Óttaðist um líf tveggja ára dóttur sinnar er hún festi höfuðið í rafknúnum læknabekk Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2018 19:10 Albert Símonarson greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni í gær. Hann var staddur með dóttur sína á Landspítalanum þegar Vísir náði tali af honum í kvöld en hún kvartar enn undan verkjum. Mynd/Samsett Tveggja ára dóttir Alberts Símonarsonar var hætt komin á Læknavaktinni í gær eftir að hún festi höfuðið í rafknúnum læknabekk, sem klemmdist saman og þrengdi að henni. Albert segir atvikið hafa tekið gríðarlega á fjölskylduna og að hann hafi óttast um líf dóttur sinnar. Forsvarsmenn Læknavaktarinnar hafa ekki haft samband við fjölskylduna vegna málsins í dag, að sögn Alberts. Albert greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni en atvikið átti sér stað skömmu fyrir hádegi í gær. Hann og eiginkona hans, Inga Hrönn Kristjánsdóttir, fóru með börn sín þrjú, sem öll voru lasin, á Læknavaktina við Háaleitisbraut til að láta líta á þau. Þar tók læknir á móti þeim en við skoðun á elsta dreng hjónanna festist dóttir þeirra í rafknúnum bekk inni á stofunni. „Mér til skelfingar sé ég að armarnir eru að hreyfast. Þeir eru að klemmast saman til að lyfta bekknum upp, og hausinn á henni er fastur á milli. Höfuðið á henni var að kremjast,“ segir Albert í færslunni. Hann segir hann og konu sína hafa rokið upp og reynt að losa stúlkuna en ekkert gekk. Læknirinn sagðist ekki kunna á bekkinn og á meðan var dóttir Alberts og Ingu orðin rauðblá í framan sökum þrýstings og súrefnisskorts. Að lokum var bekknum kippt úr sambandi og þá gat Albert glennt hann í sundur og losað dóttur sína. „Ég hélt að ég væri að horfa á tveggja ára gamla dóttur mína deyja fyrir framan mig. Það var þó ekki fyrr en við öskruðum að slökkva á bekknum að stokkið var til og hann kipptur úr sambandi, við það hætti að þrýstast og ég gat glennt hann í sundur við mikið erfiði og tekið dóttir okkar undan bekknum. Þetta var eins og heil eilíf en varði eflaust ekki lengur en í um mínútu,“ skrifar Albert. Þá kallar hann eftir því að gerðar verði viðeigandi öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.Uppgefin og vansvefta Albert var staddur á Landspítalanum með dóttur sína þegar Vísir náði tali af honum í kvöld en hún kvartar enn undan verkjum í kjölfar slyssins. Áverkar stúlkunnar voru ekki álitnir alvarlegir við fyrstu skoðun, en hún er að sögn Alberts illa marin, bólgin og með húðblæðingu. Albert segir lækninn hafa hringt tafarlaust á undan þeim niður á Landspítala í gær og þangað hélt fjölskyldan með hraði. „Þegar við komum niður eftir var teymi tilbúið að taka á móti okkur þannig að þetta gekk mjög hratt fyrir sig. Læknirinn sjálfur var mjög samviskusamur að hringja og fylgja þessu eftir, honum hefur greinilega brugðið manninum. Hann sagði sjálfur að hann myndi gera atvikaskýrslu sem yrði eitthvað farið í, ég veit ekkert nánar um það.“ Að sögn Albert hafa forsvarsmenn Læknavaktarinnar ekkert haft samband við fjölskylduna vegna slyssins í dag. Aðspurður segir hann atvikið hafa tekið verulega á. „Ég er enn þá uppgefinn eftir þetta. Maður svaf lítið sem ekkert í nótt. Maður sér bara fyrir sér hvað þetta var að stefna í, annað hvort að hún hefði kafnað eða að hausinn á henni væri að kremjast þarna fyrir framan okkur.“ Gunnar Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar fréttastofa náði tali af honum í kvöld.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Tveggja ára dóttir Alberts Símonarsonar var hætt komin á Læknavaktinni í gær eftir að hún festi höfuðið í rafknúnum læknabekk, sem klemmdist saman og þrengdi að henni. Albert segir atvikið hafa tekið gríðarlega á fjölskylduna og að hann hafi óttast um líf dóttur sinnar. Forsvarsmenn Læknavaktarinnar hafa ekki haft samband við fjölskylduna vegna málsins í dag, að sögn Alberts. Albert greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni en atvikið átti sér stað skömmu fyrir hádegi í gær. Hann og eiginkona hans, Inga Hrönn Kristjánsdóttir, fóru með börn sín þrjú, sem öll voru lasin, á Læknavaktina við Háaleitisbraut til að láta líta á þau. Þar tók læknir á móti þeim en við skoðun á elsta dreng hjónanna festist dóttir þeirra í rafknúnum bekk inni á stofunni. „Mér til skelfingar sé ég að armarnir eru að hreyfast. Þeir eru að klemmast saman til að lyfta bekknum upp, og hausinn á henni er fastur á milli. Höfuðið á henni var að kremjast,“ segir Albert í færslunni. Hann segir hann og konu sína hafa rokið upp og reynt að losa stúlkuna en ekkert gekk. Læknirinn sagðist ekki kunna á bekkinn og á meðan var dóttir Alberts og Ingu orðin rauðblá í framan sökum þrýstings og súrefnisskorts. Að lokum var bekknum kippt úr sambandi og þá gat Albert glennt hann í sundur og losað dóttur sína. „Ég hélt að ég væri að horfa á tveggja ára gamla dóttur mína deyja fyrir framan mig. Það var þó ekki fyrr en við öskruðum að slökkva á bekknum að stokkið var til og hann kipptur úr sambandi, við það hætti að þrýstast og ég gat glennt hann í sundur við mikið erfiði og tekið dóttir okkar undan bekknum. Þetta var eins og heil eilíf en varði eflaust ekki lengur en í um mínútu,“ skrifar Albert. Þá kallar hann eftir því að gerðar verði viðeigandi öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.Uppgefin og vansvefta Albert var staddur á Landspítalanum með dóttur sína þegar Vísir náði tali af honum í kvöld en hún kvartar enn undan verkjum í kjölfar slyssins. Áverkar stúlkunnar voru ekki álitnir alvarlegir við fyrstu skoðun, en hún er að sögn Alberts illa marin, bólgin og með húðblæðingu. Albert segir lækninn hafa hringt tafarlaust á undan þeim niður á Landspítala í gær og þangað hélt fjölskyldan með hraði. „Þegar við komum niður eftir var teymi tilbúið að taka á móti okkur þannig að þetta gekk mjög hratt fyrir sig. Læknirinn sjálfur var mjög samviskusamur að hringja og fylgja þessu eftir, honum hefur greinilega brugðið manninum. Hann sagði sjálfur að hann myndi gera atvikaskýrslu sem yrði eitthvað farið í, ég veit ekkert nánar um það.“ Að sögn Albert hafa forsvarsmenn Læknavaktarinnar ekkert haft samband við fjölskylduna vegna slyssins í dag. Aðspurður segir hann atvikið hafa tekið verulega á. „Ég er enn þá uppgefinn eftir þetta. Maður svaf lítið sem ekkert í nótt. Maður sér bara fyrir sér hvað þetta var að stefna í, annað hvort að hún hefði kafnað eða að hausinn á henni væri að kremjast þarna fyrir framan okkur.“ Gunnar Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar fréttastofa náði tali af honum í kvöld.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira