Ekki ástæða til þess afturkalla starfsleyfi Mathúss Garðabæjar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2018 13:04 Íbúðirnar tvær eru staðsettar fyrir ofan veitingastaðinn. Fréttablaðið/ernir Bæjarráð Garðabæjar telur að ekki sé ástæða til þess afturkalla starfsleyfi Mathúss Garðabæjar við Garðatorg í Garðabæ. Íbúar í nærliggjandi íbúðum höfðu kvartað yfir því að mikill hávaði bærist frá veitingastaðnum yfir í íbúðir þeirra.Málið má rekja til þess að skömmu eftir opnun Mathússins flutti par í íbúð á hæðinni fyrir ofan veitingastaðinn. Töldu þau galla vera á fasteigninni þar sem hljóðvist væri mjög ábótavant. Nokkrum mánuðum síðar fluttu nýjir eigendur inn í íbúðina og urðu þeir einnig varir við að mikill hávaði bærist frá veitingahúsinu.Sendu íbúarnir, ásamt eigendum annarrar íbúðar í húsinu, kvörtun til Garðabæjarþar sem farið var fram á að starfsleyfi veitingahússins yrði afturkallað. Einnig var farið fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins.Í kvörtuninni kom fram að samkvæmt hljóðmælingum sem gerðar voru í apríl á síðasta ári að beiðni ÞG verktaka, seljanda íbúðanna sem um ræðir, væri högghljóðvist yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð.Á þessum grundvelli töldu eigendur íbúðanna að Garðabær bæri ábyrð á því tjóni sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir, bænum hefði borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi þar sem hljóðvist væri ekki fullnægjandi.Samkvæmt stöðlum miðað við nýja mælingu Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar í morgun. Þar segir að fyrir liggi ný hljóðmæling sem framkvæmd hafi verið 18. október síðastliðinn. Var hún framkvæmd til þess að ákvarða loft- og högghljóðeinangrun á milli Mathúss Garðabæjar að Garðatorgi 4b og aðlægra íbúða á hæðinni ofan við veitingastaðinn.Niðurstöður hljóðmælingarinnar voru á þá leið að bæði mæld högg- og lofthljóðeinangrun voru innan tilskilinna marka frá eldhúsi upp í aðliggjandi íbúðir samkvæmt ákvæðum núgildandi og þágildandi hljóðstaðla.„Með vísan til niðurstaðna hljóðmælinga getur bæjarráð ekki séð að fyrir hendi séu ástæður til að mæla með afturköllun rekstrarleyfis Mathúss Garðabæjar,“ segir í fundargerð ráðsins frá því fyrr í dag. Garðabær Veitingastaðir Tengdar fréttir Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Íbúar á Garðatorgi segja hávaðann frá Mathúsi Garðabæjar slíkan að þeir eigi erfitt með svefn. Hafa þeir farið fram á að fá dómkvaddan matsmann til að meta tjón þeirra. 11. september 2017 05:00 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Bæjarráð Garðabæjar telur að ekki sé ástæða til þess afturkalla starfsleyfi Mathúss Garðabæjar við Garðatorg í Garðabæ. Íbúar í nærliggjandi íbúðum höfðu kvartað yfir því að mikill hávaði bærist frá veitingastaðnum yfir í íbúðir þeirra.Málið má rekja til þess að skömmu eftir opnun Mathússins flutti par í íbúð á hæðinni fyrir ofan veitingastaðinn. Töldu þau galla vera á fasteigninni þar sem hljóðvist væri mjög ábótavant. Nokkrum mánuðum síðar fluttu nýjir eigendur inn í íbúðina og urðu þeir einnig varir við að mikill hávaði bærist frá veitingahúsinu.Sendu íbúarnir, ásamt eigendum annarrar íbúðar í húsinu, kvörtun til Garðabæjarþar sem farið var fram á að starfsleyfi veitingahússins yrði afturkallað. Einnig var farið fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins.Í kvörtuninni kom fram að samkvæmt hljóðmælingum sem gerðar voru í apríl á síðasta ári að beiðni ÞG verktaka, seljanda íbúðanna sem um ræðir, væri högghljóðvist yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð.Á þessum grundvelli töldu eigendur íbúðanna að Garðabær bæri ábyrð á því tjóni sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir, bænum hefði borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi þar sem hljóðvist væri ekki fullnægjandi.Samkvæmt stöðlum miðað við nýja mælingu Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar í morgun. Þar segir að fyrir liggi ný hljóðmæling sem framkvæmd hafi verið 18. október síðastliðinn. Var hún framkvæmd til þess að ákvarða loft- og högghljóðeinangrun á milli Mathúss Garðabæjar að Garðatorgi 4b og aðlægra íbúða á hæðinni ofan við veitingastaðinn.Niðurstöður hljóðmælingarinnar voru á þá leið að bæði mæld högg- og lofthljóðeinangrun voru innan tilskilinna marka frá eldhúsi upp í aðliggjandi íbúðir samkvæmt ákvæðum núgildandi og þágildandi hljóðstaðla.„Með vísan til niðurstaðna hljóðmælinga getur bæjarráð ekki séð að fyrir hendi séu ástæður til að mæla með afturköllun rekstrarleyfis Mathúss Garðabæjar,“ segir í fundargerð ráðsins frá því fyrr í dag.
Garðabær Veitingastaðir Tengdar fréttir Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Íbúar á Garðatorgi segja hávaðann frá Mathúsi Garðabæjar slíkan að þeir eigi erfitt með svefn. Hafa þeir farið fram á að fá dómkvaddan matsmann til að meta tjón þeirra. 11. september 2017 05:00 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Íbúar á Garðatorgi segja hávaðann frá Mathúsi Garðabæjar slíkan að þeir eigi erfitt með svefn. Hafa þeir farið fram á að fá dómkvaddan matsmann til að meta tjón þeirra. 11. september 2017 05:00