Innlent

Hvalur 9 vélarvana í Hvalfirði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hvalur 9 í Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum árum.
Hvalur 9 í Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum árum. fréttablaðið/stefán
Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú á leið til Hvalfjarðar til að draga hvalveiðiskipið Hval 9 til hafnar en skipið varð vélarvana út af Grundartanga fyrr í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni barst tilkynning um málið klukkan 13:40. Voru litlir björgunarbátar sem og dráttarbáturinn Magni sendir af stað frá Reykjavík þar sem varðskip Gæslunnar var statt í Helguvík og er nú á leið þaðan.

Lítil hætta er á ferðum þar sem skipið rekur lítið, samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni.

Fyrr í mánuðinum varð vélarbilun í hvalveiðiskipinu Hval 8 og dró þá Magni skipið inn Hvalfjörð.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Segir hvalveiðimenn með góða samvisku og sofa vel

Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×