Kyrie Irving sannaði enn á ný mikilvægi sitt fyrir Boston liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 07:30 Kyrie Irving Vísir/Getty Kyrie Irving var aðalmaðurinn á bak við sigur Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Honum var skipt frá Cleveland að eigin ósk síðasta sumar en fyrr um daginn hafði hans gamla félag stokkað upp kapalinn frá því í sumar. Golden State Warriors endaði tveggja leikja taprhrinu sína með sannfærandi sigri á Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers rúllaði upp Oklahoma City Thunder liðinu.Kyrie Irving skoraði 12 af síðustu 17 stigum Boston í 110-104 sigri í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Irving endaði leikinn því með 28 stig en hann var líka með 6 stoðsendingar og 5 fráköst.Jaylen Brown skoraði 18 stig fyrir Boston þar af fimm þeirra í framlengingunni sem Boston vann 12-6. Kyrie kom leiknum í framlengingu þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti og hann setti niður öll þrjú vítin sín. Þá voru aðeins 9,8 sekúndur eftir af venjulegum leiktíma. Wizards-liðið hitti aðeins úr 2 af 12 skotum sínum í framlengingunni og tapaði sínum öðrum leik í röð. Otto Porter var með 27 stig og 11 fráköst fyrir Washington og Bradley Beal bætti við 18 stigum og 9 stoðsendingum. Boston tapaði fyrsta leiknum eftir að Kyrie Irving kom til baka eftir meiðsli en hann ætlaði ekki að láta slíkt koma fyrir aftur. „Hver leikur er lærdómsríkur og þetta var leikur sem okkur fannst við verða að vinna,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn. Þegar hann var spurður út í allan breytingarnar hjá Clevaland var svarið hans stutt: „Ég er í Boston“ Boston hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum og er einn einum leik á undan Toronto Raptors í baráttunni um efsta sætið í austrinu. Toronto vann Boston í leiknum á undan og fylgdi því síðan eftir með sigri á New York Knicks í nótt.Jonas Valanciunas var með 18 stig og 10 fráköst í 113-88 sigri Toronto Raptors á New York Knicks en þetta var fyrsti leikur Knicks liðsins eftir það missti Kristaps Porzingis í krossbandsslit. Michael Beasley skoraði mest fyrir New York eða 21 stig.Stephen Curry og Kevin Durant voru í aðalhlutverki þegar Golden State Warriors endaði tveggja leikja taphrinu sína með 18 stiga sigri á Dallas Mavericks, 121-103. Curry var með 20 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst en Durant skoraði 24 stig, tók 9 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 2 skot. Draymond Green var með 12 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og Klay Thompson hélt upp á 28 ára afmælið sitt með því að skora 18 stig. Nýliðinn Dennis Smith Jr. skoraði 22 stig fyrir Dallas en Dirk Nowitzki var með 16 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta.Los Angeles Lakers vann 25 stiga sigur á Oklahoma City Thunder og Lakers-liðið hefur nú unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum. Brandon Ingram skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar, Julius Randle var með 17 stig og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 20 stig. Paul George skoraði 29 stig fyrir OKC. Russell Westbrook og Carmelo Anthony misstu báðir af leiknum vegna ökklameiðsla og Thunder-liðið mátti greinilega ekki við því. Lakers-liðið hafði sent tvo leikmenn til Cleveland, Jordan Clarkson og Larry Nance Jr en var ekki búið að fá þá Isaiah Thomas og Channing Frye í staðinn.Úrslitin í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Golden State Warriors - Dallas Mavericks 121-103 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 106-81 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 109-103 (97-97) Washington Wizards - Boston Celtics 104-110 (98-98) Toronto Raptors - New York Knicks 113-88 Orlando Magic - Atlanta Hawks 100-98 NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Kyrie Irving var aðalmaðurinn á bak við sigur Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Honum var skipt frá Cleveland að eigin ósk síðasta sumar en fyrr um daginn hafði hans gamla félag stokkað upp kapalinn frá því í sumar. Golden State Warriors endaði tveggja leikja taprhrinu sína með sannfærandi sigri á Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers rúllaði upp Oklahoma City Thunder liðinu.Kyrie Irving skoraði 12 af síðustu 17 stigum Boston í 110-104 sigri í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Irving endaði leikinn því með 28 stig en hann var líka með 6 stoðsendingar og 5 fráköst.Jaylen Brown skoraði 18 stig fyrir Boston þar af fimm þeirra í framlengingunni sem Boston vann 12-6. Kyrie kom leiknum í framlengingu þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti og hann setti niður öll þrjú vítin sín. Þá voru aðeins 9,8 sekúndur eftir af venjulegum leiktíma. Wizards-liðið hitti aðeins úr 2 af 12 skotum sínum í framlengingunni og tapaði sínum öðrum leik í röð. Otto Porter var með 27 stig og 11 fráköst fyrir Washington og Bradley Beal bætti við 18 stigum og 9 stoðsendingum. Boston tapaði fyrsta leiknum eftir að Kyrie Irving kom til baka eftir meiðsli en hann ætlaði ekki að láta slíkt koma fyrir aftur. „Hver leikur er lærdómsríkur og þetta var leikur sem okkur fannst við verða að vinna,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn. Þegar hann var spurður út í allan breytingarnar hjá Clevaland var svarið hans stutt: „Ég er í Boston“ Boston hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum og er einn einum leik á undan Toronto Raptors í baráttunni um efsta sætið í austrinu. Toronto vann Boston í leiknum á undan og fylgdi því síðan eftir með sigri á New York Knicks í nótt.Jonas Valanciunas var með 18 stig og 10 fráköst í 113-88 sigri Toronto Raptors á New York Knicks en þetta var fyrsti leikur Knicks liðsins eftir það missti Kristaps Porzingis í krossbandsslit. Michael Beasley skoraði mest fyrir New York eða 21 stig.Stephen Curry og Kevin Durant voru í aðalhlutverki þegar Golden State Warriors endaði tveggja leikja taphrinu sína með 18 stiga sigri á Dallas Mavericks, 121-103. Curry var með 20 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst en Durant skoraði 24 stig, tók 9 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 2 skot. Draymond Green var með 12 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og Klay Thompson hélt upp á 28 ára afmælið sitt með því að skora 18 stig. Nýliðinn Dennis Smith Jr. skoraði 22 stig fyrir Dallas en Dirk Nowitzki var með 16 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta.Los Angeles Lakers vann 25 stiga sigur á Oklahoma City Thunder og Lakers-liðið hefur nú unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum. Brandon Ingram skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar, Julius Randle var með 17 stig og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 20 stig. Paul George skoraði 29 stig fyrir OKC. Russell Westbrook og Carmelo Anthony misstu báðir af leiknum vegna ökklameiðsla og Thunder-liðið mátti greinilega ekki við því. Lakers-liðið hafði sent tvo leikmenn til Cleveland, Jordan Clarkson og Larry Nance Jr en var ekki búið að fá þá Isaiah Thomas og Channing Frye í staðinn.Úrslitin í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Golden State Warriors - Dallas Mavericks 121-103 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 106-81 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 109-103 (97-97) Washington Wizards - Boston Celtics 104-110 (98-98) Toronto Raptors - New York Knicks 113-88 Orlando Magic - Atlanta Hawks 100-98
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira