Innlent

Fleiri með gervitré en lifandi jólatré

Atli Ísleifsson skrifar
Fjórtán prósent segjast ekki ætla að segja upp jólatré þessi jólin.
Fjórtán prósent segjast ekki ætla að segja upp jólatré þessi jólin. Getty
Meirihluti Íslendinga mun halda upp á jólin með gervitré á heimilum sínum en tæp 55 prósent Íslendinga munu setja upp gervitré og tæp 32 prósent lifandi tré. Fjórtán prósent segjast ekki ætla að setja upp jólatré þessi jólin.

Þetta er niðurstaða könnunar MMR. Þar segir að Íslendingar á aldrinum 30 til 49 ára séu eru líklegri en aðrir aldurshópar til að setja upp jólatré, en 89 prósent þeirra hafa nú þegar eða ætla sér að setja upp tré í tilefni jóla.

„Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Samfylkingar (41%), Viðreisnar (38%) og Sjálfstæðisflokks (36%) voru líklegust til að segjast munu hafa lifandi jólatré í ár en stuðningsfólk Flokks fólksins (72%) og Miðflokks (64%) reyndust líklegust til að segjast ætla að notast við gervitré. Þá reyndist stuðningsfólk Pírata (22%) líklegast til að segjast ekki ætla að hafa jólatré á heimilum sínum í ár.,“ segir í tilkynningu frá MMR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×