Kim Larsen látinn Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2018 09:37 Kim Larsen á sviði Visir/getty Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen er látinn en greint er frá þessu á vef danska ríkisútvarpsins. Larsen var 72 ára en hann lést í morgun eftir langvinn veikindi. Í janúar síðastliðnum greindi Larsen frá því að hann hefði greinst með krabbamein í blöðurhálskirtli og þurfti að hætta við tónleikahald vegna veikindana. Hann ákvað síðan að halda nokkra lokatónleika í ár sem voru afar vel sóttir. Fjölmiðlafulltrúi Larsen greindi frá andlátinu á vef tónlistarmannsins. Eiginkona hans Lisoletta og sex börn voru hjá Larsen þegar hann andaðist. Mun útför hans fara fram í kyrrþey. Hann var mikil alþýðuhetja og þekktur fyrir að standa með smælingjum. Þrátt fyrir að auðgast talsvert á tónlist sinni var hann jafnan trúr sannfæringu sinni og mikil verkalýðshetja. Hann var ötull talsmaður þess að það þyrftu ekki allir að falla í hópinn. Titill fyrstu sólóplötu hans, sem kom út árið 1979, var einfaldlega kennitala Larsen, 230145-0637, sem var ádeila hans á kerfið og hvernig það safnar upplýsingum um einstaklinga. Hann var ein skærasta stjarna danskrar tónlistar. Hann stofnaði hljómsveitina Gasolin á áttunda árartug síðustu aldar sem náði miklum vinsældum með lögum á borð við Kvinde Minog Rabalderstræde. Larsen sagði síðar meir skilið við Gasolin og hóf sólóferil. Árið 1979 tók hann þátt í undankeppni Eurovision í Danmörku þar sem hann hafnaði í þriðja sæti með lagið Ud i det Blå.Hann reyndi fyrir sér í Bandaríkjunum upp úr 1980 en náði ekki vinsældum þar. Hann sneri aftur til Danmerkur nokkrum árum síðar þar sem hann átti hins vegar mikilli velgengni að fagna. Árið 1983 gaf hann út plötuna Midt om Natten en talið er að um 650 þúsund eintök hafi selst af þeirri plötu sem gerir hana þá söluhæstu í Danmörku. Hann hefur selt milljónir platna í heildina og spilaði nokkrum sinnum á Íslandi. Hér fyrir neðan má hlusta á nokkur af þekktustu lögum hans: Andlát Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen er látinn en greint er frá þessu á vef danska ríkisútvarpsins. Larsen var 72 ára en hann lést í morgun eftir langvinn veikindi. Í janúar síðastliðnum greindi Larsen frá því að hann hefði greinst með krabbamein í blöðurhálskirtli og þurfti að hætta við tónleikahald vegna veikindana. Hann ákvað síðan að halda nokkra lokatónleika í ár sem voru afar vel sóttir. Fjölmiðlafulltrúi Larsen greindi frá andlátinu á vef tónlistarmannsins. Eiginkona hans Lisoletta og sex börn voru hjá Larsen þegar hann andaðist. Mun útför hans fara fram í kyrrþey. Hann var mikil alþýðuhetja og þekktur fyrir að standa með smælingjum. Þrátt fyrir að auðgast talsvert á tónlist sinni var hann jafnan trúr sannfæringu sinni og mikil verkalýðshetja. Hann var ötull talsmaður þess að það þyrftu ekki allir að falla í hópinn. Titill fyrstu sólóplötu hans, sem kom út árið 1979, var einfaldlega kennitala Larsen, 230145-0637, sem var ádeila hans á kerfið og hvernig það safnar upplýsingum um einstaklinga. Hann var ein skærasta stjarna danskrar tónlistar. Hann stofnaði hljómsveitina Gasolin á áttunda árartug síðustu aldar sem náði miklum vinsældum með lögum á borð við Kvinde Minog Rabalderstræde. Larsen sagði síðar meir skilið við Gasolin og hóf sólóferil. Árið 1979 tók hann þátt í undankeppni Eurovision í Danmörku þar sem hann hafnaði í þriðja sæti með lagið Ud i det Blå.Hann reyndi fyrir sér í Bandaríkjunum upp úr 1980 en náði ekki vinsældum þar. Hann sneri aftur til Danmerkur nokkrum árum síðar þar sem hann átti hins vegar mikilli velgengni að fagna. Árið 1983 gaf hann út plötuna Midt om Natten en talið er að um 650 þúsund eintök hafi selst af þeirri plötu sem gerir hana þá söluhæstu í Danmörku. Hann hefur selt milljónir platna í heildina og spilaði nokkrum sinnum á Íslandi. Hér fyrir neðan má hlusta á nokkur af þekktustu lögum hans:
Andlát Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira