Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2018 14:15 Sean Hannity og Julian Assange. Vísir/Getty Julian Assange, stofnandi Wikileaks, bauðst til þess að útvega þáttastjórnenda Fox, Sean Hannity, upplýsingar um þingmann Demókrataflokksins. Gallinn er sá að Assange var í rauninni ekki að tala við Sean Hannity. Twitter reikningi Hannity var lokað um tímabil á föstudagskvöldið og sagði Twitter að einhver annar en Hannity hefði náð stjórn á reikningi hans. Í kjölfarið voru nokkrir nýir reikningar stofnaði í nafni Sean Hannity. Þeirra á meðal var reikningur Dell Gilliam sem var veik heima um helgina og ákvað að bregða sér á leik til að stytta sér stundir. Því stofnaði hún Twitter-reikninginn @SeanHannity_ á aðfararnótt laugardagsins. Hún safnaði sér mörgum fylgjendum á skömmum tíma og sendi skilaboð á Julian Assange þar sem hún sagðist vilja ræða við hann. Assange svaraði um hæl, sagði ánægjulegt að Hannity væri mættur aftur á Twitter og sagðist tilbúinn í spjall. Hann sagði Hannity geta notað „aðrar leiðir“ til að tala við hann.“This exchange between Assange and an impressive Sean Hannity imposter—who duped celebrities like Chrissy Teigen, too—shows Assange has at least tried to launder intel once to Hannity. The "other channels" line could mean it wasn't the first time.https://t.co/UACU8z6P0Dpic.twitter.com/2Bsz0HBbmD — Ben Collins (@oneunderscore__) January 30, 2018 „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity,“ sagði Gilliam við Daily Beast. Hún sýndi blaðamanni miðilsins skjáskot af samskiptum sínum við Assange. Gillam sagðist þá ekki geta trúað því sem væri að gerast. Sem Hannity sagðist hún vera þreytt eftir átök föstudagsins og spurði Assange hvernig hann hefði það. „Ég er ánægður sem lengi sem baráttan stendur yfir!“ svaraði Assange. Gilliam stakk þá upp á tíma til að tala við Assange og hann sagðist klár í það. Sömuleiðis sagði hann að Hannity gæti einnig sent honum skilaboð með öðrum leiðum og hann hefði fregnir af Warner. Þar var Assange að öllum líkindum að tala um þingmanninn Mark Warner, æðsta Demókratann í nefnd öldungadeildarinnar um njósnamál. Sú nefnd er meðal annars að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna árið 2016. Skömmu eftir samskipti Gilliam við Assange steig Warner fram í fjölmiðlum og sagði þingnefndina hafa fengið ný gögn í rannsókninni. Þau gögn opnuðu á fjölmargar spurningar varðandi Donald Trump og Rússland. Talsmaður Warner benti Daily Beast á að Wikileaks væri í raun angi leyniþjónustu Rússlands. Wikileaks hafi sem dæmi birt tölvupósta sem hakkarar á vegum yfirvalda Rússlands stálu af vefþjónum Landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda kosninganna. Bandaríkin Tengdar fréttir Assange „meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, bauðst til þess að útvega þáttastjórnenda Fox, Sean Hannity, upplýsingar um þingmann Demókrataflokksins. Gallinn er sá að Assange var í rauninni ekki að tala við Sean Hannity. Twitter reikningi Hannity var lokað um tímabil á föstudagskvöldið og sagði Twitter að einhver annar en Hannity hefði náð stjórn á reikningi hans. Í kjölfarið voru nokkrir nýir reikningar stofnaði í nafni Sean Hannity. Þeirra á meðal var reikningur Dell Gilliam sem var veik heima um helgina og ákvað að bregða sér á leik til að stytta sér stundir. Því stofnaði hún Twitter-reikninginn @SeanHannity_ á aðfararnótt laugardagsins. Hún safnaði sér mörgum fylgjendum á skömmum tíma og sendi skilaboð á Julian Assange þar sem hún sagðist vilja ræða við hann. Assange svaraði um hæl, sagði ánægjulegt að Hannity væri mættur aftur á Twitter og sagðist tilbúinn í spjall. Hann sagði Hannity geta notað „aðrar leiðir“ til að tala við hann.“This exchange between Assange and an impressive Sean Hannity imposter—who duped celebrities like Chrissy Teigen, too—shows Assange has at least tried to launder intel once to Hannity. The "other channels" line could mean it wasn't the first time.https://t.co/UACU8z6P0Dpic.twitter.com/2Bsz0HBbmD — Ben Collins (@oneunderscore__) January 30, 2018 „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity,“ sagði Gilliam við Daily Beast. Hún sýndi blaðamanni miðilsins skjáskot af samskiptum sínum við Assange. Gillam sagðist þá ekki geta trúað því sem væri að gerast. Sem Hannity sagðist hún vera þreytt eftir átök föstudagsins og spurði Assange hvernig hann hefði það. „Ég er ánægður sem lengi sem baráttan stendur yfir!“ svaraði Assange. Gilliam stakk þá upp á tíma til að tala við Assange og hann sagðist klár í það. Sömuleiðis sagði hann að Hannity gæti einnig sent honum skilaboð með öðrum leiðum og hann hefði fregnir af Warner. Þar var Assange að öllum líkindum að tala um þingmanninn Mark Warner, æðsta Demókratann í nefnd öldungadeildarinnar um njósnamál. Sú nefnd er meðal annars að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna árið 2016. Skömmu eftir samskipti Gilliam við Assange steig Warner fram í fjölmiðlum og sagði þingnefndina hafa fengið ný gögn í rannsókninni. Þau gögn opnuðu á fjölmargar spurningar varðandi Donald Trump og Rússland. Talsmaður Warner benti Daily Beast á að Wikileaks væri í raun angi leyniþjónustu Rússlands. Wikileaks hafi sem dæmi birt tölvupósta sem hakkarar á vegum yfirvalda Rússlands stálu af vefþjónum Landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda kosninganna.
Bandaríkin Tengdar fréttir Assange „meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Assange „meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34
Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30