Dwyane Wade ætlaði aldrei að leyfa Harden að taka síðasta skotið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2018 07:30 Gerald Green og Dwyane Wade eftir leikinn. Vísir/Getty Nýliðinn Luca Doncic heldur áfram að leika listir sínar í NBA-deildinni en Slóveninn snjalli varð að sætta sig við tap í nótt þrátt fyrir nýtt persónulegt stigamet. Fimm leikja sigurganga Houston Rockets endaði líka í Miami og Houston liðið missti að auki einn sinn besta leikmann meiddan af velli.@gallinari8888 (season-high 32 PTS) & @luka7doncic (career-high 32 PTS) duel as the @LAClippers defeat DAL at home! #ClipperNationpic.twitter.com/63xHG8U7IA — NBA (@NBA) December 21, 2018Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 32 stig þegar Los Angeles Clippers vann 125-121 sigur á Dallas Mavericks. Clippers-liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð en tókst að landa sigri með góðum endaspretti. Dallas-liðið var 109-104 yfir þegar rúmar fimm mínútur voru eftir en heimamenn fóru á flug í lokin, náði 15-2 spretti og unnu svo þessar síðustu fimm mínútur 21-12. Lou Williams kom með 26 stig inn af bekknum fyrir Los Angeles Clippers á aðeins 24 mínútum og annar maður af bekknum, Montrezl Harrell, skoraði 18 stig.Luka Doncic tallies a career-high 32 PTS for the @dallasmavs at Staples Center. #MFFL#NBARookspic.twitter.com/F9LmpczNty — NBA (@NBA) December 21, 2018Luka Doncic skoraði 32 stig fyrir Dallas Mavericks og JJ Barea var með 19 stig. DeAndre Jordan bætti við 11 stigum og 22 fráköstum í sínum fyrsta leik í Staples Center eftir að hann yfirgaf Clippers-liðið. Doncic hefur nú skorað 20 stig eða meira í sextán leikjum á þessu tímabili en auk stiganna 32 var hann einnig með 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 4 fráköst. Hann hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum sínum.@jrich23 (22 PTS, 7 AST, 6 REB) and Tyler Johnson (19 PTS) come up big as the @MiamiHEAT outlast Houston for their 3rd straight W! #HeatCulturepic.twitter.com/wFziOXAJUd — NBA (@NBA) December 21, 2018James Harden átti mjög góðan leik en tókst ekki að koma í veg fyrir tap á móti Miami Heat. Miami Heat vann 101-99 sigur á Houston Rockets og endaði þar með fimm leikja sigurgöngu Houston. James Harden var með 35 stig og 12 stoðsendingar fyrir Houston og Eric Gordon skoraði 20 stig. Houston hitti úr 18 þriggja stiga skotum en tók líka 54 slík skot og nýtingin var því bara 33%. Josh Richardson skoraði 22 stig fyrir Miami og Tyler Johnson var með 19 stig en þetta var þriðji sigur liðsins í röð.Big plays on both ends from Tyler Johnson! #HeatCulture 99#Rockets 94 1:51 to go on @NBAonTNTpic.twitter.com/VoCGVjmMrW — NBA (@NBA) December 21, 2018Dwyane Wade og félagar ætluðu að passa upp á það að James Harden fengi ekki lokaskotið í leiknum og það tókst. Wade pressaði Harden til að senda frá sér boltann og Eric Gordon tók síðasta skotið og klikkaði. „Ef einhver annar myndi hitta hjá þeim þá tækjum við bara á því. Eitt var pottþétt James Harden átti ekki að fá að taka þetta skot,“ sagði Dwyane Wade eftir leikinn. Chris Paul tognaði aftan í læri í öðrum leikhluta þegar Houston var 45-38 yfir. Houston liðinu hefur gengið mjög illa án hans og hann gæti verið frá í einhvern tíma.Dwyane Wade uses the hesitation and attacks baseline for the SLAM in tonight's #KiaTopPlay! #HeatCulturepic.twitter.com/nvPdz1mvA5 — NBA (@NBA) December 21, 2018Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat - Houston Rockets 101-99 Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 125-121 NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Nýliðinn Luca Doncic heldur áfram að leika listir sínar í NBA-deildinni en Slóveninn snjalli varð að sætta sig við tap í nótt þrátt fyrir nýtt persónulegt stigamet. Fimm leikja sigurganga Houston Rockets endaði líka í Miami og Houston liðið missti að auki einn sinn besta leikmann meiddan af velli.@gallinari8888 (season-high 32 PTS) & @luka7doncic (career-high 32 PTS) duel as the @LAClippers defeat DAL at home! #ClipperNationpic.twitter.com/63xHG8U7IA — NBA (@NBA) December 21, 2018Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 32 stig þegar Los Angeles Clippers vann 125-121 sigur á Dallas Mavericks. Clippers-liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð en tókst að landa sigri með góðum endaspretti. Dallas-liðið var 109-104 yfir þegar rúmar fimm mínútur voru eftir en heimamenn fóru á flug í lokin, náði 15-2 spretti og unnu svo þessar síðustu fimm mínútur 21-12. Lou Williams kom með 26 stig inn af bekknum fyrir Los Angeles Clippers á aðeins 24 mínútum og annar maður af bekknum, Montrezl Harrell, skoraði 18 stig.Luka Doncic tallies a career-high 32 PTS for the @dallasmavs at Staples Center. #MFFL#NBARookspic.twitter.com/F9LmpczNty — NBA (@NBA) December 21, 2018Luka Doncic skoraði 32 stig fyrir Dallas Mavericks og JJ Barea var með 19 stig. DeAndre Jordan bætti við 11 stigum og 22 fráköstum í sínum fyrsta leik í Staples Center eftir að hann yfirgaf Clippers-liðið. Doncic hefur nú skorað 20 stig eða meira í sextán leikjum á þessu tímabili en auk stiganna 32 var hann einnig með 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 4 fráköst. Hann hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum sínum.@jrich23 (22 PTS, 7 AST, 6 REB) and Tyler Johnson (19 PTS) come up big as the @MiamiHEAT outlast Houston for their 3rd straight W! #HeatCulturepic.twitter.com/wFziOXAJUd — NBA (@NBA) December 21, 2018James Harden átti mjög góðan leik en tókst ekki að koma í veg fyrir tap á móti Miami Heat. Miami Heat vann 101-99 sigur á Houston Rockets og endaði þar með fimm leikja sigurgöngu Houston. James Harden var með 35 stig og 12 stoðsendingar fyrir Houston og Eric Gordon skoraði 20 stig. Houston hitti úr 18 þriggja stiga skotum en tók líka 54 slík skot og nýtingin var því bara 33%. Josh Richardson skoraði 22 stig fyrir Miami og Tyler Johnson var með 19 stig en þetta var þriðji sigur liðsins í röð.Big plays on both ends from Tyler Johnson! #HeatCulture 99#Rockets 94 1:51 to go on @NBAonTNTpic.twitter.com/VoCGVjmMrW — NBA (@NBA) December 21, 2018Dwyane Wade og félagar ætluðu að passa upp á það að James Harden fengi ekki lokaskotið í leiknum og það tókst. Wade pressaði Harden til að senda frá sér boltann og Eric Gordon tók síðasta skotið og klikkaði. „Ef einhver annar myndi hitta hjá þeim þá tækjum við bara á því. Eitt var pottþétt James Harden átti ekki að fá að taka þetta skot,“ sagði Dwyane Wade eftir leikinn. Chris Paul tognaði aftan í læri í öðrum leikhluta þegar Houston var 45-38 yfir. Houston liðinu hefur gengið mjög illa án hans og hann gæti verið frá í einhvern tíma.Dwyane Wade uses the hesitation and attacks baseline for the SLAM in tonight's #KiaTopPlay! #HeatCulturepic.twitter.com/nvPdz1mvA5 — NBA (@NBA) December 21, 2018Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat - Houston Rockets 101-99 Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 125-121
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn