Innlent

Vél Icelandair snúið við vegna bilunar í hreyfli

Birgir Olgeirsson skrifar
Vélin var á leið til San Francisco.
Vélin var á leið til San Francisco. Vísir/Vilhelm
Farþegaþotu Icelandair á leið til San Francisco í Bandaríkjunum var snúið við skömmu eftir brottför frá Keflavíkurflugvelli síðdegis vegna bilunar í hreyfli.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að vélinni hafi verið hringsólað fyrir utan Reykjanesskaga til að brenna eldsneyti áður en hún kom aftur inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli.

Bilunin í hreyflinum er sögð ekki hafa haft áhrif á fluggetu vélarinnar eða lendingarhæfni og því ekki um neyðarástand að ræða.

Vélinni var lent aftur á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir klukkan átta en Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að önnur vél væri til taks og myndi hún flytja farþegana á áfangastað í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×