Lífið

Kanye West biðst afsökunar á ummælum sínum um þrældóm í tilfinningaríku viðtali

Sylvía Hall skrifar
Kanye var óhræddur við að sýna tilfinningar sínar í viðtalinu.
Kanye var óhræddur við að sýna tilfinningar sínar í viðtalinu. Vísir/Getty
Rapparinn Kanye West olli fjaðrafoki í byrjun sumars þegar hann lét þau ummæli falla í sjónvarpsþætti TMZ að þrældómur svartra hafi verið „val“. Ástæðuna sagði hann vera að það hafi viðgengst í fjögur hundruð ár.

Sjá einnig:Kanye West sagði þrældóm svartra hljóma eins og „val“

West, sem hefur verið óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós, hefur nú beðist afsökunar á þessum ummælum og þeim tilfinningum sem þau vöktu á meðal fólks, en það gerði hann í viðtali við útvarpsstöðina WGCI-FM eftir að einn þáttastjórnenda vakti máls á atvikinu.

Augljóst var að umræðuefnið var mikið tilfinningamál og féllu tár hjá bæði þáttastjórnanda og West sjálfum. Hann segir ummæli sín hafa valdið mörgum vonbrigðum og honum þyki það miður. Hann segir að atvikið hafi vakið sig til umhugsunar.

„[Þetta atvik] sýndi mér hversu mikið svart fólk elskar mig og hve mikið þau treysta og reiða sig á mig og ég kann að meta það,“ sagði rapparinn. Hann talaði einnig um óöryggi gagnvart samfélaginu í Chicago, sem er heimabær West, en honum leið eins og hann væri ekki virtur innan þess.

„Ég kem heim til Chicago og ég heyri þrjár Drake plötur í spilun en heyri engar Ye plötur.“

Viðtalið, sem verður flutt í tveimur hlutum á stöðinni, er sagt vera einlægt og talar West meðal annars um gagnrýni sem hann hlýtur, stuðningsnet sitt og lofar „nýjum Ye“, en það er gælunafn West.

Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.