Markaðshlutdeild Icelandair minni en helmingur í fyrsta sinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2018 11:15 Markaðshlutdeild Icelandair hefur lækkað umtalsvert á undanförnum árum, samhliða harðnandi samkeppni. Visir/pjetur Allt stefnir í að Icelandair muni í ár, í fyrsta sinn, vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. Fluggreiningarfyrirtækið CAPA áætlar að markaðshlutdeild flugfélagsins verði 47,1 prósent í ár, samanborið við 51,4 prósent í fyrra og rúmlega 80 prósent árið 2012 - árið sem WOW Air tók til starfa. WOW hefur á þeim tíma aukið markaðshlutdeild sína jafnt og þétt. Talið er að hún verði 31,3 prósent í ár en markaðshlutdeild fyrirtækisins var 27,6 prósent í fyrra.Sjá einnig: Kallar á frekari uppstokkunSamanlögð markaðshlutdeild annarra flugfélaga til og frá Íslandi hefur einnig aukist á liðnum árum. Áætlanir CAPA gera ráð fyrir því að hún verði rúmur fimmtungur á þessu ári, samanborið við 15,4 prósent hlutdeild árið 2014. Alls býður 31 flugfélag upp á reglulegt millilandaflug til Keflavíkur í ár. Gert er ráð fyrir því að flugsætum til og frá Íslandi muni að sama skapi fjölga í ár um 13 prósent. Heildarfjöldi flugsæta í lok árs yrði því um 12,1 milljón talsins. Flugsætum Icelandair mun fjölga um 4 prósent í ár og mun heildarfjöldi þeirra í lok árs telja 4,7 milljónir. Það telsti hlutfallslega lítill vöxtur, samanborið við 28 prósent flugsætafjölgun WOW Air á milli ára og 13,3 prósent vöxt annarra flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Spá því að EBITDA Icelandair Group lækki um helming á öðrum fjórðungi Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 12. júlí 2018 06:00 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 WOW Air tapaði 2,4 milljörðum í fyrra Skúli Mogensen segir afkomuna vonbrigði. 13. júlí 2018 15:11 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Allt stefnir í að Icelandair muni í ár, í fyrsta sinn, vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. Fluggreiningarfyrirtækið CAPA áætlar að markaðshlutdeild flugfélagsins verði 47,1 prósent í ár, samanborið við 51,4 prósent í fyrra og rúmlega 80 prósent árið 2012 - árið sem WOW Air tók til starfa. WOW hefur á þeim tíma aukið markaðshlutdeild sína jafnt og þétt. Talið er að hún verði 31,3 prósent í ár en markaðshlutdeild fyrirtækisins var 27,6 prósent í fyrra.Sjá einnig: Kallar á frekari uppstokkunSamanlögð markaðshlutdeild annarra flugfélaga til og frá Íslandi hefur einnig aukist á liðnum árum. Áætlanir CAPA gera ráð fyrir því að hún verði rúmur fimmtungur á þessu ári, samanborið við 15,4 prósent hlutdeild árið 2014. Alls býður 31 flugfélag upp á reglulegt millilandaflug til Keflavíkur í ár. Gert er ráð fyrir því að flugsætum til og frá Íslandi muni að sama skapi fjölga í ár um 13 prósent. Heildarfjöldi flugsæta í lok árs yrði því um 12,1 milljón talsins. Flugsætum Icelandair mun fjölga um 4 prósent í ár og mun heildarfjöldi þeirra í lok árs telja 4,7 milljónir. Það telsti hlutfallslega lítill vöxtur, samanborið við 28 prósent flugsætafjölgun WOW Air á milli ára og 13,3 prósent vöxt annarra flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Spá því að EBITDA Icelandair Group lækki um helming á öðrum fjórðungi Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 12. júlí 2018 06:00 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 WOW Air tapaði 2,4 milljörðum í fyrra Skúli Mogensen segir afkomuna vonbrigði. 13. júlí 2018 15:11 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Spá því að EBITDA Icelandair Group lækki um helming á öðrum fjórðungi Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 12. júlí 2018 06:00
Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43
Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00