Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. febrúar 2018 14:40 Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Vísir/Getty Mannúðarsamtök áætla að meira en 500 manns hafi fallið í loftárásum Sýrlandshers á Ghouta héraðið í Damaskus í vikunni en þetta eru mannskæðustu árásir frá því stríðið í Sýrlandi hófst fyrir sjö árum. Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti vopnahlé einróma á fundi sínum á áttunda tímanum í gærkvöldi að íslenskum tíma. Ályktun ráðsins um vopnahlé í þrjátíu daga var samþykkt eftir nær linnulausar loftárásir Sýrlandshers á Ghouta úthverfið í Damaskus í vikunni en þetta eru mannskæðustu árásir í borgarastríðinu í Sýrlandi frá því það hófst fyrir sjö árum. Vopnahlé átti að taka gildi þegar í stað en vef Guardian segir að óvíst sé hversu lengi það vari eða hvort það verði yfirleitt virt. Nokkrum mínútum eftir að ályktun um vopnahlé var samþykkt í öryggisráðinu var greint frá því að herþotur Sýrlandshers hefðu gert loftárásir á Ghouta. Þá vöknuðu íbúar í nokkrum bæjum austurhluta Ghouta við loftárásir í morgun að því fram kemur á fréttavef Reuters. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights áætla að meira en 500 manns hafi látist í loftárásum á Ghouta í vikunni og að á meðal látinna séu konur og börn. Samtökin Læknar án landamæra telja að 520 hafi látist í árásunum sem hafa meðal annars beinst að sjúkrahúsum. Ályktun öryggisráðsins um vopnahlé nær til alls Sýrlands nema þeirra svæða þar sem hernaðaraðgerðir standa yfir gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS, Al-Nusra og hópum sem tengjast Al Qaeda að því er fram kemur í New York Times. Markmiðið er að tryggja mannúðaraðstoð á stríðshrjáðum svæðum og koma særðum undir læknishendur. Atkvæðagreiðsla frestaðist dögum saman í öryggisráðinu því Rússar gerðu ágreining um orðalag í ályktuninni. Hefur þessi dráttur á atkvæðagreiðslu verið harðlega gagnrýndur. Meðal annars af Nikki Haley sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum og Stephen Hickey fulltrúa Bretlands í öryggisráðinu. Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Mannúðarsamtök áætla að meira en 500 manns hafi fallið í loftárásum Sýrlandshers á Ghouta héraðið í Damaskus í vikunni en þetta eru mannskæðustu árásir frá því stríðið í Sýrlandi hófst fyrir sjö árum. Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti vopnahlé einróma á fundi sínum á áttunda tímanum í gærkvöldi að íslenskum tíma. Ályktun ráðsins um vopnahlé í þrjátíu daga var samþykkt eftir nær linnulausar loftárásir Sýrlandshers á Ghouta úthverfið í Damaskus í vikunni en þetta eru mannskæðustu árásir í borgarastríðinu í Sýrlandi frá því það hófst fyrir sjö árum. Vopnahlé átti að taka gildi þegar í stað en vef Guardian segir að óvíst sé hversu lengi það vari eða hvort það verði yfirleitt virt. Nokkrum mínútum eftir að ályktun um vopnahlé var samþykkt í öryggisráðinu var greint frá því að herþotur Sýrlandshers hefðu gert loftárásir á Ghouta. Þá vöknuðu íbúar í nokkrum bæjum austurhluta Ghouta við loftárásir í morgun að því fram kemur á fréttavef Reuters. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights áætla að meira en 500 manns hafi látist í loftárásum á Ghouta í vikunni og að á meðal látinna séu konur og börn. Samtökin Læknar án landamæra telja að 520 hafi látist í árásunum sem hafa meðal annars beinst að sjúkrahúsum. Ályktun öryggisráðsins um vopnahlé nær til alls Sýrlands nema þeirra svæða þar sem hernaðaraðgerðir standa yfir gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS, Al-Nusra og hópum sem tengjast Al Qaeda að því er fram kemur í New York Times. Markmiðið er að tryggja mannúðaraðstoð á stríðshrjáðum svæðum og koma særðum undir læknishendur. Atkvæðagreiðsla frestaðist dögum saman í öryggisráðinu því Rússar gerðu ágreining um orðalag í ályktuninni. Hefur þessi dráttur á atkvæðagreiðslu verið harðlega gagnrýndur. Meðal annars af Nikki Haley sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum og Stephen Hickey fulltrúa Bretlands í öryggisráðinu.
Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33
Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00