Innlent

Finnur Yngvi nýr sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Finnur Yngvi Kristinsson.
Finnur Yngvi Kristinsson. Mynd/Eyjafjarðarsveit
Finnur Yngvi Kristinsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit. Ráðning Finns var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í dag. Þetta kemur fram í frétt á vef sveitarfélagsins.

Finnur lauk BS námi í viðskiptafræði ásamt MBA námi í verkefnisstjórnun frá Arizonaí Bandaríkjunum árið 2008 og hefur frá því verið búsettur á Siglufirði þar sem hann hefur ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Maríu Róbertsdóttur, leitt rekstur og uppbyggingu Rauðku ehf., sem á meðal annars og rekur Sigló Hótel og veitingastaðina Hannes Boy og Kaffi Rauðku.

Finnur Yngvi er einnig rafvirkjameistari og menntaður raf- og rekstrariðnfræðingur frá Tækniháskóla Íslands.

Finnur er 39 ára og á þrjú börn með áðurnefndri eiginkonu sinni, Sigríði Maríu. Finnur var valinn úr hópi 22 umsækjenda og hefur störf í byrjun september. Hann tekur við starfinu af Ólafi Rúnari Ólafssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×