Tveggja og hálfs árs stúlka bíður þess enn að byrja á leikskóla Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. ágúst 2018 05:00 Það skýrist í næstu viku hvernig mun ganga að tryggja mönnun á leikskólum Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Vinnubrögð borgarinnar í leikskólamálunum eru steinaldarleg. Það er alltaf verið að lofa einhverju sem er ekki staðið við. Það þarf að hætta því og fara bara að segja fólki sannleikann. Það er betra að fá réttar upplýsingar um stöðuna þótt það séu slæmar fréttir,“ segir Hrannar Hafsteinsson faðir tveggja og hálfs árs stúlku sem enn er óvíst hvenær getur hafið aðlögun á leikskóla. Eins og fram hefur komið mun heildarstaðan hjá leikskólum Reykjavíkurborgar ekki skýrast að fullu fyrr en á fundi skóla- og frístundaráðs í næstu viku. Það er þó ljóst að margir þeirra 62 leikskóla sem borgin rekur hafa ekki náð að ráða í allar lausar stöður. Hrannar og eiginkona hans, sem búa í Vogahverfi í Reykjavík, sóttu fyrst um fyrir dóttur sína á leikskóla í hverfinu í október 2016. Næsta vor fengu þau svör um að allt væri fullt á viðkomandi leikskóla. Í kjölfarið var dóttir þeirra sett á biðlista þar auk tveggja annarra leikskóla í hverfinu. Staðfesting fékkst frá öðrum hinna leikskólanna á að dóttirin væri efst á biðlistanum. Í ágúst var hún hins vegar dottin niður í ellefta sæti biðlistans og þær skýringar gefnar að kennitala réði röðinni. Ekkert varð því úr leikskóladvöl dótturinnar síðasta vetur, þrátt fyrir að hún hefði náð 18 mánaða aldri í júlí 2017. Það hefur verið stefna borgarinnar frá 2016 að tryggja öllum börnum 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Í apríl síðastliðnum barst foreldrunum svo tilkynning frá borginni um að dóttur þeirra hefði verið úthlutað plássi á leikskólanum sem þau sóttu upphaflega um frá og með haustinu. Þáverandi leikskólastjóri sagði um það leyti að óvissa væri með mönnun í haust en undir eðlilegum kringumstæðum ættu fyrstu börnin að geta byrjað í kringum 20. ágúst, þegar grunnskólarnir hæfust. Hrannari og eiginkonu hans barst svo bréf frá nýjum leikskólastjóra fyrir um viku þar sem fram kom að illa gengi að ráða í lausar stöður og ekki væri hægt að segja til um hvenær aðlögun dóttur þeirra gæti hafist. „Maður skilur ekki af hverju það er ekki löngu byrjað að ráða í lausar stöður þegar biðlistarnir eru sífellt að lengjast,“ segir Hrannar. Þá segir hann kerfið allt of kalt. „Öll samskipti eru í gegnum tölvupóst, af hverju er ekki hægt að taka upp símann? Það er engin þjónusta og ekkert frumkvæði við upplýsingagjöf. Maður þarf að spyrja nákvæmlega út í allt til að fá einhver svör.“ Rúmlega 50 störf á leikskólum voru laus til umsóknar á vef borgarinnar í gær en þau eru væntanlega eitthvað fleiri þar sem umsóknarfrestur gæti verið liðinn í einhverjum tilfellum. Fimm leikskólar auglýstu eftir aðstoðarleikskólastjórum og tíu eftir deildarstjórum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Vinnubrögð borgarinnar í leikskólamálunum eru steinaldarleg. Það er alltaf verið að lofa einhverju sem er ekki staðið við. Það þarf að hætta því og fara bara að segja fólki sannleikann. Það er betra að fá réttar upplýsingar um stöðuna þótt það séu slæmar fréttir,“ segir Hrannar Hafsteinsson faðir tveggja og hálfs árs stúlku sem enn er óvíst hvenær getur hafið aðlögun á leikskóla. Eins og fram hefur komið mun heildarstaðan hjá leikskólum Reykjavíkurborgar ekki skýrast að fullu fyrr en á fundi skóla- og frístundaráðs í næstu viku. Það er þó ljóst að margir þeirra 62 leikskóla sem borgin rekur hafa ekki náð að ráða í allar lausar stöður. Hrannar og eiginkona hans, sem búa í Vogahverfi í Reykjavík, sóttu fyrst um fyrir dóttur sína á leikskóla í hverfinu í október 2016. Næsta vor fengu þau svör um að allt væri fullt á viðkomandi leikskóla. Í kjölfarið var dóttir þeirra sett á biðlista þar auk tveggja annarra leikskóla í hverfinu. Staðfesting fékkst frá öðrum hinna leikskólanna á að dóttirin væri efst á biðlistanum. Í ágúst var hún hins vegar dottin niður í ellefta sæti biðlistans og þær skýringar gefnar að kennitala réði röðinni. Ekkert varð því úr leikskóladvöl dótturinnar síðasta vetur, þrátt fyrir að hún hefði náð 18 mánaða aldri í júlí 2017. Það hefur verið stefna borgarinnar frá 2016 að tryggja öllum börnum 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Í apríl síðastliðnum barst foreldrunum svo tilkynning frá borginni um að dóttur þeirra hefði verið úthlutað plássi á leikskólanum sem þau sóttu upphaflega um frá og með haustinu. Þáverandi leikskólastjóri sagði um það leyti að óvissa væri með mönnun í haust en undir eðlilegum kringumstæðum ættu fyrstu börnin að geta byrjað í kringum 20. ágúst, þegar grunnskólarnir hæfust. Hrannari og eiginkonu hans barst svo bréf frá nýjum leikskólastjóra fyrir um viku þar sem fram kom að illa gengi að ráða í lausar stöður og ekki væri hægt að segja til um hvenær aðlögun dóttur þeirra gæti hafist. „Maður skilur ekki af hverju það er ekki löngu byrjað að ráða í lausar stöður þegar biðlistarnir eru sífellt að lengjast,“ segir Hrannar. Þá segir hann kerfið allt of kalt. „Öll samskipti eru í gegnum tölvupóst, af hverju er ekki hægt að taka upp símann? Það er engin þjónusta og ekkert frumkvæði við upplýsingagjöf. Maður þarf að spyrja nákvæmlega út í allt til að fá einhver svör.“ Rúmlega 50 störf á leikskólum voru laus til umsóknar á vef borgarinnar í gær en þau eru væntanlega eitthvað fleiri þar sem umsóknarfrestur gæti verið liðinn í einhverjum tilfellum. Fimm leikskólar auglýstu eftir aðstoðarleikskólastjórum og tíu eftir deildarstjórum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira