Segir Landsvirkjun ennþá áhugasama um sæstreng Kristján Már Unnarsson skrifar 25. febrúar 2018 20:45 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Bretar hafa enn mikinn áhuga á lagningu raforkusæstrengs frá Íslandi. Á sama tíma er lítið að gerast í málinu af hálfu Íslendinga. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar. Umræða um lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands komst á mikið flug fyrir sex árum. Sæstreng var lýst sem einni stærstu pólitísku og viðskiptalegu ákvörðun sem Íslendingar stæðu frammi fyrir.Charles Hendry, þáverandi orkumálaráðherra Bretlands, skrifaði undir samstarfsyfirlýsingu um sæstreng, Hann varð síðar helsti talsmaður Atlantic Superconnection, félags um strenginn.Mynd/Stöð 2.Forstjóri Landsvirkjunar hvatti þá til þess að Íslendingar notuðu næstu tvö til þrjú ár til að meta kosti og galla þess að selja raforku um sæstreng til útlanda. Raforkumálaráðherra Bretlands kom í heimsókn sumarið 2012 og undirritaði viljayfirlýsingu um að kanna málið. Árið 2013 skilaði ráðgjafahópur íslenskra stjórnvalda skýrslu um raforkustreng og fulltrúi breskra raforkuyfirvalda hvatti til þess að verkefnið yrði drifið í gang svo strengurinn yrði að veruleika árið 2020. Svo mikill var áhuginn að breskir fjárfestir stofnuðu félag um sæstrenginn og stóðu fyrir rannsókn á hafsbotninum milli Íslands og Bretlands árið 2015 með leyfi íslenskra stjórnvalda.Ragnheiður Elín Árnadóttir var iðnaðarráðherra þegar sæstrengsskýrslan kom út árið 2013.Mynd/Stöð 2.En núna heyrist lítið talað um sæstreng og forstjóri Landsvirkjunar nefndi hann ekki einu orði þegar hann reifaði þau mál sem efst væru á baugi í tengslum við birtingu ársskýrslu Landsvirkjunar í síðustu viku. „En við teljum áfram að það sé áhugaverður valkostur, sem sé áhugavert að skoða. En það mótast bara af áformum ríkisstjórnarinnar og svona hvernig málin þróast,” svarar Hörður Arnarson, spurður um stöðu sæstrengsmálsins.Kapalskip leggur raforkustreng milli lands og Eyja.Stöð 2/Gísli Óskarsson.„En það er ljóst að það er ennþá mikill áhugi af hálfu Breta. En það hefur lítið gerst í því máli, - það er rétt, - á svona undanförnum tólf til átján mánuðum.” -En hefur áhugi stjórnenda Landsvirkunar á sæstreng eitthvað minnkað? Svar forstjórans er skýrt: „Nei.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Óljóst hvort sæstrengur sé arðbærari en stóriðja Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. 26. júní 2013 19:10 Stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir "Lagning sæstrengs til Evrópu, samhliða öflugri iðnaðaruppbyggingu á Íslandi, er líklega eitt stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir," sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins í dag. 12. apríl 2012 16:49 Breta langar í hitaveitur og sæstreng Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. 30. maí 2012 19:30 Segir ávinning af sæstreng vega þyngra en hækkanir til heimila Raforkuverð innanlands mun óhjákvæmilega hækka með lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Skotlands. Hins vegar getur Alþingi takmarkað slíkar verðhækkanir til íslenskra heimila með lögum. Þetta er mat dansks hagfræðings sem gerði úttekt á íslenska raforkumarkaðnum fyrir Landsvirkjun. 7. mars 2017 19:45 Sæstrengur gæti skilað áttfalt hærra orkuverði Nýir samningar sem norsk orkufyrirtæki hafa gert við bresk stjórnvöld um sölu vindorku í Bretlandi benda til að gífurlegur hagnaður geti orðið af raforkusölu um sæstreng frá Íslandi. 4. júlí 2014 20:15 Vilja sæstrenginn fyrir 2020, fjárfestar mjög áhugasamir Þróunarstjóri helsta raforkufyrirtækis Bretlands segir að sæstrengur milli Íslands og Bretlands geti verið tilbúinn innan sjö ára og hvetur stjórnvöld ríkjanna til að hefja nú þegar formlegar viðræður um verkefnið. 4. desember 2013 19:45 Sjávarbotnsrannsókn hafin vegna strengs til Bretlands Viðamesta rannsókn til þessa vegna raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands hófst í dag þegar rannsóknarskip lagði úr höfn í Færeyjum til að mynda hafsbotninn. 8. júní 2015 22:00 Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Kostnaðar- og ábatagreining á sæstreng til Bretlands leiðir í ljós að verkefnið nær ekki lágmarksarðsemi nema til komi beinn stuðningur frá breskum stjórnvöldum. 12. júlí 2016 16:08 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bretar hafa enn mikinn áhuga á lagningu raforkusæstrengs frá Íslandi. Á sama tíma er lítið að gerast í málinu af hálfu Íslendinga. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar. Umræða um lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands komst á mikið flug fyrir sex árum. Sæstreng var lýst sem einni stærstu pólitísku og viðskiptalegu ákvörðun sem Íslendingar stæðu frammi fyrir.Charles Hendry, þáverandi orkumálaráðherra Bretlands, skrifaði undir samstarfsyfirlýsingu um sæstreng, Hann varð síðar helsti talsmaður Atlantic Superconnection, félags um strenginn.Mynd/Stöð 2.Forstjóri Landsvirkjunar hvatti þá til þess að Íslendingar notuðu næstu tvö til þrjú ár til að meta kosti og galla þess að selja raforku um sæstreng til útlanda. Raforkumálaráðherra Bretlands kom í heimsókn sumarið 2012 og undirritaði viljayfirlýsingu um að kanna málið. Árið 2013 skilaði ráðgjafahópur íslenskra stjórnvalda skýrslu um raforkustreng og fulltrúi breskra raforkuyfirvalda hvatti til þess að verkefnið yrði drifið í gang svo strengurinn yrði að veruleika árið 2020. Svo mikill var áhuginn að breskir fjárfestir stofnuðu félag um sæstrenginn og stóðu fyrir rannsókn á hafsbotninum milli Íslands og Bretlands árið 2015 með leyfi íslenskra stjórnvalda.Ragnheiður Elín Árnadóttir var iðnaðarráðherra þegar sæstrengsskýrslan kom út árið 2013.Mynd/Stöð 2.En núna heyrist lítið talað um sæstreng og forstjóri Landsvirkjunar nefndi hann ekki einu orði þegar hann reifaði þau mál sem efst væru á baugi í tengslum við birtingu ársskýrslu Landsvirkjunar í síðustu viku. „En við teljum áfram að það sé áhugaverður valkostur, sem sé áhugavert að skoða. En það mótast bara af áformum ríkisstjórnarinnar og svona hvernig málin þróast,” svarar Hörður Arnarson, spurður um stöðu sæstrengsmálsins.Kapalskip leggur raforkustreng milli lands og Eyja.Stöð 2/Gísli Óskarsson.„En það er ljóst að það er ennþá mikill áhugi af hálfu Breta. En það hefur lítið gerst í því máli, - það er rétt, - á svona undanförnum tólf til átján mánuðum.” -En hefur áhugi stjórnenda Landsvirkunar á sæstreng eitthvað minnkað? Svar forstjórans er skýrt: „Nei.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Óljóst hvort sæstrengur sé arðbærari en stóriðja Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. 26. júní 2013 19:10 Stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir "Lagning sæstrengs til Evrópu, samhliða öflugri iðnaðaruppbyggingu á Íslandi, er líklega eitt stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir," sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins í dag. 12. apríl 2012 16:49 Breta langar í hitaveitur og sæstreng Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. 30. maí 2012 19:30 Segir ávinning af sæstreng vega þyngra en hækkanir til heimila Raforkuverð innanlands mun óhjákvæmilega hækka með lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Skotlands. Hins vegar getur Alþingi takmarkað slíkar verðhækkanir til íslenskra heimila með lögum. Þetta er mat dansks hagfræðings sem gerði úttekt á íslenska raforkumarkaðnum fyrir Landsvirkjun. 7. mars 2017 19:45 Sæstrengur gæti skilað áttfalt hærra orkuverði Nýir samningar sem norsk orkufyrirtæki hafa gert við bresk stjórnvöld um sölu vindorku í Bretlandi benda til að gífurlegur hagnaður geti orðið af raforkusölu um sæstreng frá Íslandi. 4. júlí 2014 20:15 Vilja sæstrenginn fyrir 2020, fjárfestar mjög áhugasamir Þróunarstjóri helsta raforkufyrirtækis Bretlands segir að sæstrengur milli Íslands og Bretlands geti verið tilbúinn innan sjö ára og hvetur stjórnvöld ríkjanna til að hefja nú þegar formlegar viðræður um verkefnið. 4. desember 2013 19:45 Sjávarbotnsrannsókn hafin vegna strengs til Bretlands Viðamesta rannsókn til þessa vegna raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands hófst í dag þegar rannsóknarskip lagði úr höfn í Færeyjum til að mynda hafsbotninn. 8. júní 2015 22:00 Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Kostnaðar- og ábatagreining á sæstreng til Bretlands leiðir í ljós að verkefnið nær ekki lágmarksarðsemi nema til komi beinn stuðningur frá breskum stjórnvöldum. 12. júlí 2016 16:08 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Óljóst hvort sæstrengur sé arðbærari en stóriðja Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. 26. júní 2013 19:10
Stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir "Lagning sæstrengs til Evrópu, samhliða öflugri iðnaðaruppbyggingu á Íslandi, er líklega eitt stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir," sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins í dag. 12. apríl 2012 16:49
Breta langar í hitaveitur og sæstreng Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu nú síðdegis yfirlýsingu um víðtækt samstarf á sviði orkumála, þar á meðal um lagningu sæstrengs á milli landanna, um jarðhitaleit í Bretlandi og um olíuiðnað. Orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, hóf Íslandsheimsóknina nú síðdegis í Hellisheiðarvirkjun þar sem Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra tók á móti honum ásamt Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. 30. maí 2012 19:30
Segir ávinning af sæstreng vega þyngra en hækkanir til heimila Raforkuverð innanlands mun óhjákvæmilega hækka með lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Skotlands. Hins vegar getur Alþingi takmarkað slíkar verðhækkanir til íslenskra heimila með lögum. Þetta er mat dansks hagfræðings sem gerði úttekt á íslenska raforkumarkaðnum fyrir Landsvirkjun. 7. mars 2017 19:45
Sæstrengur gæti skilað áttfalt hærra orkuverði Nýir samningar sem norsk orkufyrirtæki hafa gert við bresk stjórnvöld um sölu vindorku í Bretlandi benda til að gífurlegur hagnaður geti orðið af raforkusölu um sæstreng frá Íslandi. 4. júlí 2014 20:15
Vilja sæstrenginn fyrir 2020, fjárfestar mjög áhugasamir Þróunarstjóri helsta raforkufyrirtækis Bretlands segir að sæstrengur milli Íslands og Bretlands geti verið tilbúinn innan sjö ára og hvetur stjórnvöld ríkjanna til að hefja nú þegar formlegar viðræður um verkefnið. 4. desember 2013 19:45
Sjávarbotnsrannsókn hafin vegna strengs til Bretlands Viðamesta rannsókn til þessa vegna raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands hófst í dag þegar rannsóknarskip lagði úr höfn í Færeyjum til að mynda hafsbotninn. 8. júní 2015 22:00
Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða Kostnaðar- og ábatagreining á sæstreng til Bretlands leiðir í ljós að verkefnið nær ekki lágmarksarðsemi nema til komi beinn stuðningur frá breskum stjórnvöldum. 12. júlí 2016 16:08