Lögregla í Wilmington tilkynnti um slysið síðdegis í dag að íslenskum tíma. Þá staðfesti lögregla andlát konunnar og barns hennar skömmu síðar. Maður konunnar og faðir barnsins var fluttur slasaður á sjúkrahús, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.
WPD can confirm the first two fatalities of Hurricane #Florence in Wilmington. A mother and infant were killed when a tree fell on their house. The father was transported to NHRMC with injuries. https://t.co/FC5PAhuxig
— Wilmington Police (@WilmingtonPD) September 14, 2018
JUST IN: Pender Co., NC, spokesperson: A female with a medical condition died after calling for emergency assistance during Hurricane Florence; first responders could not get to her in time due to large trees that were downed and blocked their route.
— NBC Nightly News with Lester Holt (@NBCNightlyNews) September 14, 2018
Fellibylurinn Flórens gekk á land á austurströnd Bandaríkjanna í morgun. Gríðarleg sjávarflóð og rigningar fylgja fellibylnum og hefur 1,7 milljón manns verið gert að yfirgefa heimili sín. Flórens er nú skilgreind sem fyrsta stigs fellibylur en er þrátt fyrir það talin afar hættuleg.
Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni heimsækja Karólínuríkin og önnur svæði, sem orðið hafa illa úti í fellibylnum, í næstu viku.
Í spilaranum hér að neðan má horfa á umfjöllun Stöðvar 2 um Flórens sem sýnd var í kvöldfréttum.