Trump rýfur þögnina um eldflaugaviðvörunina á Havaí Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2018 08:55 Ekki benda á mig gæti Trump verið að segja þegar hann svaraði spurningum fréttamanna í gær. Vísir/AFP Eftir að hafa þagað þunnu hljóði um eldflaugaviðvörun sem send var út fyrir mistök og olli skelfingu á Havaí um helgina í meira en sólahring tjáði Donald Trump Bandaríkjaforseti um uppákomuna í gær. Sagði hann málið á könnu Havaíríkis en lofaði yfirvöld þar fyrir að taka ábyrgðina. Mannleg mistök urðu til þess að neyðarviðvörun var gefin út vegna yfirvofandi eldflaugarárásar á Havaí á laugardagsmorgun. Viðvörunin olli skelfingu hjá íbúum eyjanna sem töldu að kjarnorkuárás væri yfirvofandi. Mistökin voru ekki leiðrétt fyrr en um klukkustund síðar. Trump tjáði sig ekkert um uppákomuna á laugardag en var á golfvellinum þegar hún átti sér stað. Síðar um daginn hélt hann hins vegar áfram að tísta um höfund bókarinnar „Eldur og brennisteinn“ sem farið hefur fyrir brjóstið á forsetanum og gagnrýni á fjölmiðla. Hvíta húsið gaf aftur á móti út yfirlýsingu þar sem það skellti skuldinni alfarið á yfirvöld Havaíríkis.Svona litu skilaboðin sem íbúar Havaí fengu send á laugardagsmorgun út.Vísir/AFPSegir ábyrgðina algerlega hjá ríkinuÞað var ekki fyrr en í gær sem Trump lét hafa nokkuð eftir sér um atvikið sem hefur vakið efasemdir um hversu vel Bandaríkin séu undirbúin fyrir kjarnorkuárás. Lagði hann mesta áherslu á að það sem gerðist hefði verið á ábyrgð yfirvalda á Havaí. „Þetta var ríkisdæmi en við ætlum að láta til okkar taka hjá þeim. Ég elska að þau tóku ábyrgðina, þau tóku algerlega ábyrgðina en við ætlum að taka þátt,“ sagði Trump við fréttamenn í gær að sögn CNN. Trump hefur undanfarið magnað upp spennu í samskiptum Bandaríkjanna við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorku- og eldflaugatilraunir stjórnvalda þar. Hefur hann ítrekað ögrað Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, uppnefnt hann og hótað. Forsetinn var spurður að því hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að mistök eins og þau sem áttu sér stað á Havaí endurtækju sig. „Ég vona að þau endurtaki sig ekki en hluti af þessu er að fólk er á nálum og kannski á endanum getum við leyst vandamálið og það þarf ekki að vera svona á nálum,“ svaraði Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gerðu mistök og sendu út eldflaugaviðvörun Íbúar Hawaii voru dauðskelkaðir þegar þeir fengu eldflaugaviðvörun frá öryggisyfirvöldum. Skilaboðin reyndust röng. 13. janúar 2018 20:36 Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Eftir að hafa þagað þunnu hljóði um eldflaugaviðvörun sem send var út fyrir mistök og olli skelfingu á Havaí um helgina í meira en sólahring tjáði Donald Trump Bandaríkjaforseti um uppákomuna í gær. Sagði hann málið á könnu Havaíríkis en lofaði yfirvöld þar fyrir að taka ábyrgðina. Mannleg mistök urðu til þess að neyðarviðvörun var gefin út vegna yfirvofandi eldflaugarárásar á Havaí á laugardagsmorgun. Viðvörunin olli skelfingu hjá íbúum eyjanna sem töldu að kjarnorkuárás væri yfirvofandi. Mistökin voru ekki leiðrétt fyrr en um klukkustund síðar. Trump tjáði sig ekkert um uppákomuna á laugardag en var á golfvellinum þegar hún átti sér stað. Síðar um daginn hélt hann hins vegar áfram að tísta um höfund bókarinnar „Eldur og brennisteinn“ sem farið hefur fyrir brjóstið á forsetanum og gagnrýni á fjölmiðla. Hvíta húsið gaf aftur á móti út yfirlýsingu þar sem það skellti skuldinni alfarið á yfirvöld Havaíríkis.Svona litu skilaboðin sem íbúar Havaí fengu send á laugardagsmorgun út.Vísir/AFPSegir ábyrgðina algerlega hjá ríkinuÞað var ekki fyrr en í gær sem Trump lét hafa nokkuð eftir sér um atvikið sem hefur vakið efasemdir um hversu vel Bandaríkin séu undirbúin fyrir kjarnorkuárás. Lagði hann mesta áherslu á að það sem gerðist hefði verið á ábyrgð yfirvalda á Havaí. „Þetta var ríkisdæmi en við ætlum að láta til okkar taka hjá þeim. Ég elska að þau tóku ábyrgðina, þau tóku algerlega ábyrgðina en við ætlum að taka þátt,“ sagði Trump við fréttamenn í gær að sögn CNN. Trump hefur undanfarið magnað upp spennu í samskiptum Bandaríkjanna við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorku- og eldflaugatilraunir stjórnvalda þar. Hefur hann ítrekað ögrað Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, uppnefnt hann og hótað. Forsetinn var spurður að því hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að mistök eins og þau sem áttu sér stað á Havaí endurtækju sig. „Ég vona að þau endurtaki sig ekki en hluti af þessu er að fólk er á nálum og kannski á endanum getum við leyst vandamálið og það þarf ekki að vera svona á nálum,“ svaraði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gerðu mistök og sendu út eldflaugaviðvörun Íbúar Hawaii voru dauðskelkaðir þegar þeir fengu eldflaugaviðvörun frá öryggisyfirvöldum. Skilaboðin reyndust röng. 13. janúar 2018 20:36 Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Gerðu mistök og sendu út eldflaugaviðvörun Íbúar Hawaii voru dauðskelkaðir þegar þeir fengu eldflaugaviðvörun frá öryggisyfirvöldum. Skilaboðin reyndust röng. 13. janúar 2018 20:36
Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00