Trump sögulega óvinsæll eftir eitt ár í embætti Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 12:52 Stuðningsmenn Trump eru í minnihluta í Bandaríkjunum ef marka má nýja skoðanakönnun. Vísir/AFP Aðeins tveir af hverjum fimm Bandaríkjamönnum eru ánægðir með störf Donalds Trump Bandaríkjaforseta samkvæm nýrri skoðanakönnun. Enginn samtímaforseti hefur reynst eins óvinsæll eftir fyrsta ár sitt í embættinu. Vinsældir Trump dragast saman um tvö prósentustig frá því í síðustu könnun NBC-fréttastofunnar og Wall Street Journal. Segjast nú 39% svarenda ánægðir með störf forsetans. Þrátt fyrir að efnahag Bandaríkjanan hafi haldið áfram að vegna betur síðasta árið hefur nær óslitin röð hneykslismála og umdeildra uppákoma markað fyrsta ár Trump sem forseta. Þar ber hæst opinber rannsókn á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á úrslit kosninganna árið 2016. Af þeim 57% sem eru óánægð með Trump í könnuninni segist 51% vera „mjög óánægð“ með hann. Vinsældir Trump voru innan við 50% hjá öllum lýðfræðilegum hópum fyrir utan repúblikana. Á meðal þeirra eru 70% ánægð með forseta sinn. Þrátt fyrir sögulegar óvinsældir fyrir forseta á þessum tímapunkti ferilsins hafa vinsældir Trump ekki verið meiri en nú frá því í maí samkvæmt mælingu Five Thirty Eight..@realDonaldTrump job approval up to >40% -- highest since mid-May.https://t.co/t264Sf5dGa pic.twitter.com/rQ6aCQ7vhs— Micah Cohen (@micahcohen) January 17, 2018 Þegar svarendur í könnun NBC og WSJ voru spurðir að því hvaða orð lýsti best fyrsta ári Trump í embætti var algengasta svarið að fólk væri „fullt ógeðs“ [e. Disgusted]. Alls nefndu 38% svarenda það orð. Fjórðungur sagði „óttasleginn“ og í þriðja sæti, einnig með tæplega fjórðung svara, var „vongóður“. „Stoltur“ og „reiður“ voru með svipað hlutfall svara. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Aðeins tveir af hverjum fimm Bandaríkjamönnum eru ánægðir með störf Donalds Trump Bandaríkjaforseta samkvæm nýrri skoðanakönnun. Enginn samtímaforseti hefur reynst eins óvinsæll eftir fyrsta ár sitt í embættinu. Vinsældir Trump dragast saman um tvö prósentustig frá því í síðustu könnun NBC-fréttastofunnar og Wall Street Journal. Segjast nú 39% svarenda ánægðir með störf forsetans. Þrátt fyrir að efnahag Bandaríkjanan hafi haldið áfram að vegna betur síðasta árið hefur nær óslitin röð hneykslismála og umdeildra uppákoma markað fyrsta ár Trump sem forseta. Þar ber hæst opinber rannsókn á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á úrslit kosninganna árið 2016. Af þeim 57% sem eru óánægð með Trump í könnuninni segist 51% vera „mjög óánægð“ með hann. Vinsældir Trump voru innan við 50% hjá öllum lýðfræðilegum hópum fyrir utan repúblikana. Á meðal þeirra eru 70% ánægð með forseta sinn. Þrátt fyrir sögulegar óvinsældir fyrir forseta á þessum tímapunkti ferilsins hafa vinsældir Trump ekki verið meiri en nú frá því í maí samkvæmt mælingu Five Thirty Eight..@realDonaldTrump job approval up to >40% -- highest since mid-May.https://t.co/t264Sf5dGa pic.twitter.com/rQ6aCQ7vhs— Micah Cohen (@micahcohen) January 17, 2018 Þegar svarendur í könnun NBC og WSJ voru spurðir að því hvaða orð lýsti best fyrsta ári Trump í embætti var algengasta svarið að fólk væri „fullt ógeðs“ [e. Disgusted]. Alls nefndu 38% svarenda það orð. Fjórðungur sagði „óttasleginn“ og í þriðja sæti, einnig með tæplega fjórðung svara, var „vongóður“. „Stoltur“ og „reiður“ voru með svipað hlutfall svara.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira