Gargandi eftirspurn eftir húsnæði knýr ólöglega búsetu áfram Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. desember 2018 14:35 Bjarni Kjartansson sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. FBL/Auðunn Slökkviliðið hefur ekki mannafla til að ráðast í aðgerðir vegna fjölda þeirra sem búa í ólöglegu íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að minnst um þrjú þúsund og sex hundruð manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar af ellefu hundruð í Hafnarfirði. Bara toppurinn á ísjakanum segir sviðsstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Fréttablaðið fjallar um málið í dag en í samtali við fréttastofu segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri hjá slökkviliðinu að staðan hafi verið kortlögð í fyrra en málið er ekki til sérstakrar skoðunar sem stendur. „Við erum ekki að því, bara höfum ekki mannafla til þess. Við skoðuðum náttúrlega skráningar, lögheimilisskráningar og símaskráningar. Við sjáum það náttúrulega á Já.is ef einstaklingar eru skráðir í atvinnuhúsnæði, þá er það vísbending um búsetu.“ Af höfuðborgarsvæðinu búa hlutfallslega flestir í ólöglegum búsetuformum í Hafnarfirði. „Það virðist vera hlutfallslega mikið þar. En í heildina á höfuðborgarsvæðinu er þetta áætlað út frá lögheimilisskráningum, þar eru um 3600 manns. Það getur verið mikil skekkja í þessu en ólíklegt að það sé færra heldur en það.“ Hann segir áhyggjuefni að svo margir búi við þessar aðstæður og kveðst ekki vita til þess hvort málið sé í einhverju ferli hjá sveitarfélögunum. Allir viti af ólöglegu búsetunni og þótt slökkviliðið einbeiti sér að eldvörnum og öryggi séu þau mál bara toppurinn á ísjakanum. „Það er bæði þónokkuð um eldra atvinnuhúsnæði sme er kannski erfitt að nýta, erfitt að leigja og ólöglegt að selja. Á sama tíma er bara gargandi eftirspurn eftir húsnæði,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Slökkviliðið hefur ekki mannafla til að ráðast í aðgerðir vegna fjölda þeirra sem búa í ólöglegu íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að minnst um þrjú þúsund og sex hundruð manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar af ellefu hundruð í Hafnarfirði. Bara toppurinn á ísjakanum segir sviðsstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Fréttablaðið fjallar um málið í dag en í samtali við fréttastofu segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri hjá slökkviliðinu að staðan hafi verið kortlögð í fyrra en málið er ekki til sérstakrar skoðunar sem stendur. „Við erum ekki að því, bara höfum ekki mannafla til þess. Við skoðuðum náttúrlega skráningar, lögheimilisskráningar og símaskráningar. Við sjáum það náttúrulega á Já.is ef einstaklingar eru skráðir í atvinnuhúsnæði, þá er það vísbending um búsetu.“ Af höfuðborgarsvæðinu búa hlutfallslega flestir í ólöglegum búsetuformum í Hafnarfirði. „Það virðist vera hlutfallslega mikið þar. En í heildina á höfuðborgarsvæðinu er þetta áætlað út frá lögheimilisskráningum, þar eru um 3600 manns. Það getur verið mikil skekkja í þessu en ólíklegt að það sé færra heldur en það.“ Hann segir áhyggjuefni að svo margir búi við þessar aðstæður og kveðst ekki vita til þess hvort málið sé í einhverju ferli hjá sveitarfélögunum. Allir viti af ólöglegu búsetunni og þótt slökkviliðið einbeiti sér að eldvörnum og öryggi séu þau mál bara toppurinn á ísjakanum. „Það er bæði þónokkuð um eldra atvinnuhúsnæði sme er kannski erfitt að nýta, erfitt að leigja og ólöglegt að selja. Á sama tíma er bara gargandi eftirspurn eftir húsnæði,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira