Tvær andarnefjur festust í fjöru í Engey fyrir utan Reykjavík fyrr í dag. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar og ferðaþjónustufyrirtækjanna Special Tours, Eldingu og Whale Safari hafa reynt að halda lífi í dýrunum, en önnur andarnefjan drapst nú skömmu eftir klukkan 19.
Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður og Friðrik Þór Halldórsson tökumaður eru stödd úti í Engey þarf sem fylgst er með björgunaraðgerðum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu úr eynni hér.
Talið er að andarnefjurnar hafi að líkindum fest sig í fjörunni við að elta makríl. Hópurinn hafi reynt að koma handklæðum og lökum yfir dýrin til að halda á þeim hita og bera vatn til að hella yfir þær.