Svaraði fyrir refsileysi Benalla Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júlí 2018 06:00 Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakka, svaraði spurningum þingmanna í gær um mál Alexandre Benalla, áður starfsmanns forseta. Hér er hann með Emmanuel Macron, Frakklandsforseta. Vísir/Getty Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, mætti í gær fyrir þingnefnd þar sem hann var spurður spjörunum úr um mál Alexandre Benalla, sem náðist á myndband við að ganga í skrokk á mótmælendum þann 1. maí síðastliðinn, klæddur sem lögreglumaður. Franska forsetaembættið tilkynnti á föstudag um uppsögn Benalla en hann var yfirmaður öryggismála hjá Emmanuel Macron forseta, bæði fyrir og eftir kosningar. Franska blaðið Le Monde birti myndbandið síðastliðinn miðvikudag. Benalla var upphaflega sendur í tveggja vikna leyfi og færður til í starfi. Málið var ekki tilkynnt til saksóknara. Þetta meinta refsileysi varð til þess að meðal annars formaður franskra Repúblikana sakaði Macron-stjórnina um yfirhylmingu og sósíalistar sögðu að greinilega giltu aðrar reglur um vini forsetans en almenning.Alexandre Benalla ásamt Frakklandsforseta.Vísir/gettyÁkvörðun um að reka Benalla var loks tekin eftir að upp komst að hann hefði, í slagtogi við lögreglumenn, reynt að komast yfir og eyða upptökum úr öryggismyndavélum. Benalla er nú til rannsóknar hjá lögreglu og hefur verið kærður fyrir líkamsárás, að þykjast vera lögreglumaður og fyrrnefndan glæp. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að Collomb segi af sér vegna málsins. Hann sagði þingnefndinni í gær að innanríkisráðuneytið hefði tilkynnt bæði forsetaembættinu og lögreglu um málið. „Það var þeirra mál að bregðast við,“ sagði hann og bætti því við að það væri ekki í hans verkahring að upplýsa saksóknara. Þá fordæmdi Collomb gjörðir Benalla harðlega. Benalla átti að fylgjast með störfum lögreglu 1. maí en ljóst þykir, af myndbandinu að dæma, að hann fór yfir strikið. Collomb sagði þingmönnum í gær að hann hefði ekki verið upplýstur um að Benalla ætti að fylgjast með lögreglu. Með honum á vettvangi var Vincent Crase, öryggisstarfsmaður En Marche, flokks Macrons. Hann hefur sömuleiðis verið kærður fyrir líkamsárás. Franska þingið hefur stokkið á málið og hafa báðar deildir þingsins fyrirskipað rannsókn á því. Áform ríkisstjórnarinnar um að taka fyrir stjórnlagafrumvarp á þinginu fóru út um þúfur þar sem mál Benalla var sett í forgang. En þótt málið sé í forgangi á þinginu og þrátt fyrir ítarlega umfjöllun svo gott sem allra franskra fjölmiðla hefur ekki enn heyrst eitt orð frá forsetanum sjálfum. „Ef Macron gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum í bráð verður Benalla-málið að Macron-málinu,“ sagði Marine Le Pen, leiðtogi þjóðernispopúlíska flokksins Þjóðfylkingarinnar, á Twitter. Macron hefur fyrirskipað uppstokkun í starfsliði sínu og rætt málið við ráðherra. Þá hafa franskir miðlar haft eftir heimildarmönnum að Macron telji atvikið óásættanlegt og að hann heiti því að refsað verði fyrir brotið. Slæm tímasetning Ljóst er að málið kemur sér afar illa fyrir Macron sem hét því í kosningabaráttunni að endurreisa virðingu forsetaembættisins. Hann mælist nú með stuðning 39 prósenta Frakka en 59 prósent segjast óánægð með störf hans. Stjórnmálaskýrendum þykir líklegt að málið verði til þess að Macron njóti ekki góðs af sigri Frakka á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla, líkt og Jacques Chirac gerði árið 1998. Tregða hans til að tjá sig um málið opinberlega þykir heldur ekki til þess fallin að auka vinsældirnar en hann hefur ítrekað verið sakaður um elítisma, meðal annars vegna kaupa á sex milljóna króna sparistelli fyrir forsetahöllina og áforma um að byggja sundlaug við sumarhús forseta. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Emmanuel Macron sakaður um að hylma yfir ofbeldi öryggisvarðar síns Öryggisvörður Emmanuel Macron Frakklandsforseta var færður í varðhald í morgun eftir að myndband af honum birtist í fjölmiðlum í vikunni þar sem hann sést beita tvo mótmælendur ofbeldi í einkennisklæðum lögreglumanns. 20. júlí 2018 15:29 Öryggisvörður Macron ákærður Alexandre Benalla, Fyrrverandi öryggisvörður og aðstoðarmaður Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur verið ákærður fyrir ofbeldi, ólöglegan burð lögreglumerkis og þrjá aðra glæpi. 22. júlí 2018 23:15 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, mætti í gær fyrir þingnefnd þar sem hann var spurður spjörunum úr um mál Alexandre Benalla, sem náðist á myndband við að ganga í skrokk á mótmælendum þann 1. maí síðastliðinn, klæddur sem lögreglumaður. Franska forsetaembættið tilkynnti á föstudag um uppsögn Benalla en hann var yfirmaður öryggismála hjá Emmanuel Macron forseta, bæði fyrir og eftir kosningar. Franska blaðið Le Monde birti myndbandið síðastliðinn miðvikudag. Benalla var upphaflega sendur í tveggja vikna leyfi og færður til í starfi. Málið var ekki tilkynnt til saksóknara. Þetta meinta refsileysi varð til þess að meðal annars formaður franskra Repúblikana sakaði Macron-stjórnina um yfirhylmingu og sósíalistar sögðu að greinilega giltu aðrar reglur um vini forsetans en almenning.Alexandre Benalla ásamt Frakklandsforseta.Vísir/gettyÁkvörðun um að reka Benalla var loks tekin eftir að upp komst að hann hefði, í slagtogi við lögreglumenn, reynt að komast yfir og eyða upptökum úr öryggismyndavélum. Benalla er nú til rannsóknar hjá lögreglu og hefur verið kærður fyrir líkamsárás, að þykjast vera lögreglumaður og fyrrnefndan glæp. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að Collomb segi af sér vegna málsins. Hann sagði þingnefndinni í gær að innanríkisráðuneytið hefði tilkynnt bæði forsetaembættinu og lögreglu um málið. „Það var þeirra mál að bregðast við,“ sagði hann og bætti því við að það væri ekki í hans verkahring að upplýsa saksóknara. Þá fordæmdi Collomb gjörðir Benalla harðlega. Benalla átti að fylgjast með störfum lögreglu 1. maí en ljóst þykir, af myndbandinu að dæma, að hann fór yfir strikið. Collomb sagði þingmönnum í gær að hann hefði ekki verið upplýstur um að Benalla ætti að fylgjast með lögreglu. Með honum á vettvangi var Vincent Crase, öryggisstarfsmaður En Marche, flokks Macrons. Hann hefur sömuleiðis verið kærður fyrir líkamsárás. Franska þingið hefur stokkið á málið og hafa báðar deildir þingsins fyrirskipað rannsókn á því. Áform ríkisstjórnarinnar um að taka fyrir stjórnlagafrumvarp á þinginu fóru út um þúfur þar sem mál Benalla var sett í forgang. En þótt málið sé í forgangi á þinginu og þrátt fyrir ítarlega umfjöllun svo gott sem allra franskra fjölmiðla hefur ekki enn heyrst eitt orð frá forsetanum sjálfum. „Ef Macron gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum í bráð verður Benalla-málið að Macron-málinu,“ sagði Marine Le Pen, leiðtogi þjóðernispopúlíska flokksins Þjóðfylkingarinnar, á Twitter. Macron hefur fyrirskipað uppstokkun í starfsliði sínu og rætt málið við ráðherra. Þá hafa franskir miðlar haft eftir heimildarmönnum að Macron telji atvikið óásættanlegt og að hann heiti því að refsað verði fyrir brotið. Slæm tímasetning Ljóst er að málið kemur sér afar illa fyrir Macron sem hét því í kosningabaráttunni að endurreisa virðingu forsetaembættisins. Hann mælist nú með stuðning 39 prósenta Frakka en 59 prósent segjast óánægð með störf hans. Stjórnmálaskýrendum þykir líklegt að málið verði til þess að Macron njóti ekki góðs af sigri Frakka á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla, líkt og Jacques Chirac gerði árið 1998. Tregða hans til að tjá sig um málið opinberlega þykir heldur ekki til þess fallin að auka vinsældirnar en hann hefur ítrekað verið sakaður um elítisma, meðal annars vegna kaupa á sex milljóna króna sparistelli fyrir forsetahöllina og áforma um að byggja sundlaug við sumarhús forseta.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Emmanuel Macron sakaður um að hylma yfir ofbeldi öryggisvarðar síns Öryggisvörður Emmanuel Macron Frakklandsforseta var færður í varðhald í morgun eftir að myndband af honum birtist í fjölmiðlum í vikunni þar sem hann sést beita tvo mótmælendur ofbeldi í einkennisklæðum lögreglumanns. 20. júlí 2018 15:29 Öryggisvörður Macron ákærður Alexandre Benalla, Fyrrverandi öryggisvörður og aðstoðarmaður Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur verið ákærður fyrir ofbeldi, ólöglegan burð lögreglumerkis og þrjá aðra glæpi. 22. júlí 2018 23:15 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Emmanuel Macron sakaður um að hylma yfir ofbeldi öryggisvarðar síns Öryggisvörður Emmanuel Macron Frakklandsforseta var færður í varðhald í morgun eftir að myndband af honum birtist í fjölmiðlum í vikunni þar sem hann sést beita tvo mótmælendur ofbeldi í einkennisklæðum lögreglumanns. 20. júlí 2018 15:29
Öryggisvörður Macron ákærður Alexandre Benalla, Fyrrverandi öryggisvörður og aðstoðarmaður Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur verið ákærður fyrir ofbeldi, ólöglegan burð lögreglumerkis og þrjá aðra glæpi. 22. júlí 2018 23:15