Erlent

Drög að Brexit-samkomulagi í höfn: May mun funda einslega með ráðherrum í kvöld

Birgir Olgeirsson skrifar
Brexitmálaráðherrann Dominic Raab sést hér á leið sinni frá Downingstræti 10 í Lundúnum eftir að hafa átt í viðræðum vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Brexitmálaráðherrann Dominic Raab sést hér á leið sinni frá Downingstræti 10 í Lundúnum eftir að hafa átt í viðræðum vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Vísir(Getty
Fulltrúar samninganefnda Bretlands og Evrópusambandsins eru sagðir hafa náð saman um drög að Brexit-samkomulagi. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá þessu en þar eru þessi drög sögð mikill áfangi í viðræðunum vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

BBC hefur eftir heimildarmanni sínum úr röðum breskra yfirvalda að þessi samningsdrög hafi verið samþykkt af báðum aðilum eftir stífar viðræður í vikunni.

Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun funda með ríkisstjórn Breta á miðvikudag í þeirri von um að fá ráðherranna til að styðja þetta samkomulag.

BBC hefur eftir breska dagblaðið The Sun að May muni funda einslega með hverjum ráðherra í kvöld.

Einn af stjórnmálaskýrendum BBC segir að ráðherrarnir fái að sjá samkomulagið í heild sinni í kvöld áður en til fundarins kemur á morgun. Er því haldið fram að ráðherrarnir þurfi að ákveða hvort þeir geti stutt samkomulagið, ef ekki þurfi þeir að segja af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×