Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor.
Þetta var tilkynnt í opnunarteiti skrifstofu Miðflokksins í kvöld.
Lokafrestur til að skila inn öðrum framboðum er þó til klukkan 12 laugardaginn 17. febrúar næstkomandi. Þann 24. febrúar mun stjórn Miðflokksins í Reykjavík kynna sex efstu frambjóðendur á framboðslistanum.
Vigdís leiðir Miðflokkinn í borginni
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
