Viðskipti innlent

Birtingin var á bið í fjögur ár

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs.
Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs. Vísir/egill
Fjárfestingarsamningur ríkisstjórnarinnar og Algalíf Iceland ehf. var birtur í B-deild stjórnartíðinda fyrir helgi.

Samningurinn var undirritaður í janúar 2014 og liðu því rúm fjögur ár frá því hann var gerður og þar til hann var birtur. Algalíf Iceland á og rekur smáþörungaverksmiðju. Samkvæmt samningnum er félaginu meðal annars veitt undanþága frá skilyrðum um að íslenskir ríkisborgarar myndi stjórn þess og að íslenskir ríkisborgarar fari með meirihluta atkvæða á hluthafafundi.

Þá er kveðið á um afsláttarkjör á sköttum hér á landi. Í júní 2014 voru samþykkt lög sem veittu þáverandi iðnaðarráðherra heimild til að staðfesta samninginn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.

Í lögunum var kveðið á um að skylt væri að birta umræddan samning. Það hefur loksins verið gert


Tengdar fréttir

Segir mikla vöntun á afurðum þörungsins

Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs, skrifaði í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju í Reykjanesbæ. Verksmiðjan mun kosta um tvo milljarða króna.

Örþörungaverksmiðja rís á Ásbrú

Líftæknifélagið Algalíf, sem er í eigu norska félagsins Nutra-Q, ætlar að byggja upp hátæknivædda örþörungaverksmiðju á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll og verða samningar þar að lútandi undirritaðir í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×