Þessu hótaði Bandaríkjaforseti í röð tísta sem hann skrifaði í dag en hann fer fram á að samþykkt verði að setja fimm milljarða Bandaríkjadala í verkefnið.
Hann sagðist þurfa stuðning Demókrata í þinginu.
„Demókratarnir […] munu sennilega greiða atkvæði gegn öruggum landamærum og múrnum jafnvel þrátt fyrir að þeir vita að hann er brýn nauðsyn. Greiði Demókratarnir atkvæði á móti, mun stofnunum alríkisins loka til lengri tíma. Fólkið vill ekki opin landamæri og glæpi!“ ritaði Trump í færslu á Twitter.
Trump segir þá einnig að ef Demókrataflokkurinn komi ekki til móts við hann er ljóst að um fjórðungur stofnana alríkisstjórnarinnar mun loka að miðnætti í kvöld.
Heimavarnarráðuneytið, stofnanir sem lúta að samgöngumálum, landbúnaði, utanríkismálum og dómsmálum hætta tímabundið starfsemi að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC.
The Democrats, whose votes we need in the Senate, will probably vote against Border Security and the Wall even though they know it is DESPERATELY NEEDED. If the Dems vote no, there will be a shutdown that will last for a very long time. People don't want Open Borders and Crime!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 21, 2018