22 þúsund sörur fleyta fimleikahópnum til Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. desember 2018 11:43 Hluti hópsins við baksturinn, í húsakynnum Dunkin' Donuts, í október. Ella Holt „Krúttlega fjáröflunarhugmyndin“ fyrir meistarahóp Gróttu í fimleikum gekk vonum framar, að sögn eins aðstandenda hópsins. Greint var frá því um miðjan október að fimleikastelpurnar, sem eru á aldrinum 13 til 18 ára, væru byrjaðar að baka sörur af miklum móð og ætluðu sér svo að selja þær á 100 krónur stykkið. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Að sögn Ellu Holt, móðir einnar stúlku í hópnum, bakaði hópurinn alls rúmlega 22 þúsund sörur sem seldust allar. „Og gott betur, við erum löngu hættar að taka pantanir,“ segir Ella og bætir við að nú sér verið að ganga frá síðustu afhendingunum, en sörurnar voru afhentar í gjafaumbúðum.Sjá einnig: Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörumEinfaldur reikningur sýnir að óhætt er að áætla að með því að selja 22 þúsund sörur á 100 krónur stykkið hafi hópnum tekist að safna rúmum 2,2 milljónum króna með uppátækinu. Stelpurnar komist því í keppnisferða til Bandaríkjanna eins og stefnt var að og mun hópurinn fljúga til Tennessee þann 14. febrúar næstkomandi. Ella segir stúlkurnar þakklátar þeim styrktaraðilum sem gerðu baksturinn mögulegan; Mjólkursamsölunni, Nathan og Olsen, ísbúðin Skúbb auk Freyju. Þá hafi hópurinn fengið afnot af eldhúsi Dunkin’ Donuts við baksturinn og segir Ella að þetta hafi verið „ótrúlega lærdómsríkt ferli“ sem hafi gefist vel. Þá vilji hópurinn koma á framfæri þökkum til íbúa Vesturbæjar Reykjavíkur og Seltjarnarness, sem Ella segir að hafa veitt stúlkunum frábærar móttökur. Jól Matur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörum Móður stúlku í meistarahópi Gróttu í fimleikum datt í hug að sörubakstur væri góð fjáröflun. Hana óraði þó ekki fyrir undirtektunum. 19. október 2018 07:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
„Krúttlega fjáröflunarhugmyndin“ fyrir meistarahóp Gróttu í fimleikum gekk vonum framar, að sögn eins aðstandenda hópsins. Greint var frá því um miðjan október að fimleikastelpurnar, sem eru á aldrinum 13 til 18 ára, væru byrjaðar að baka sörur af miklum móð og ætluðu sér svo að selja þær á 100 krónur stykkið. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Að sögn Ellu Holt, móðir einnar stúlku í hópnum, bakaði hópurinn alls rúmlega 22 þúsund sörur sem seldust allar. „Og gott betur, við erum löngu hættar að taka pantanir,“ segir Ella og bætir við að nú sér verið að ganga frá síðustu afhendingunum, en sörurnar voru afhentar í gjafaumbúðum.Sjá einnig: Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörumEinfaldur reikningur sýnir að óhætt er að áætla að með því að selja 22 þúsund sörur á 100 krónur stykkið hafi hópnum tekist að safna rúmum 2,2 milljónum króna með uppátækinu. Stelpurnar komist því í keppnisferða til Bandaríkjanna eins og stefnt var að og mun hópurinn fljúga til Tennessee þann 14. febrúar næstkomandi. Ella segir stúlkurnar þakklátar þeim styrktaraðilum sem gerðu baksturinn mögulegan; Mjólkursamsölunni, Nathan og Olsen, ísbúðin Skúbb auk Freyju. Þá hafi hópurinn fengið afnot af eldhúsi Dunkin’ Donuts við baksturinn og segir Ella að þetta hafi verið „ótrúlega lærdómsríkt ferli“ sem hafi gefist vel. Þá vilji hópurinn koma á framfæri þökkum til íbúa Vesturbæjar Reykjavíkur og Seltjarnarness, sem Ella segir að hafa veitt stúlkunum frábærar móttökur.
Jól Matur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörum Móður stúlku í meistarahópi Gróttu í fimleikum datt í hug að sörubakstur væri góð fjáröflun. Hana óraði þó ekki fyrir undirtektunum. 19. október 2018 07:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörum Móður stúlku í meistarahópi Gróttu í fimleikum datt í hug að sörubakstur væri góð fjáröflun. Hana óraði þó ekki fyrir undirtektunum. 19. október 2018 07:00