn eftir að ríkisstjórnin hækkaði skatta. Hefur verið mótmælt á að minnsta kosti tíu svæðum í ríkinu og hefur lögregla handtekið að minnsta kosti 800 mótmælendur en 97 lögreglumenn hafa særst í átökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Túnis Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent