Telur Reykjavíkurborg gefa ranga mynd af stöðu leikskólanna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 20:00 Leikskólastjórar gagnrýna borgina fyrir að byrja á öfugum enda í uppbyggingu leikskóla. 370 pláss séu ekki nýtt í leikskólunum nú þegar og því sé enginn tilgangur að byggja leikskóla ef ekki fæst starfsfólk til að starfa í þeim. Borgin gefi upp rangar tölur og fegri ástandið. Gera átak í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg og stefnir borgin á að rúmir 5 milljarðar fari í uppbyggingu á næstu fimm árum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá helstu atriðum. Mikil áhersla er lögð á að byggja ný rými og bæta við fjölda leikskólaplássa til að taka inn yngri börn. Til þess að þetta gangi upp þarf 270 ný stöðugildi. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og fulltrúi í stýrihópnum Brúum bilið, að leikskólarnir stæðu ekki jafn höllum fæti og í fyrra. „Okkur hefur tekist ágætlega til, við stóðum til dæmis ekki fyrir sömu manneklu núna og í fyrra,“ benti hún á þegar haldinn var blaðamannafundur um málefni leikskólanna.Færri ráðnir inn í ár en í fyrraBorgin rekur 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara. Fjórir af þeim hafa enga leikskólakennara, sjö þeirra einn og ellefu með aðeins tvo inni á deildum barnanna. Til að manna alla leikskólana, sem nú þegar eru í rekstri, þarf að fylla 1500 stöðugildi. Í október í fyrra tókst að ráða í 1430 en nú ári seinna er búið að ráða í 1423. Starfsfólki hefur því fækkað á árinu. „Leikskólastjórar Reykjavíkur hafa verið ósáttir við það að núna frá því í haust hefur verið talað um grunnstöðugildi innan leikskólans, þar sem ekki er tekið tillit til stöðugilda sem þarf fyrir undirbúningsafleysingu, veikindaafleysingu og einnig starfsfólk sem þarf til að sinna sérkennslu. Það er ekki að gefa okkur nægilega rétta mynd af raunverulegu starfsmannahaldi leikskóla Reykjavíkur,“ segir hún. Síðasta vetur voru 200 pláss sem stóðu auð en í dag eru þau 370. Í fréttablaðinu í morgun sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, að aðeins séu um tíu börn sem ekki séu komin með pláss inni á leikskóla. En samkvæmt innritunardeild leikskóla Reykjavíkur eru sextíu börn 18 mánaða og eldri á biðlista. „Það hefur ekki vantað plássin hjá leikskólum Reykjavíkur, við erum í dag með 370 laus pláss. Aftur á móti hefur okkur vantað starfsfólk til að manna þau pláss,“ segir hún. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Leikskólastjórar gagnrýna borgina fyrir að byrja á öfugum enda í uppbyggingu leikskóla. 370 pláss séu ekki nýtt í leikskólunum nú þegar og því sé enginn tilgangur að byggja leikskóla ef ekki fæst starfsfólk til að starfa í þeim. Borgin gefi upp rangar tölur og fegri ástandið. Gera átak í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg og stefnir borgin á að rúmir 5 milljarðar fari í uppbyggingu á næstu fimm árum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá helstu atriðum. Mikil áhersla er lögð á að byggja ný rými og bæta við fjölda leikskólaplássa til að taka inn yngri börn. Til þess að þetta gangi upp þarf 270 ný stöðugildi. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og fulltrúi í stýrihópnum Brúum bilið, að leikskólarnir stæðu ekki jafn höllum fæti og í fyrra. „Okkur hefur tekist ágætlega til, við stóðum til dæmis ekki fyrir sömu manneklu núna og í fyrra,“ benti hún á þegar haldinn var blaðamannafundur um málefni leikskólanna.Færri ráðnir inn í ár en í fyrraBorgin rekur 63 leikskóla og af þeim er þriðjungur með færri en tvo leikskólakennara. Fjórir af þeim hafa enga leikskólakennara, sjö þeirra einn og ellefu með aðeins tvo inni á deildum barnanna. Til að manna alla leikskólana, sem nú þegar eru í rekstri, þarf að fylla 1500 stöðugildi. Í október í fyrra tókst að ráða í 1430 en nú ári seinna er búið að ráða í 1423. Starfsfólki hefur því fækkað á árinu. „Leikskólastjórar Reykjavíkur hafa verið ósáttir við það að núna frá því í haust hefur verið talað um grunnstöðugildi innan leikskólans, þar sem ekki er tekið tillit til stöðugilda sem þarf fyrir undirbúningsafleysingu, veikindaafleysingu og einnig starfsfólk sem þarf til að sinna sérkennslu. Það er ekki að gefa okkur nægilega rétta mynd af raunverulegu starfsmannahaldi leikskóla Reykjavíkur,“ segir hún. Síðasta vetur voru 200 pláss sem stóðu auð en í dag eru þau 370. Í fréttablaðinu í morgun sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, að aðeins séu um tíu börn sem ekki séu komin með pláss inni á leikskóla. En samkvæmt innritunardeild leikskóla Reykjavíkur eru sextíu börn 18 mánaða og eldri á biðlista. „Það hefur ekki vantað plássin hjá leikskólum Reykjavíkur, við erum í dag með 370 laus pláss. Aftur á móti hefur okkur vantað starfsfólk til að manna þau pláss,“ segir hún.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira