Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 35-21 │ Kjúklingarnir kaffærðir að Ásvöllum Benedikt Grétarsson skrifar 12. febrúar 2018 20:45 Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, var í stuði einu sinni sem oftar í kvöld. vísir/anton Haukar halda áfram góðu gengi sínu í Olísdeild karla. Haukar mættu Aftureldingu að Ásvöllum í kvöld og unnu stórsigur, 35-21. Staðan í hálfleik var 17-14 Haukum í vil. Hákon Daði Styrmisson skoraði sjö mörk fyrir Hauka en Mikk Pinnonen var markahæstur gestanna með sex mörk Afturelding skoraði fyrsta markið og í markinu byrjaði Kolbeinn Aron af miklum krafti. Sérstaklega gerði Kolbeinn sínum gamla félaga úr Vestmannaeyjum, Hákoni Daða Styrmissyni lífið leitt og var hreinlega með hornamanninn í vasanum. Árni Þór Sigtryggsson skipti yfir til Hauka fyrir skömmu frá Val og hann kom af miklum krafti inn í leikinn á lokakafla fyrri hálfleiks. Árni skoraði þá þrjú mörk í röð fyrir Hauka og sýndi að hann gæti reynst góð búbót í komandi átökum. Þetta framlag Árna hjálpaði Haukum að hafa þriggja marka forystu að loknum fyrri hálfleik og bjuggust eflaust margir við jafnri viðureign til enda. Sú varð þó ekki raunin. Haukar hófu seinni hálfleik af gríðarlegum krafti og 10-2 kafli heimamanna skilaði forystu sem ekki yrði mögulegt að brúa fyrir Mosfellinga. Haukar róteruðu vel sínum leikmannahópi og allir leikmenn liðsins skiluðu góðu framlagi til liðsins. Fjórtán marka sigur Hauka staðreynd og í raun fátt um leikinn meira að segja, slíkir voru yfirburðirnir.Af hverju unnu Haukar leikinn? Eftir jafnan fyrri hálfleik, skelltu Haukar í lás varnarlega og Björgvin Páll stóð vaktina ágætlega í markinu. Mörg skota Aftureldingar voru illa ígrunduð og landsliðsmarkvörðurinn komst í sannkallað hlaðborð með glæsisendingum fram völlinn sem skiluðu góðum mörkum. Haukar hafa breiðari og betri hóp og það sýndi sig í seinni hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Allt lið Hauka verðskuldar hrós fyrir þennan leik. Menn héldu fókus allan tímann og gáfu gestunum aldrei tækifæri að minnka muninn. Árni Þór Sigtryggsson lék vel í vörn og sókn, Daníel var ógnandi og Andri átti flotta innkomu í markið. Hjá Aftureldingu var Kolbeinn Aron Ingibjargarson eini leikmaðurinn sem getur borið höfuðið hátt.Hvað gekk illa? Það gekk afskaplega illa fyrir markamaskínuna Hákon Daða Styrmisson að finna leið framhjá Eyjamanninum í markinu. Það gekk reyndar svo illa að Hákon var settur í smá kælingu til að ná áttum. Það gekk líka ansi illa hjá gestunum að skora mörk í seinni hálfleik. Þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, var Afturelding aðeins komin með fjögur mörk og allt í rugli hhjá Mosfellingum.Hvað gerist næst? Haukar fara yfir Hellisheiðiina og mæta sterku liði Selfyssinga. Miðað við leikmennina sem eru í liðunum, eigum við von á rosalegum slag fyrir austan. Afturelding tekur á móti Gróttu í Mosfellsbæ og þar er um mikilvægan leik að ræða. Það má reyndar segja um alla leiki í Olísdeildinni. Mosfellingar þurfa að gera betur en í kvöld, það er ljóstGunnar: Þetta er lúxusvandamál Gunnar Magnússon var auðvitað kátur eftir fjórtán marka sigur Hauka gegn Aftureldingu í kvöld. Þjálfarinn hrósaði sínum mönnum í hástert. „Þetta var bara mjög gott hjá okkur í kvöld. Ég var reyndar ekkert sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem við vorum að fara illa með nokkur hraðupphlaup en í seinni hálfleik var vörnin traust og þar með fóru að detta inn mörg auðveld mörk.“ Það var alveg sama hver kom inn á völlinn hjá Haukum, allir skiluðu flottu framlagi. Gunnar er ánægður með breiddina sem býr í leikmannahópi Hauka. „Þetta gleður mig auðvitað mikið og er gríðarlega mikilvægt upp á framhaldið, að geta hreyft hópinn vel og fengið framlag frá sem flestum. Við þurfum bara að halda áfram á sömu braut og þá lýst mér bara vel á framhaldið hjá okkur,“ sagði Gunnar. Leikmannahópur Hauka er ansi breiður og í kvöld þurfti Þórður Rafn Guðmundsson að sætta sig við að vera utan hóps, þrátt fyrir fína frammistöðu í síðasta leik. Var Gunnar nokkuð orðinn stressaður að hafa bara tekið einn vinstri hornamann í liðið, í ljósi þess að Hákon Daði Styrmisson átti erfitt uppdráttar gegn Kolbeini í marki Aftureldingar? „Nei nei, við áttum svo sem önnur úrræði ef þetta færi allt úrskeiðis en þetta var bara fínt. Það er bara lúxusvandamál fyrir mig sem þjálfara að hafa svona góðan hóp og ég ætla ekki að fara að kvarta yfir því,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka.Einar: Þetta má ekki gegn Haukum „Eftir ágætan fyrri hálfleik, þá keyra þeir bara yfir okkur í seinni hálfleik og við eigum bara engin svör í vörn og sókn,“ sagði vonsvikinn Einar Andri Einarsson eftir stórt tap Aftureldingar gegn Haukum í Olísdeild karla í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var einmitt ágætur hjá Mosfellingum en skelfileg byrjun á þeim seinni, setti liðið í vonlausa stöðu gegn sterkum andstæðingi. „Við erum að skjóta úr erfiðum færum og það gefur bara Björgvini Pál endalaus færi á sendingum fram völlinn og auðveldum mörkum frá Haukum. Það er alltaf mikilvægt að spila af skynsemi en ef þú gerir það ekki gegn jafn sterku liði og Haukum, er ekki von á góðu.“ Eitthvað jákvætt sem þjálfarinn getur tekið úr þessum leik? „Mér fannst Kolbeinn vera að verja vel, miðað við þá vörn sem stóð fyrir framan hann. Það þarf bara góða frammistöðu frá liðinu í heild og því miður gekk það ekki eftir í kvöld. Við reynum að einblína á það sem þó gekk vel og taka það með okkur í næsta leik,“ sagði furðu brattur Einar Andri Einarsson. Olís-deild karla
Haukar halda áfram góðu gengi sínu í Olísdeild karla. Haukar mættu Aftureldingu að Ásvöllum í kvöld og unnu stórsigur, 35-21. Staðan í hálfleik var 17-14 Haukum í vil. Hákon Daði Styrmisson skoraði sjö mörk fyrir Hauka en Mikk Pinnonen var markahæstur gestanna með sex mörk Afturelding skoraði fyrsta markið og í markinu byrjaði Kolbeinn Aron af miklum krafti. Sérstaklega gerði Kolbeinn sínum gamla félaga úr Vestmannaeyjum, Hákoni Daða Styrmissyni lífið leitt og var hreinlega með hornamanninn í vasanum. Árni Þór Sigtryggsson skipti yfir til Hauka fyrir skömmu frá Val og hann kom af miklum krafti inn í leikinn á lokakafla fyrri hálfleiks. Árni skoraði þá þrjú mörk í röð fyrir Hauka og sýndi að hann gæti reynst góð búbót í komandi átökum. Þetta framlag Árna hjálpaði Haukum að hafa þriggja marka forystu að loknum fyrri hálfleik og bjuggust eflaust margir við jafnri viðureign til enda. Sú varð þó ekki raunin. Haukar hófu seinni hálfleik af gríðarlegum krafti og 10-2 kafli heimamanna skilaði forystu sem ekki yrði mögulegt að brúa fyrir Mosfellinga. Haukar róteruðu vel sínum leikmannahópi og allir leikmenn liðsins skiluðu góðu framlagi til liðsins. Fjórtán marka sigur Hauka staðreynd og í raun fátt um leikinn meira að segja, slíkir voru yfirburðirnir.Af hverju unnu Haukar leikinn? Eftir jafnan fyrri hálfleik, skelltu Haukar í lás varnarlega og Björgvin Páll stóð vaktina ágætlega í markinu. Mörg skota Aftureldingar voru illa ígrunduð og landsliðsmarkvörðurinn komst í sannkallað hlaðborð með glæsisendingum fram völlinn sem skiluðu góðum mörkum. Haukar hafa breiðari og betri hóp og það sýndi sig í seinni hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Allt lið Hauka verðskuldar hrós fyrir þennan leik. Menn héldu fókus allan tímann og gáfu gestunum aldrei tækifæri að minnka muninn. Árni Þór Sigtryggsson lék vel í vörn og sókn, Daníel var ógnandi og Andri átti flotta innkomu í markið. Hjá Aftureldingu var Kolbeinn Aron Ingibjargarson eini leikmaðurinn sem getur borið höfuðið hátt.Hvað gekk illa? Það gekk afskaplega illa fyrir markamaskínuna Hákon Daða Styrmisson að finna leið framhjá Eyjamanninum í markinu. Það gekk reyndar svo illa að Hákon var settur í smá kælingu til að ná áttum. Það gekk líka ansi illa hjá gestunum að skora mörk í seinni hálfleik. Þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, var Afturelding aðeins komin með fjögur mörk og allt í rugli hhjá Mosfellingum.Hvað gerist næst? Haukar fara yfir Hellisheiðiina og mæta sterku liði Selfyssinga. Miðað við leikmennina sem eru í liðunum, eigum við von á rosalegum slag fyrir austan. Afturelding tekur á móti Gróttu í Mosfellsbæ og þar er um mikilvægan leik að ræða. Það má reyndar segja um alla leiki í Olísdeildinni. Mosfellingar þurfa að gera betur en í kvöld, það er ljóstGunnar: Þetta er lúxusvandamál Gunnar Magnússon var auðvitað kátur eftir fjórtán marka sigur Hauka gegn Aftureldingu í kvöld. Þjálfarinn hrósaði sínum mönnum í hástert. „Þetta var bara mjög gott hjá okkur í kvöld. Ég var reyndar ekkert sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem við vorum að fara illa með nokkur hraðupphlaup en í seinni hálfleik var vörnin traust og þar með fóru að detta inn mörg auðveld mörk.“ Það var alveg sama hver kom inn á völlinn hjá Haukum, allir skiluðu flottu framlagi. Gunnar er ánægður með breiddina sem býr í leikmannahópi Hauka. „Þetta gleður mig auðvitað mikið og er gríðarlega mikilvægt upp á framhaldið, að geta hreyft hópinn vel og fengið framlag frá sem flestum. Við þurfum bara að halda áfram á sömu braut og þá lýst mér bara vel á framhaldið hjá okkur,“ sagði Gunnar. Leikmannahópur Hauka er ansi breiður og í kvöld þurfti Þórður Rafn Guðmundsson að sætta sig við að vera utan hóps, þrátt fyrir fína frammistöðu í síðasta leik. Var Gunnar nokkuð orðinn stressaður að hafa bara tekið einn vinstri hornamann í liðið, í ljósi þess að Hákon Daði Styrmisson átti erfitt uppdráttar gegn Kolbeini í marki Aftureldingar? „Nei nei, við áttum svo sem önnur úrræði ef þetta færi allt úrskeiðis en þetta var bara fínt. Það er bara lúxusvandamál fyrir mig sem þjálfara að hafa svona góðan hóp og ég ætla ekki að fara að kvarta yfir því,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka.Einar: Þetta má ekki gegn Haukum „Eftir ágætan fyrri hálfleik, þá keyra þeir bara yfir okkur í seinni hálfleik og við eigum bara engin svör í vörn og sókn,“ sagði vonsvikinn Einar Andri Einarsson eftir stórt tap Aftureldingar gegn Haukum í Olísdeild karla í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var einmitt ágætur hjá Mosfellingum en skelfileg byrjun á þeim seinni, setti liðið í vonlausa stöðu gegn sterkum andstæðingi. „Við erum að skjóta úr erfiðum færum og það gefur bara Björgvini Pál endalaus færi á sendingum fram völlinn og auðveldum mörkum frá Haukum. Það er alltaf mikilvægt að spila af skynsemi en ef þú gerir það ekki gegn jafn sterku liði og Haukum, er ekki von á góðu.“ Eitthvað jákvætt sem þjálfarinn getur tekið úr þessum leik? „Mér fannst Kolbeinn vera að verja vel, miðað við þá vörn sem stóð fyrir framan hann. Það þarf bara góða frammistöðu frá liðinu í heild og því miður gekk það ekki eftir í kvöld. Við reynum að einblína á það sem þó gekk vel og taka það með okkur í næsta leik,“ sagði furðu brattur Einar Andri Einarsson.