Ráðherrar ósammála um sjálfbærni hvalveiða Samúel Karl Ólason skrifar 16. ágúst 2018 12:24 Þann 13. apríl lagði Hafrannsóknastofnunin til að ekki yrðu veiddar fleiri en 217 hrefnur á ári hverju á tímabilinu 2018 til 2025. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann segist sömuleiðis hafa efasemdir um að hagsmunir Íslendinga af nýtingu hvala séu „eins miklir og stundum er haldið fram“. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar. „Ráðherra telur rétt að staldrað verði við, hvalveiðistefna Íslendinga verði endurmetin og málið skoðað heildstætt út frá umhverfissjónarmiðum sem og út frá samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum,“ segir í svarinu.Þorgerður Katrín beindi svipaðri spurningu að Kristjáni Þóri Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fyrr í sumar. Þar sagði Kristján að stefna Íslands í hvalveiðimálum byggði á því að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti, líkt og aðrar auðlindir hafsins. Það byggi á sjálfbærri nýtingu á grunni vísindalegrar ráðgjafar. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem Ísland hefur af sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins hefur stefna stjórnvalda verið sú að standa gegn því að grafið verði undan meginreglunni um sjálfbæra nýtingu sem byggð er á vísindalegri ráðgjöf, þ.m.t. með því að gerðar séu sérstakar undantekningar frá meginreglunni varðandi ákveðna flokka dýra svo sem sjávarspendýr,“ segir í svari Kristjáns frá því í júní.Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir í samtali við Mbl í dag að enginn vafi leiki á því að hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Kvótar séu mjög varfærnislega ákvarðaðir og að baki liggi mikil úttektarvinna hjá vísindanefnd alþjóðahvalveiðiráðsins og vísindanefnd Norður-Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins. Þann 13. apríl lagði Hafrannsóknastofnunin til að ekki yrðu veiddar fleiri en 217 hrefnur á ári hverju á tímabilinu 2018 til 2025.„Í skýrslu vísindanefndar NAMMCO frá haustinu 2017, sem byggir á úttekt alþjóða hvalveiðiráðsins, er lagt til að árlegar veiðar á hrefnu nemi að hámarki 217 dýrum á tímabilinu 2018-2025. Byggir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar á þeirri vinnu,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. Hvalveiðar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann segist sömuleiðis hafa efasemdir um að hagsmunir Íslendinga af nýtingu hvala séu „eins miklir og stundum er haldið fram“. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar. „Ráðherra telur rétt að staldrað verði við, hvalveiðistefna Íslendinga verði endurmetin og málið skoðað heildstætt út frá umhverfissjónarmiðum sem og út frá samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum,“ segir í svarinu.Þorgerður Katrín beindi svipaðri spurningu að Kristjáni Þóri Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fyrr í sumar. Þar sagði Kristján að stefna Íslands í hvalveiðimálum byggði á því að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti, líkt og aðrar auðlindir hafsins. Það byggi á sjálfbærri nýtingu á grunni vísindalegrar ráðgjafar. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem Ísland hefur af sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins hefur stefna stjórnvalda verið sú að standa gegn því að grafið verði undan meginreglunni um sjálfbæra nýtingu sem byggð er á vísindalegri ráðgjöf, þ.m.t. með því að gerðar séu sérstakar undantekningar frá meginreglunni varðandi ákveðna flokka dýra svo sem sjávarspendýr,“ segir í svari Kristjáns frá því í júní.Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir í samtali við Mbl í dag að enginn vafi leiki á því að hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Kvótar séu mjög varfærnislega ákvarðaðir og að baki liggi mikil úttektarvinna hjá vísindanefnd alþjóðahvalveiðiráðsins og vísindanefnd Norður-Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins. Þann 13. apríl lagði Hafrannsóknastofnunin til að ekki yrðu veiddar fleiri en 217 hrefnur á ári hverju á tímabilinu 2018 til 2025.„Í skýrslu vísindanefndar NAMMCO frá haustinu 2017, sem byggir á úttekt alþjóða hvalveiðiráðsins, er lagt til að árlegar veiðar á hrefnu nemi að hámarki 217 dýrum á tímabilinu 2018-2025. Byggir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar á þeirri vinnu,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.
Hvalveiðar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira