Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. ágúst 2018 20:24 Áhöld eru um hvort íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Árborgar sé lögleg. Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kemur fram að kjörseðill í kosningunum sé ógildur taki kjósandi ekki afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Bæjarstjórn Árborgar sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem leiðrétting er gerð á framkvæmd íbúakosninganna sem verður eftir tvo daga. Í kynningarblaði, sem borið var í hvert hús í sveitarfélaginu, kom fram að „svara yrði báðum spurningunum kjörseðilsins og að ef aðeins annarri þeirra yrði svarað teldist kjörseðillin ógildur.“ Í tilkynningu bæjarstjórnar í dag kemur fram að upplýsingarnar í kynningarblaðinu séu ekki réttar og að kjósendur geti kosið að svara eingöngu annarri spurningunni án þess að slíkt valdi eitt og sér ógildi kjörseðilsins. Ástæðan fyrir því að leiðréttingin var send út var vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og reyna þvinga fram afstöðu kjósandans í kosningu sem var knúin fram með undirskriftarsöfnun í vor. Íbúakosningin á laugardag snýst um breytingar á aðal- og deiliskipulagi fyrir miðbæ Árborgar en mikil ólga er meðal íbúa um hvernig bæjaryfirvöld hafa ráðstafað svæðinu og hvernig staðið hefur verið að íbúakosningunni. Sigtún þróunarfélag fékk svæðið til uppbyggingar án útboðs og ætlar félagið að byggja upp miðbæinn með endurbyggingu húsa víðsvegar af á landinu sem horfin eru af sjónarsviðinu.Neitar fyrir að brjóta á tjáningarfrelsi kjósenda Málið er hápólitískt og var eitt af aðalkosningamálunum í sveitarstjórnarkosningunum í vor en fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætli ekki kjósa með breyttu skipulagi. Forseti bæjarstjórnar í Árborg, Helgi S. Haraldsson, segir íbúakosningar á laugardaginn hafa verið undirbúnar vel og vandlega. „Þetta er raunverulega fyrsta alvöru íbúakosningin sem getur orðið bindandi ákvörðun og það var mat manna og yfirkjörstjórnar að benda á þetta þannig að það væri öruggt að þetta væri rétt.“ Aðspurður hvort að bæjarstjórnin hafi sent tilkynninguna á þeim forsendum að þau sjái fram á að brjóta á tjáningarfrelsi eða kosningarétti þeirra sem koma til með að kjósa á laugardaginn svarar Helgi: „Alls ekki, það var bara mat yfirkjörstjórnar okkar að þetta væru tvær spurningar og það mætti svara þeim á hvorn hátt fyrir sig eða skila inn auðu.“ Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Sjá meira
Áhöld eru um hvort íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Árborgar sé lögleg. Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kemur fram að kjörseðill í kosningunum sé ógildur taki kjósandi ekki afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Bæjarstjórn Árborgar sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem leiðrétting er gerð á framkvæmd íbúakosninganna sem verður eftir tvo daga. Í kynningarblaði, sem borið var í hvert hús í sveitarfélaginu, kom fram að „svara yrði báðum spurningunum kjörseðilsins og að ef aðeins annarri þeirra yrði svarað teldist kjörseðillin ógildur.“ Í tilkynningu bæjarstjórnar í dag kemur fram að upplýsingarnar í kynningarblaðinu séu ekki réttar og að kjósendur geti kosið að svara eingöngu annarri spurningunni án þess að slíkt valdi eitt og sér ógildi kjörseðilsins. Ástæðan fyrir því að leiðréttingin var send út var vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og reyna þvinga fram afstöðu kjósandans í kosningu sem var knúin fram með undirskriftarsöfnun í vor. Íbúakosningin á laugardag snýst um breytingar á aðal- og deiliskipulagi fyrir miðbæ Árborgar en mikil ólga er meðal íbúa um hvernig bæjaryfirvöld hafa ráðstafað svæðinu og hvernig staðið hefur verið að íbúakosningunni. Sigtún þróunarfélag fékk svæðið til uppbyggingar án útboðs og ætlar félagið að byggja upp miðbæinn með endurbyggingu húsa víðsvegar af á landinu sem horfin eru af sjónarsviðinu.Neitar fyrir að brjóta á tjáningarfrelsi kjósenda Málið er hápólitískt og var eitt af aðalkosningamálunum í sveitarstjórnarkosningunum í vor en fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætli ekki kjósa með breyttu skipulagi. Forseti bæjarstjórnar í Árborg, Helgi S. Haraldsson, segir íbúakosningar á laugardaginn hafa verið undirbúnar vel og vandlega. „Þetta er raunverulega fyrsta alvöru íbúakosningin sem getur orðið bindandi ákvörðun og það var mat manna og yfirkjörstjórnar að benda á þetta þannig að það væri öruggt að þetta væri rétt.“ Aðspurður hvort að bæjarstjórnin hafi sent tilkynninguna á þeim forsendum að þau sjái fram á að brjóta á tjáningarfrelsi eða kosningarétti þeirra sem koma til með að kjósa á laugardaginn svarar Helgi: „Alls ekki, það var bara mat yfirkjörstjórnar okkar að þetta væru tvær spurningar og það mætti svara þeim á hvorn hátt fyrir sig eða skila inn auðu.“
Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fleiri fréttir Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Sjá meira
Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32
Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32