Nær ekki endum saman í krabbameinsmeðferð: „Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. janúar 2018 20:00 Söfnun hefur verið sett af stað fyrir Ölmu Geirdal, 38 ára einstæða móður, sem greindist með brjóstakrabbamein á síðasta ári. Alma Geirdal greindist með brjóstakrabbamein í október á síðasta ári og er nú í lyfjameðferð. Hún er einstæð þriggja barna móðir á lágmarkstekjum og segir að það sé ekki mögulegt fyrir hana að ná endum saman eins og staðan er í dag. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir Ölmu, til þess að létta undir fjölskyldunni fjárhagslega í veikindum hennar.Ætlar að sigrast á meininu „Ég var búin að finna fyrir verk í brjóstinu frá því í júlí árið sem ég greinist en engan hnút,“ segir Alma um veikindi sín. Alma var 38 ára þegar hún fékk greininguna í október og var á þeim tíma starfsmaður á sambýli auk þess að starfa sem ljósmyndari og uppistandari. Hún segir að greiningin hafi verið óvænt og mikið áfall fyrir fjölskylduna. „Þetta var rosalegt sjokk en ég fann strax kraft, ætlaði að berjast og sigra þetta. Ég ætlaði að standa uppi sem sigurvegari svo það fór meiri kraftur um mig en hræðsla, en ég var samt sár og leið yfir þessu.“ Alma fór í aðgerð þann 15. nóvember þar sem vinstra brjóstið var tekið. „Ég byrjaði síðan í lyfjameðferð mánuði síðar og er búin með tvö skipti af sextán. Þeir tala um að ég klári þetta næsta sumar.“Alma segir erfitt að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í veikindunum.AðsentÁnægð með meðferðina Börn Ölmu eru 18, 14 og 9 ára og búa þau fjögur á heimilinu. Hún hefur ekki náð að vinna síðan hún fékk greininguna og hafa því fjárhagsvandamál fylgt í kjölfarið. „Ég er á lágmarkslaunum hjá vinnuveitandanum sem duga ekki fyrir neinu. Ég fæ engar aðrar bætur eða neitt svoleiðis og því var söfnunin sett af stað. „Það er erfitt að greinast ungur með krabbamein og það það er ekki auðvelt að veikjast á Íslandi, það er ekki ódýrt. Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi og lítið í boði. Allan lyfjakostnað greiðir maður sjálfur.“ Alma er þó mjög ánægð með þá læknisþjónustu sem hún hefur fengið á Landspítalanum.„Meðferðin er mjög góð hérna á Íslandi.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 0140-26-064210, kennitala 060979-3759.Uppfært: Alma segir að þegar lyfjakosnaðurinn fari yfir ákveðinn þröskuld þá aðstoði sjúkratryggingar með kostnaðinn, hún sé þó ekki komin upp að því þaki og hafi því ekki enn fengið slíka niðurgreiðslu. Heilbrigðismál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Alma Geirdal greindist með brjóstakrabbamein í október á síðasta ári og er nú í lyfjameðferð. Hún er einstæð þriggja barna móðir á lágmarkstekjum og segir að það sé ekki mögulegt fyrir hana að ná endum saman eins og staðan er í dag. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir Ölmu, til þess að létta undir fjölskyldunni fjárhagslega í veikindum hennar.Ætlar að sigrast á meininu „Ég var búin að finna fyrir verk í brjóstinu frá því í júlí árið sem ég greinist en engan hnút,“ segir Alma um veikindi sín. Alma var 38 ára þegar hún fékk greininguna í október og var á þeim tíma starfsmaður á sambýli auk þess að starfa sem ljósmyndari og uppistandari. Hún segir að greiningin hafi verið óvænt og mikið áfall fyrir fjölskylduna. „Þetta var rosalegt sjokk en ég fann strax kraft, ætlaði að berjast og sigra þetta. Ég ætlaði að standa uppi sem sigurvegari svo það fór meiri kraftur um mig en hræðsla, en ég var samt sár og leið yfir þessu.“ Alma fór í aðgerð þann 15. nóvember þar sem vinstra brjóstið var tekið. „Ég byrjaði síðan í lyfjameðferð mánuði síðar og er búin með tvö skipti af sextán. Þeir tala um að ég klári þetta næsta sumar.“Alma segir erfitt að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur í veikindunum.AðsentÁnægð með meðferðina Börn Ölmu eru 18, 14 og 9 ára og búa þau fjögur á heimilinu. Hún hefur ekki náð að vinna síðan hún fékk greininguna og hafa því fjárhagsvandamál fylgt í kjölfarið. „Ég er á lágmarkslaunum hjá vinnuveitandanum sem duga ekki fyrir neinu. Ég fæ engar aðrar bætur eða neitt svoleiðis og því var söfnunin sett af stað. „Það er erfitt að greinast ungur með krabbamein og það það er ekki auðvelt að veikjast á Íslandi, það er ekki ódýrt. Það er mjög dýrt að veikjast á Íslandi og lítið í boði. Allan lyfjakostnað greiðir maður sjálfur.“ Alma er þó mjög ánægð með þá læknisþjónustu sem hún hefur fengið á Landspítalanum.„Meðferðin er mjög góð hérna á Íslandi.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 0140-26-064210, kennitala 060979-3759.Uppfært: Alma segir að þegar lyfjakosnaðurinn fari yfir ákveðinn þröskuld þá aðstoði sjúkratryggingar með kostnaðinn, hún sé þó ekki komin upp að því þaki og hafi því ekki enn fengið slíka niðurgreiðslu.
Heilbrigðismál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira