Áhyggjuefni hversu marga skorti reynslu 24. júlí 2018 06:00 Ferðafólki hefur fjölgað hratt hérlendis undanfarið. VÍSIR/VILHELM Alltof algengt er að leiðsögumenn og fararstjóra hér landi skorti undirbúning og þjálfun til þess að fara fyrir skipulögðum ferðum, segir Indriði H. Þorláksson, formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna. Hann segir að ítrekað komi upp atvik sem skrifa megi á þekkingarleysi leiðsögumanna en að lítið sé hægt að gera þar sem starfsheitið sé ekki lögverndað. Stjórnvöld sýni þessum málum lítinn áhuga. „Vinnuveitendur geta í raun og veru ráðið því hvaða menn þeir ráða til starfa. Þannig að því miður er það alltof algengt að það séu einhverjir ráðnir til starfsins sem hafa ekki til þess undirbúning, reynslu og þekkingu sem þarf til að sinna því vel,“ segir Indriði. „Þetta sést einnig í sérhæfðum störfum eins og jöklaleiðsögn, þar sem fyrirfinnst fólk sem ekki hefur hlotið til þess þjálfun. Þetta er bæði öryggisatriði og -mál og við í stjórninni höfum miklar áhyggjur, enda má rekja óhöpp til þess að ekki hafi verið nægilega vel að verki staðið.“ Skipulagðar ferðir hafa færst mjög í aukana, en ferðamenn hér á landi hafa aldrei verið fleiri. Indriði segir að erlend ferðaþjónustufyrirtæki hafi sprottið hér hratt upp og að þar sé víða pottur brotinn. „Erlendir aðilar hafa verið að koma hingað í vaxandi mæli; stundum með eigin bílaflota og með eigin erlenda starfsmenn. Þeir eru yfirleitt ekki með neinn þann undirbúning sem er nauðsynlegur,“ segir hann og bætir við að félagið hafi ítrekað bent stjórnvöldum á alvöru málsins og kallað eftir lögverndun starfsheitisins – en ekki haft erindi sem erfiði. Þekkingarlausum leiðsögumönnum fjölgi þannig stöðugt.Indriði Þorláksson.VísirÞórdís K. Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir að stigin hafi verið skref sem miði að því að ná betur utan um starfsemi erlendra aðila. „Samkvæmt nýsamþykktum lögum um Ferðamálastofu sem taka gildi 1. janúar 2019 er lögð skylda á alla sem framkvæma skipulagðar ferðir innan íslensks yfirráðasvæðis að setja sér öryggisáætlanir,“ segir Þórdís. Sú skylda nái til íslenskra jafnt sem erlendra aðila. „Ferðamálastofa hefur heimild til að leggja dagsektir á þá sem ekki framfylgja henni. Þarna verður því um að ræða ákveðið verkfæri til viðbótar þeim sem þegar hafa verið lögfest í þeim tilgangi að allir ferðaþjónustuaðilar hér á landi sitji við sama borð.“ Þá sé löggilding ekki tímabær. „Það sem skiptir máli er að leiðsögn um Ísland sé örugg, góð og lúti settum reglum. Ég er sem fyrr ekki sannfærð um að löggilding leiðsagnarréttinda sé eina leiðin til þess en mun á næstu vikum fara þess á leit við Félag leiðsögumanna og fleiri kunnáttuaðila að við ræðum lausnir til að ná best þeim markmiðum sem við erum öll sammála um.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu jókst milli ára Bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu hafi numið 8,6% árið 2017. Var 8,1% árið 2016 og 6,2% árið 2015. 22. júlí 2018 20:21 Laun hækkað talsvert umfram tekjur Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Icelandair Group er umtalsvert hærri en hjá helstu keppinautum flugfélagsins. Hlutfallið hefur hækkað hratt á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur segir ekkert fyrirtæki ráða við viðlíka kostnaðarhækkanir til lengdar. 19. júlí 2018 06:00 Ferðaþjónustan er komin að þolmörkum Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, segir að laun séu komin að þolmörkum í ferðaþjónustu. Ferðaskipuleggjendur hafa margir hverjir ákveðið að hvíla Ísland á meðan gengið er jafn sterkt og raun ber vitni. Aukinn áhugi er á Íslandi frá NorðurAmeríku og Asíu en þar er sumarfrí styttra. 18. júlí 2018 08:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Alltof algengt er að leiðsögumenn og fararstjóra hér landi skorti undirbúning og þjálfun til þess að fara fyrir skipulögðum ferðum, segir Indriði H. Þorláksson, formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna. Hann segir að ítrekað komi upp atvik sem skrifa megi á þekkingarleysi leiðsögumanna en að lítið sé hægt að gera þar sem starfsheitið sé ekki lögverndað. Stjórnvöld sýni þessum málum lítinn áhuga. „Vinnuveitendur geta í raun og veru ráðið því hvaða menn þeir ráða til starfa. Þannig að því miður er það alltof algengt að það séu einhverjir ráðnir til starfsins sem hafa ekki til þess undirbúning, reynslu og þekkingu sem þarf til að sinna því vel,“ segir Indriði. „Þetta sést einnig í sérhæfðum störfum eins og jöklaleiðsögn, þar sem fyrirfinnst fólk sem ekki hefur hlotið til þess þjálfun. Þetta er bæði öryggisatriði og -mál og við í stjórninni höfum miklar áhyggjur, enda má rekja óhöpp til þess að ekki hafi verið nægilega vel að verki staðið.“ Skipulagðar ferðir hafa færst mjög í aukana, en ferðamenn hér á landi hafa aldrei verið fleiri. Indriði segir að erlend ferðaþjónustufyrirtæki hafi sprottið hér hratt upp og að þar sé víða pottur brotinn. „Erlendir aðilar hafa verið að koma hingað í vaxandi mæli; stundum með eigin bílaflota og með eigin erlenda starfsmenn. Þeir eru yfirleitt ekki með neinn þann undirbúning sem er nauðsynlegur,“ segir hann og bætir við að félagið hafi ítrekað bent stjórnvöldum á alvöru málsins og kallað eftir lögverndun starfsheitisins – en ekki haft erindi sem erfiði. Þekkingarlausum leiðsögumönnum fjölgi þannig stöðugt.Indriði Þorláksson.VísirÞórdís K. Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir að stigin hafi verið skref sem miði að því að ná betur utan um starfsemi erlendra aðila. „Samkvæmt nýsamþykktum lögum um Ferðamálastofu sem taka gildi 1. janúar 2019 er lögð skylda á alla sem framkvæma skipulagðar ferðir innan íslensks yfirráðasvæðis að setja sér öryggisáætlanir,“ segir Þórdís. Sú skylda nái til íslenskra jafnt sem erlendra aðila. „Ferðamálastofa hefur heimild til að leggja dagsektir á þá sem ekki framfylgja henni. Þarna verður því um að ræða ákveðið verkfæri til viðbótar þeim sem þegar hafa verið lögfest í þeim tilgangi að allir ferðaþjónustuaðilar hér á landi sitji við sama borð.“ Þá sé löggilding ekki tímabær. „Það sem skiptir máli er að leiðsögn um Ísland sé örugg, góð og lúti settum reglum. Ég er sem fyrr ekki sannfærð um að löggilding leiðsagnarréttinda sé eina leiðin til þess en mun á næstu vikum fara þess á leit við Félag leiðsögumanna og fleiri kunnáttuaðila að við ræðum lausnir til að ná best þeim markmiðum sem við erum öll sammála um.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu jókst milli ára Bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu hafi numið 8,6% árið 2017. Var 8,1% árið 2016 og 6,2% árið 2015. 22. júlí 2018 20:21 Laun hækkað talsvert umfram tekjur Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Icelandair Group er umtalsvert hærri en hjá helstu keppinautum flugfélagsins. Hlutfallið hefur hækkað hratt á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur segir ekkert fyrirtæki ráða við viðlíka kostnaðarhækkanir til lengdar. 19. júlí 2018 06:00 Ferðaþjónustan er komin að þolmörkum Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, segir að laun séu komin að þolmörkum í ferðaþjónustu. Ferðaskipuleggjendur hafa margir hverjir ákveðið að hvíla Ísland á meðan gengið er jafn sterkt og raun ber vitni. Aukinn áhugi er á Íslandi frá NorðurAmeríku og Asíu en þar er sumarfrí styttra. 18. júlí 2018 08:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu jókst milli ára Bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu hafi numið 8,6% árið 2017. Var 8,1% árið 2016 og 6,2% árið 2015. 22. júlí 2018 20:21
Laun hækkað talsvert umfram tekjur Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Icelandair Group er umtalsvert hærri en hjá helstu keppinautum flugfélagsins. Hlutfallið hefur hækkað hratt á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur segir ekkert fyrirtæki ráða við viðlíka kostnaðarhækkanir til lengdar. 19. júlí 2018 06:00
Ferðaþjónustan er komin að þolmörkum Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, segir að laun séu komin að þolmörkum í ferðaþjónustu. Ferðaskipuleggjendur hafa margir hverjir ákveðið að hvíla Ísland á meðan gengið er jafn sterkt og raun ber vitni. Aukinn áhugi er á Íslandi frá NorðurAmeríku og Asíu en þar er sumarfrí styttra. 18. júlí 2018 08:00