NFL-þjálfari eyðilagði brunabjölluna rétt fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2018 22:00 Sean Payton er að flestra mati einn besti þjálfari NFL-deildarinnar. Vísir/Getty New Orleans Saints er heitasta liðið í NFL-deildinni þessa daganna en strákarnir hans Sean Payton unnu sinn áttunda leik í röð um síðustu helgi. New Orleans Saints liðið er ekki aðeins að vinna sína leiki heldur er liðið að rústa þeim. New Orleans Saints vann 51-14 sigur á Cincinnati Bengals á útivelli um helgina. Það gekk hinsvegar mikið á í búningsklefa leiksins fyrir leik þar sem brunabjallan var alltaf að fara aftur og aftur í gang. Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, var búinn að fá nóg og hreinlega eyðilagði brunabjölluna þegar hún fór enn einu sinni í gang tíu mínútum fyrir leik. „Ég varð bara að stöðva þennan hávaða,“ sagði Sean Payton um atvikið. Það má sjá ástandið á brunabjöllunni hér fyrir neðan.The loud distraction before the game clearly didn’t throw off the Saints on Sunday as they thoroughly dominated the Bengals to win their eighth straight game. https://t.co/rWZMUOT374pic.twitter.com/1V6L6e5SgK — New Orleans Saints | NOLA.com (@SaintsNOW) November 11, 2018Sean Payton þvertók fyrir það að hann hafi ætlaði sér að kveikja í sínum leikmönnum með því að eyðileggja brunabjölluna. „Ég ætla að borga fyrir skemmdirnar. Ég lít á Brown fjölskulduna (eigendur Cincinnati Bengals) sem mína bandamenn og ber mikla virðingu fyrir þeim. Það sama get ég sagt um Marvin Lewis þjálfara,“ sagði Sean Payton. „Þetta var bara búið að vera í gangi í langan tíma í klefanum og ég taldi mikilvægt að stöðva þennan hávaða til að ég gæti undirbúið liðið fyrir leikinn,“ sagði Payton. Payton sagði líka full dramatískt að halda því fram að hann hafi eyðilagt brunabjölluna en eins og sjá má hér fyrir ofan þá má hún vissulega muna sinn fífil fegri. NFL Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira
New Orleans Saints er heitasta liðið í NFL-deildinni þessa daganna en strákarnir hans Sean Payton unnu sinn áttunda leik í röð um síðustu helgi. New Orleans Saints liðið er ekki aðeins að vinna sína leiki heldur er liðið að rústa þeim. New Orleans Saints vann 51-14 sigur á Cincinnati Bengals á útivelli um helgina. Það gekk hinsvegar mikið á í búningsklefa leiksins fyrir leik þar sem brunabjallan var alltaf að fara aftur og aftur í gang. Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, var búinn að fá nóg og hreinlega eyðilagði brunabjölluna þegar hún fór enn einu sinni í gang tíu mínútum fyrir leik. „Ég varð bara að stöðva þennan hávaða,“ sagði Sean Payton um atvikið. Það má sjá ástandið á brunabjöllunni hér fyrir neðan.The loud distraction before the game clearly didn’t throw off the Saints on Sunday as they thoroughly dominated the Bengals to win their eighth straight game. https://t.co/rWZMUOT374pic.twitter.com/1V6L6e5SgK — New Orleans Saints | NOLA.com (@SaintsNOW) November 11, 2018Sean Payton þvertók fyrir það að hann hafi ætlaði sér að kveikja í sínum leikmönnum með því að eyðileggja brunabjölluna. „Ég ætla að borga fyrir skemmdirnar. Ég lít á Brown fjölskulduna (eigendur Cincinnati Bengals) sem mína bandamenn og ber mikla virðingu fyrir þeim. Það sama get ég sagt um Marvin Lewis þjálfara,“ sagði Sean Payton. „Þetta var bara búið að vera í gangi í langan tíma í klefanum og ég taldi mikilvægt að stöðva þennan hávaða til að ég gæti undirbúið liðið fyrir leikinn,“ sagði Payton. Payton sagði líka full dramatískt að halda því fram að hann hafi eyðilagt brunabjölluna en eins og sjá má hér fyrir ofan þá má hún vissulega muna sinn fífil fegri.
NFL Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira