Húrra fyrir Strætó-Stellu Pawel Bartoszek skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Árið 2011 var ég fundarstjóri á ráðstefnunni „Hjólum til framtíðar“. Af því tilefni setti ég fram litla áskorun. Ég lofaði verðlaunum, rauðvínsflösku að því er mig minnir, handa hverjum þeim íslenska kvikmyndagerðarmanni sem myndi sýna persónu í kvikmynd eða sjónvarpsþætti í strætó, í öðrum tilgangi en þeim að undirstrika mikið harma- og hnignunarskeið sem persónan væri að ganga í gegnum. Ætli ég hafi ekki verið undir áhrifum hinna annars prýðilega skemmtilegu þátta um Hlemmavídeó, þegar ég sagði þetta. Í þeim þáttum tekur aðalsöguhetjan, leikin af Pétri Jóhanni, strætó í fyrsta þættinum og er í skítnum en nær svo fljótlega að verða sér úti um einhverja þrjátíu ára bíldruslu. Það er þá væntanlega til marks um það að söguhetjan hafi náð örlítilli viðspyrnu frá botninum. Svona eru dæmin vafalaust fleiri. Enginn badass íslenskrar kvikmyndasögu hefur nokkurn tímann slúttað samtali með: „Má ekki vera að þessu! Ásinn er að fara!“ Enginn söguþráður spennumyndar hefur snúist um það að skiptimiðinn væri að renna út. Eða að fjarkinn væri seinn og þristurinn í Mjóddinni gæti ekki beðið lengur. Enginn gamanþáttur hefur gengið út á hóp ungmenna sem taka saman fimmuna úr Árbænum á hverjum morgni. Strætó hefur oftast táknað persónulega eymd. Ég held hins vegar að ég verði að fara að greiða út rauðvínsflöskuna til handritshöfunda þáttanna um Stellu Blómkvist. Stella nefnilega tekur strætó, ekki bara og ekki alltaf, en þegar hún er látin gera það virðist það ekki einungis vera til þess að benda á að hún sé fátæk, geðsjúk eða búin að missa prófið. Kannski er þetta ekki enn orðið töffaraeinkenni í sjálfu sér, kannski er þetta frekar hluti af þeirri persónusköpun Stellu að gera hana flippaða og öðruvísi. En ég þigg alltaf „flippað og öðruvísi“ fram yfir „á rosa bágt“. Ég skal játa það – ég held varla vatni yfir Stellu Blómkvist þáttunum. Heiðu Reed tekst að koma krefjandi hlutverki Stellu frábærlega til skila. Já, ég segi krefjandi vegna þess að Stella er í grunninn svona týpupersóna sem búið er að hlaða á ýmsum tiltölulega klisjukenndum persónueinkennum (hún er reykjandi töffara-dóna-lögfræðingur) og útkoman hefði mjög auðveldlega getað orðið fullkomlega einvíð. En stærsta afrek þeirra sem að þáttunum standa er einmitt að þeim hefur tekist að gera persónuna og sögusviðið trúverðugt. Fljótt á litið kann það að virka ansi mikið rugl að halda því fram að sögusviðið sé trúverðugt. Þættirnir gerast á Íslandi þar sem krónan hefur vikið fyrir dollaranum og Kínverjar hafa gríðarleg ítök, hafa eignast stóran hluta Norðausturlands, Hamraborgin er Kínahverfi og gamla seðlabankabyggingin er komin með nýtt hlutverk: Þar er starfrækt íturvaxið kínverskt sendiráð. Án þess að maður opinberi of mikið um efni þáttanna þá eru kínversk ítök og afskipti ákveðið þema. Þegar maður horfir á þáttinn með íslenskum gleraugum þá getur margt af þessu kannski virkað fremur asnalegt. En við getum leyft okkur að hugsa: hvernig væri það ef menn myndu dag einn hringja í íslensku lögregluna en einhver önnur lögregla en íslensk myndi mæta á staðinn? Eða að sú íslenska myndi mæta en myndi í reynd lúta erlendu boðvaldi? Þrátt fyrir að það kunni að hljóma fáránlega eru þættirnir um Stellu Blómkvist tiltölulega trúverðugur pólitískur vísindaskáldskapur. Sem betur fer hafa fáir Íslendingar upplifað það að búa í leppríki. En þættirnir koma því ástandi ágætlega til skila: Hið erlenda ríkisvald er ekki endilega alltumlykjandi eða með fingurna í öllu. En stundum mætir það á svæðið og trompar hið innlenda. Lætur fólk hverfa, kemur í veg fyrir að hlutir séu sagðir sem því eru ekki þóknanlegir. Lokar af svæðum fyrir sjálft sig og hleypir innlenda ríkisvaldinu ekki inn. Lætur breyta lögum í eigin þágu og kemur fyrir útsendurum á mikilvægum stöðum. Ekki veit ég hvort Stellu Blómkvist verði minnst sem tímamótaverks í íslenskri kvikmyndagerð en hún á það skilið. Fólk tók fremur djúpsteikt hráefni en gerði aldrei grín að því heldur tók það alvarlega. Fullveldispælingarnar eru skemmtilegar án þess að vera predikandi. Já, og síðast en ekki síst: Stella á skilið þakkir fyrir hafa loksins gert strætó kúl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pawel Bartoszek Samgöngur Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Árið 2011 var ég fundarstjóri á ráðstefnunni „Hjólum til framtíðar“. Af því tilefni setti ég fram litla áskorun. Ég lofaði verðlaunum, rauðvínsflösku að því er mig minnir, handa hverjum þeim íslenska kvikmyndagerðarmanni sem myndi sýna persónu í kvikmynd eða sjónvarpsþætti í strætó, í öðrum tilgangi en þeim að undirstrika mikið harma- og hnignunarskeið sem persónan væri að ganga í gegnum. Ætli ég hafi ekki verið undir áhrifum hinna annars prýðilega skemmtilegu þátta um Hlemmavídeó, þegar ég sagði þetta. Í þeim þáttum tekur aðalsöguhetjan, leikin af Pétri Jóhanni, strætó í fyrsta þættinum og er í skítnum en nær svo fljótlega að verða sér úti um einhverja þrjátíu ára bíldruslu. Það er þá væntanlega til marks um það að söguhetjan hafi náð örlítilli viðspyrnu frá botninum. Svona eru dæmin vafalaust fleiri. Enginn badass íslenskrar kvikmyndasögu hefur nokkurn tímann slúttað samtali með: „Má ekki vera að þessu! Ásinn er að fara!“ Enginn söguþráður spennumyndar hefur snúist um það að skiptimiðinn væri að renna út. Eða að fjarkinn væri seinn og þristurinn í Mjóddinni gæti ekki beðið lengur. Enginn gamanþáttur hefur gengið út á hóp ungmenna sem taka saman fimmuna úr Árbænum á hverjum morgni. Strætó hefur oftast táknað persónulega eymd. Ég held hins vegar að ég verði að fara að greiða út rauðvínsflöskuna til handritshöfunda þáttanna um Stellu Blómkvist. Stella nefnilega tekur strætó, ekki bara og ekki alltaf, en þegar hún er látin gera það virðist það ekki einungis vera til þess að benda á að hún sé fátæk, geðsjúk eða búin að missa prófið. Kannski er þetta ekki enn orðið töffaraeinkenni í sjálfu sér, kannski er þetta frekar hluti af þeirri persónusköpun Stellu að gera hana flippaða og öðruvísi. En ég þigg alltaf „flippað og öðruvísi“ fram yfir „á rosa bágt“. Ég skal játa það – ég held varla vatni yfir Stellu Blómkvist þáttunum. Heiðu Reed tekst að koma krefjandi hlutverki Stellu frábærlega til skila. Já, ég segi krefjandi vegna þess að Stella er í grunninn svona týpupersóna sem búið er að hlaða á ýmsum tiltölulega klisjukenndum persónueinkennum (hún er reykjandi töffara-dóna-lögfræðingur) og útkoman hefði mjög auðveldlega getað orðið fullkomlega einvíð. En stærsta afrek þeirra sem að þáttunum standa er einmitt að þeim hefur tekist að gera persónuna og sögusviðið trúverðugt. Fljótt á litið kann það að virka ansi mikið rugl að halda því fram að sögusviðið sé trúverðugt. Þættirnir gerast á Íslandi þar sem krónan hefur vikið fyrir dollaranum og Kínverjar hafa gríðarleg ítök, hafa eignast stóran hluta Norðausturlands, Hamraborgin er Kínahverfi og gamla seðlabankabyggingin er komin með nýtt hlutverk: Þar er starfrækt íturvaxið kínverskt sendiráð. Án þess að maður opinberi of mikið um efni þáttanna þá eru kínversk ítök og afskipti ákveðið þema. Þegar maður horfir á þáttinn með íslenskum gleraugum þá getur margt af þessu kannski virkað fremur asnalegt. En við getum leyft okkur að hugsa: hvernig væri það ef menn myndu dag einn hringja í íslensku lögregluna en einhver önnur lögregla en íslensk myndi mæta á staðinn? Eða að sú íslenska myndi mæta en myndi í reynd lúta erlendu boðvaldi? Þrátt fyrir að það kunni að hljóma fáránlega eru þættirnir um Stellu Blómkvist tiltölulega trúverðugur pólitískur vísindaskáldskapur. Sem betur fer hafa fáir Íslendingar upplifað það að búa í leppríki. En þættirnir koma því ástandi ágætlega til skila: Hið erlenda ríkisvald er ekki endilega alltumlykjandi eða með fingurna í öllu. En stundum mætir það á svæðið og trompar hið innlenda. Lætur fólk hverfa, kemur í veg fyrir að hlutir séu sagðir sem því eru ekki þóknanlegir. Lokar af svæðum fyrir sjálft sig og hleypir innlenda ríkisvaldinu ekki inn. Lætur breyta lögum í eigin þágu og kemur fyrir útsendurum á mikilvægum stöðum. Ekki veit ég hvort Stellu Blómkvist verði minnst sem tímamótaverks í íslenskri kvikmyndagerð en hún á það skilið. Fólk tók fremur djúpsteikt hráefni en gerði aldrei grín að því heldur tók það alvarlega. Fullveldispælingarnar eru skemmtilegar án þess að vera predikandi. Já, og síðast en ekki síst: Stella á skilið þakkir fyrir hafa loksins gert strætó kúl.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun