Enski boltinn

Özil gæti farið á lán í janúar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Özil situr mikið á bekknum
Özil situr mikið á bekknum vísir/getty
Arsenal íhugar að senda Þjóðverjann Mesut Özil á lán í janúar. Özil hefur enn ekki náð að vinna sér inn traust Unai Emery.

Emery, sem tók við Arsenal í sumar, var ekki með Özil í hóp hjá sér í leiknum við Tottenham í deildarbikarnum í vikunni þrátt fyrir miklar breytingar á liðinu. Eftir leikinn vildi hann ekki staðfesta að Özil væri hluti af hans langtíma áætlunum.

Özil skrifaði undir nýjan samning við Arsenal fyrir minna en ári síðan sem tryggði honum 350 þúsund pund í vikulaun.

Hann hefur aðeins byrjað 11 af 26 leikjum Arsenal á tímabilinu.

Arsenal er tilbúið að selja Özil samkvæmt frétt The Times en þar sem launakröfur hans eru mjög háar efast félagið um að það fái almennilegt tilboð í Þjóðverjann.

Því er besti möguleikinn í stöðunni fyrir Arsenal að senda hann út á lán ef Emery vill losna við hann.

Arsenal mætir Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í hádegisleiknum í enska boltanum á morgun. Bein útsending hefst 12:20 á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Özil markahæsti Þjóðverjinn á Englandi

Mesut Özil er kominn með fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni en Jurgen Klinsmann og Uwe Rösler sem gerir hann að markahæsta Þjóðverjanum í sögu deildarinnar.

Leikurinn við Bournemouth of líkamlega erfiður fyrir Özil

Mesut Özil sat á varamannabekknum í níutíu mínútur og horfði á liðsfélaga sína hafa betur gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeilinni í gær. Unai Emery gaf í skyn að leikurinn tæki of mikið á líkamlega fyrir Özil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×