Þórhildur segir ríkisstjórnina nánast verðlauna Braga fyrir vonda hegðun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 16:11 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sækist eftir kjöri til Barnaréttarnefnar Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir kvartanir. vísir/valli Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega framgöngu ríkisstjórnarinnar í máli Braga Guðbrandssonar, sem í skugga ásakana frá barnaverndarnefndum á höfuðborgarsvæðinu, sækist eftir kjöri til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Þórhildur Sunna fór með kraftmikla ræðu í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun. Hún tók mið af lista Transparency International, sem sýnir að Ísland er spilltast allra Norðurlanda, þegar hún sagði að þegar fólk í efstu lögum samfélagsins þyrfti ekki að óttast afleiðingar gjörða sinna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segist vita hvers vegna við færust neðar á lista um spillingu. Æðstu ráðamenn þurfi ekki að óttast afleiðingar gjörða sinna.Vísir/AntonÍ frétt Ríkisútvarpsins þann 23. nóvember 2017 kom fram að Bragi hafi verið sakaður um óeðlileg afskipti af málum, ruddalega framkomu og órökstuddar ávirðingar. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu til Velferðarráðuneytisins vegna þessa og var ráðuneytinu sent formlegt kvörtunarbréf vegna Braga. „Við erum að horfa á Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, hann er búinn að sitja undir ítrekuðum kvörtunum frá barnaverndarnefndum sem eru að vinna með honum um ófagleg vinnubrögð, um óeðlileg afskipti, mjög vandræðaleg og erfið mál fyrir hann. Og honum er verðlaunað fyrir það með því að senda hann til barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna og Ísland ætlar í kosningabaráttu fyrir þennan mann til að taka þátt í barnaréttarstarfi Sameinuðu þjóðanna,“ segir Þórhildur Sunna í þættinum. Menn sem fari fyrir mikilvægum embættum séu „nánast verðlaunaðir“ fyrir að brjóta reglurnar. Útspilið í máli Braga sé til þess fallið að „losa hann úr þessu vandamáli“. Þórhildur Sunna segir að það sé hvorki eftirfylgni né afleiðingar þegar um meint brot æðstu ráðamanna séu að ræða. „Það gildir ekki um hina og þetta finnst mér vera stærsta vandamálið,“ segir Þórhildur Sunna.Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, tilkynnti formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur um fyrirhugaðar breytingar.Vísir/EyþórÍ tilkynningu sem barst fréttastofu frá Velferðarráðuneytinu á föstudag var sagt frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt að sækjast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið valinn til þess að vera í kjöri til nefndarinnar. Í tilkynningunni segir ennfremur: „Staða Braga sem frambjóðanda Íslands er talin sterk vegna áratuga reynslu hans af málaflokknum og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.“ Sama dag og þetta var tilkynnt fundaði Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, með formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs og kynnti breytingar sem til stendur að ráðast í til þess að byggja upp traust innan málaflokksins. Formenn þessara barnaverndarnefnda leituðu til Velferðarráðuneytisins síðastliðið haust, sem fyrr segir, vegna samskipta við Braga Guðbrandsson og lögðu fram umkvartanir. Að sögn ráðherra er breytingunum ætlað að endurheimta traust í kjölfar þessara umkvartana. Tengdar fréttir Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega framgöngu ríkisstjórnarinnar í máli Braga Guðbrandssonar, sem í skugga ásakana frá barnaverndarnefndum á höfuðborgarsvæðinu, sækist eftir kjöri til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Þórhildur Sunna fór með kraftmikla ræðu í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun. Hún tók mið af lista Transparency International, sem sýnir að Ísland er spilltast allra Norðurlanda, þegar hún sagði að þegar fólk í efstu lögum samfélagsins þyrfti ekki að óttast afleiðingar gjörða sinna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segist vita hvers vegna við færust neðar á lista um spillingu. Æðstu ráðamenn þurfi ekki að óttast afleiðingar gjörða sinna.Vísir/AntonÍ frétt Ríkisútvarpsins þann 23. nóvember 2017 kom fram að Bragi hafi verið sakaður um óeðlileg afskipti af málum, ruddalega framkomu og órökstuddar ávirðingar. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu til Velferðarráðuneytisins vegna þessa og var ráðuneytinu sent formlegt kvörtunarbréf vegna Braga. „Við erum að horfa á Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, hann er búinn að sitja undir ítrekuðum kvörtunum frá barnaverndarnefndum sem eru að vinna með honum um ófagleg vinnubrögð, um óeðlileg afskipti, mjög vandræðaleg og erfið mál fyrir hann. Og honum er verðlaunað fyrir það með því að senda hann til barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna og Ísland ætlar í kosningabaráttu fyrir þennan mann til að taka þátt í barnaréttarstarfi Sameinuðu þjóðanna,“ segir Þórhildur Sunna í þættinum. Menn sem fari fyrir mikilvægum embættum séu „nánast verðlaunaðir“ fyrir að brjóta reglurnar. Útspilið í máli Braga sé til þess fallið að „losa hann úr þessu vandamáli“. Þórhildur Sunna segir að það sé hvorki eftirfylgni né afleiðingar þegar um meint brot æðstu ráðamanna séu að ræða. „Það gildir ekki um hina og þetta finnst mér vera stærsta vandamálið,“ segir Þórhildur Sunna.Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, tilkynnti formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur um fyrirhugaðar breytingar.Vísir/EyþórÍ tilkynningu sem barst fréttastofu frá Velferðarráðuneytinu á föstudag var sagt frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt að sækjast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið valinn til þess að vera í kjöri til nefndarinnar. Í tilkynningunni segir ennfremur: „Staða Braga sem frambjóðanda Íslands er talin sterk vegna áratuga reynslu hans af málaflokknum og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.“ Sama dag og þetta var tilkynnt fundaði Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, með formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs og kynnti breytingar sem til stendur að ráðast í til þess að byggja upp traust innan málaflokksins. Formenn þessara barnaverndarnefnda leituðu til Velferðarráðuneytisins síðastliðið haust, sem fyrr segir, vegna samskipta við Braga Guðbrandsson og lögðu fram umkvartanir. Að sögn ráðherra er breytingunum ætlað að endurheimta traust í kjölfar þessara umkvartana.
Tengdar fréttir Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00
Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00
Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20