Óánægja með ýtni Edge Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. september 2018 08:00 Surface-tölva frá Microsoft, líklega með innbyggðan Edge-vafra. Mynd/Microsoft Allt frá útgáfu Windows 10 hefur bandaríski tæknirisinn Microsoft hvatt neytendur til þess að prófa nýja vafrann sinn, Microsoft Edge. Vafrinn var gefinn út eftir að fyrri vafri fyrirtækisins, Internet Explorer, missti nærri alla markaðshlutdeild. Fyrst að hluta til Mozilla Firefox og svo að nær öllu leyti til Google Chrome, ráðandi vafra á markaði í dag. Sem dæmi um þessa hvatningu Microsoft til Edge-notkunar má nefna það að stillingar um sjálfgefinn vafra hafa átt það til að endurstillast yfir á Edge eftir stýrikerfisuppfærslur, auglýsingar á lásskjám og í möppum og svo venjulegar auglýsingaherferðir á netinu og í fjölmiðlum. Tækniáhugamönnum hefur þótt þessi mikla hvatning eiga meira skylt við þrýsting eða einfaldlega ýtni. Tæknisíðan Thurrott greindi svo frá því í gær að nú sé Microsoft einfaldlega farið að vara við notkun annarra vafra. Þegar blaðamaður Thurrott reyndi að hlaða niður Google Chrome spratt gluggi upp sem í stóð: „Þú ert nú þegar með Microsoft Edge, hraðari og öruggari vafra fyrir Windows 10.“ Blaðamanninum var þá boðið upp á annaðhvort að opna Edge eða að hlaða niður Chrome sem og upp á að „sleppa frekari viðvörunum í framtíðinni“. „Chrome er ekki vírus. Það er engin gild ástæða fyrir því að Microsoft VARI mig við því að hlaða Chrome niður. Og þessi notkun orðanna „að vara við“ kemur frá Microsoft en ekki mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Allt frá útgáfu Windows 10 hefur bandaríski tæknirisinn Microsoft hvatt neytendur til þess að prófa nýja vafrann sinn, Microsoft Edge. Vafrinn var gefinn út eftir að fyrri vafri fyrirtækisins, Internet Explorer, missti nærri alla markaðshlutdeild. Fyrst að hluta til Mozilla Firefox og svo að nær öllu leyti til Google Chrome, ráðandi vafra á markaði í dag. Sem dæmi um þessa hvatningu Microsoft til Edge-notkunar má nefna það að stillingar um sjálfgefinn vafra hafa átt það til að endurstillast yfir á Edge eftir stýrikerfisuppfærslur, auglýsingar á lásskjám og í möppum og svo venjulegar auglýsingaherferðir á netinu og í fjölmiðlum. Tækniáhugamönnum hefur þótt þessi mikla hvatning eiga meira skylt við þrýsting eða einfaldlega ýtni. Tæknisíðan Thurrott greindi svo frá því í gær að nú sé Microsoft einfaldlega farið að vara við notkun annarra vafra. Þegar blaðamaður Thurrott reyndi að hlaða niður Google Chrome spratt gluggi upp sem í stóð: „Þú ert nú þegar með Microsoft Edge, hraðari og öruggari vafra fyrir Windows 10.“ Blaðamanninum var þá boðið upp á annaðhvort að opna Edge eða að hlaða niður Chrome sem og upp á að „sleppa frekari viðvörunum í framtíðinni“. „Chrome er ekki vírus. Það er engin gild ástæða fyrir því að Microsoft VARI mig við því að hlaða Chrome niður. Og þessi notkun orðanna „að vara við“ kemur frá Microsoft en ekki mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira