Bretland úr EES Michael Nevin skrifar 21. desember 2018 07:00 Bresk og íslensk stjórnvöld, ásamt hinum EFTA-ríkjunum í EES, Noregi og Liechtenstein, hafa nú gert með sér samkomulag um aðgerðir sem nauðsynlegar eru vegna úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. Samkomulagið nær yfir ýmis tæknileg atriði á sviði viðskipta, svo sem vöruflutninga, gagnavernd, hugverkarétt o.fl., en það sem mestu máli skiptir er að það kveður á um gagnkvæm borgararéttindi. Samkomulagið tryggir að breskir borgarar búsettir á Íslandi og Íslendingar búsettir í Bretlandi haldi svo gott sem óbreyttum réttindum eftir útgöngu Bretlands úr ESB og EES, frá lokum aðlögunartímabilsins, þ.e. árslokum 2020. Aðlögunartímabilið hefst við formlega útgöngu Bretlands úr ESB 29. mars nk. og lýkur um áramótin 2020-2021. Yfir 2.000 íslenskir ríkisborgarar eiga lögheimili í Bretlandi og um 1.000 breskir á Íslandi. Réttindin sem um ræðir ná til búsetu, heilbrigðisþjónustu, lífeyris og menntunar, félagslegrar þjónustu og viðurkenningar atvinnuréttinda. Finna má samkomulagið og nánari upplýsingar á gov.uk og Facebook-síðu sendiráðsins, UKinIceland. Þótt frumvarpið um útgöngusamning Bretlands úr ESB sé enn í meðförum breska þingsins hefur ríkisstjórnin skuldbundið sig til að tryggja að íslenskir ríkisborgarar geti dvalið áfram í Bretlandi, hvernig sem samningum um útgönguna úr ESB lyktar, þar með talið ef til samningslausrar útgöngu („No deal Brexit“) skyldi koma. Það gleður mig að íslenskir ráðamenn hafa gefið sambærilegar yfirlýsingar varðandi rétt breskra borgara á Íslandi. Í tilfelli samningslausrar útgöngu yrði gerður sér-samningur um borgararéttindi og verið er að ræða útfærsluatriði, í því skyni að gefa fólki eins mikla vissu og hægt er fyrir því að það haldi réttindum sínum. Unnt reyndist að gera nýja samkomulagið við EFTA-ríkin í EES vegna sameiginlegs vilja allra hlutaðeigandi ríkisstjórna að setja það í algeran forgang að tryggja réttindi borgaranna. Allt frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB-útgönguna sumarið 2016, og í gegn um allt ferlið síðan, hafa íslensk stjórnvöld verið mjög jákvæður samningsaðili. Bresk stjórnvöld meta þetta mikils, enda skapar það verðmætan grunn að öðrum samningum um sameiginlega framtíð okkar, meðal annars í viðskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Bresk og íslensk stjórnvöld, ásamt hinum EFTA-ríkjunum í EES, Noregi og Liechtenstein, hafa nú gert með sér samkomulag um aðgerðir sem nauðsynlegar eru vegna úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. Samkomulagið nær yfir ýmis tæknileg atriði á sviði viðskipta, svo sem vöruflutninga, gagnavernd, hugverkarétt o.fl., en það sem mestu máli skiptir er að það kveður á um gagnkvæm borgararéttindi. Samkomulagið tryggir að breskir borgarar búsettir á Íslandi og Íslendingar búsettir í Bretlandi haldi svo gott sem óbreyttum réttindum eftir útgöngu Bretlands úr ESB og EES, frá lokum aðlögunartímabilsins, þ.e. árslokum 2020. Aðlögunartímabilið hefst við formlega útgöngu Bretlands úr ESB 29. mars nk. og lýkur um áramótin 2020-2021. Yfir 2.000 íslenskir ríkisborgarar eiga lögheimili í Bretlandi og um 1.000 breskir á Íslandi. Réttindin sem um ræðir ná til búsetu, heilbrigðisþjónustu, lífeyris og menntunar, félagslegrar þjónustu og viðurkenningar atvinnuréttinda. Finna má samkomulagið og nánari upplýsingar á gov.uk og Facebook-síðu sendiráðsins, UKinIceland. Þótt frumvarpið um útgöngusamning Bretlands úr ESB sé enn í meðförum breska þingsins hefur ríkisstjórnin skuldbundið sig til að tryggja að íslenskir ríkisborgarar geti dvalið áfram í Bretlandi, hvernig sem samningum um útgönguna úr ESB lyktar, þar með talið ef til samningslausrar útgöngu („No deal Brexit“) skyldi koma. Það gleður mig að íslenskir ráðamenn hafa gefið sambærilegar yfirlýsingar varðandi rétt breskra borgara á Íslandi. Í tilfelli samningslausrar útgöngu yrði gerður sér-samningur um borgararéttindi og verið er að ræða útfærsluatriði, í því skyni að gefa fólki eins mikla vissu og hægt er fyrir því að það haldi réttindum sínum. Unnt reyndist að gera nýja samkomulagið við EFTA-ríkin í EES vegna sameiginlegs vilja allra hlutaðeigandi ríkisstjórna að setja það í algeran forgang að tryggja réttindi borgaranna. Allt frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB-útgönguna sumarið 2016, og í gegn um allt ferlið síðan, hafa íslensk stjórnvöld verið mjög jákvæður samningsaðili. Bresk stjórnvöld meta þetta mikils, enda skapar það verðmætan grunn að öðrum samningum um sameiginlega framtíð okkar, meðal annars í viðskiptum.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar