Axel hættur við að vera í fríi og mætir til að verja titilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2018 15:15 Axel Bóasson mætir til Eyja. mynd/gsímyndir.net Íslandsmótið í golfi hefst á Vestmannaeyjavelli á fimmtudaginn en þar verður Haraldur Franklín Magnús í eldlínunni, aðeins sex dögum eftir að ljúka keppni á Opna breska meistaramótinu í Skotlandi. Haraldur hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan að hann sigraði á mótinu árið 2012 þá aðeins tvítugur að aldri en þykir ansi líklegur til afreka miðað við spilamennskuna í sumar. Hann fær þó heldur betur samkeppni því Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili og ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik, hefur ákveðið að vera með eftir að búið var að gefa út að hann myndi ekki taka þátt.Haraldur Franklín var nálægt sínum öðrum titli í fyrra.mynd/gsímyndir.netBörðust um sigurinn í fyrra Axel ætlaði að vera í fríi um næstu helgi, að því fram kemur á Kylfingur.is, en hefur ákveðið að vera með í Eyjum þar sem að hann reynir að verja Íslandsmeistaratitilinn. Axel er tvöfaldur meistari en hann vann einnig árið 2011, ári á undan Haraldi. Þeir félagarnir háðu svakalega baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra sem endaði með því að Axel hafði betur í bráðabana og vann sinn annan Íslandsmeistaratitil. Haraldur og Axel eru ekki einu atvinnumennirnir sem verða með í Eyjum því Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Björnsson og Ólafur Björn Loftsson eru allir skráðir til leiks. Eini atvinnumaðurinn sem ekki tekur þátt er Birgir Leifur Hafþórsson. Golf Tengdar fréttir Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Íslandsmótið í golfi hefst á Vestmannaeyjavelli á fimmtudaginn en þar verður Haraldur Franklín Magnús í eldlínunni, aðeins sex dögum eftir að ljúka keppni á Opna breska meistaramótinu í Skotlandi. Haraldur hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan að hann sigraði á mótinu árið 2012 þá aðeins tvítugur að aldri en þykir ansi líklegur til afreka miðað við spilamennskuna í sumar. Hann fær þó heldur betur samkeppni því Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili og ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik, hefur ákveðið að vera með eftir að búið var að gefa út að hann myndi ekki taka þátt.Haraldur Franklín var nálægt sínum öðrum titli í fyrra.mynd/gsímyndir.netBörðust um sigurinn í fyrra Axel ætlaði að vera í fríi um næstu helgi, að því fram kemur á Kylfingur.is, en hefur ákveðið að vera með í Eyjum þar sem að hann reynir að verja Íslandsmeistaratitilinn. Axel er tvöfaldur meistari en hann vann einnig árið 2011, ári á undan Haraldi. Þeir félagarnir háðu svakalega baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra sem endaði með því að Axel hafði betur í bráðabana og vann sinn annan Íslandsmeistaratitil. Haraldur og Axel eru ekki einu atvinnumennirnir sem verða með í Eyjum því Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Björnsson og Ólafur Björn Loftsson eru allir skráðir til leiks. Eini atvinnumaðurinn sem ekki tekur þátt er Birgir Leifur Hafþórsson.
Golf Tengdar fréttir Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30