Kanye West sagði þrældóm svartra hljóma eins og „val“ Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2018 08:13 Kanye West bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðarmennirnir. Vísir/AFP Bandaríski rapparinn Kanye West heldur áfram að vekja furðu með framgöngu sinni. Þannig gaf hann í skyn að fjögurra alda þrældómur svartra í Bandaríkjunum hafi verið „val“ í sjónvarpsþætti í gær. West hefur síðan sagt að orð hans hafi verið mistúlkuð. Það var í sjónvarpsþætti TMZ sem West lýsti hugsunum sínum um þrælahaldið. Svart fólk var flutt nauðungarflutningum frá Afríku til Bandaríkjanna á 17., 18. og 19. öld. „Þegar maður heyrir um þrælahald í fjögur hundruð ár…í fjögur hundruð ár? Það hljómar eins og val,“ sagði rapparinn sem bætti því við að svartir Bandaríkjamenn væru fastir í viðjum hugans. Blökkumenn í Bandaríkjunum veldu sér nú að vera þrælar. Starfsmaður TMZ svaraði West fullum hálsi í útsendingunni og fullyrti að rapparinn talaði „án hugsunar“. „Þú hefur rétt á að trúa hverju sem þú vilt en það eru staðreyndir og raunveruleiki, raunverulegar afleiðingar af öllu sem þú varst að segja,“ sagði Van Lathan, starfsmaður TMZ við West og harmaði í hvað rapparinn hefði breyst.Kanye West stirs up the TMZ newsroom over TRUMP, SLAVERY and FREE THOUGHT. There's A LOT more that went down ... and the fireworks are exploding on @TMZLive today. Check your local listings for show times. pic.twitter.com/jwVsJCMPiq— TMZ (@TMZ) May 1, 2018 Lýsti Trump sem „drengnum sínum“ West sagði síðar á Twitter að ummælin hefðu verið misskilin. Hann hafi aðeins talað um fjögur hundruð ára þrælahald vegna þess að blökkumenn mættu ekki vera andlega fangelsaðir í önnur fjögur hundruð ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.„Auðvitað veit ég að þrælarnir voru ekki hlekkjaðir og settir um borð í skip af frjálsum vilja,“ tísti hann. West hefur vakið töluverða athygli undanfarið vegna yfirlýstrar aðdáunar hans á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í viðtalinu lýsti hann Trump sem „drengnum sínum“ [e. My boy] og að forsetinn væri í uppáhaldi hjá röppurum. Framganga West undanfarið hefur jafnvel vakið upp spurningar um að hann gangi ekki heill til skógar. Hann hefur meðal annars rekið umboðsmann sinn, sagst vera með tvær plötur og heimspekirit í smíðum og bergmálað hægriöfgamenn. Tvö ár eru liðin frá því að West var fluttur á sjúkrahús eftir tónleika sem fóru úr böndunum í Kaliforníu. Þar stöðvaði hann tónleikana eftir örfá lög og hélt sautján mínútna langa tölu þar sem hann líkti sjálfum sér meðal annars við Trump og deildi á stjörnuparið Jay-Z og Beyoncé. Tengdar fréttir Tvær nýjar plötur frá Kanye West í júní Rapparinn umdeildi tilkynnti á Twitter að hann ætlaði að gefa út tvær nýjar plötur í júní. 20. apríl 2018 12:04 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Sjá meira
Bandaríski rapparinn Kanye West heldur áfram að vekja furðu með framgöngu sinni. Þannig gaf hann í skyn að fjögurra alda þrældómur svartra í Bandaríkjunum hafi verið „val“ í sjónvarpsþætti í gær. West hefur síðan sagt að orð hans hafi verið mistúlkuð. Það var í sjónvarpsþætti TMZ sem West lýsti hugsunum sínum um þrælahaldið. Svart fólk var flutt nauðungarflutningum frá Afríku til Bandaríkjanna á 17., 18. og 19. öld. „Þegar maður heyrir um þrælahald í fjögur hundruð ár…í fjögur hundruð ár? Það hljómar eins og val,“ sagði rapparinn sem bætti því við að svartir Bandaríkjamenn væru fastir í viðjum hugans. Blökkumenn í Bandaríkjunum veldu sér nú að vera þrælar. Starfsmaður TMZ svaraði West fullum hálsi í útsendingunni og fullyrti að rapparinn talaði „án hugsunar“. „Þú hefur rétt á að trúa hverju sem þú vilt en það eru staðreyndir og raunveruleiki, raunverulegar afleiðingar af öllu sem þú varst að segja,“ sagði Van Lathan, starfsmaður TMZ við West og harmaði í hvað rapparinn hefði breyst.Kanye West stirs up the TMZ newsroom over TRUMP, SLAVERY and FREE THOUGHT. There's A LOT more that went down ... and the fireworks are exploding on @TMZLive today. Check your local listings for show times. pic.twitter.com/jwVsJCMPiq— TMZ (@TMZ) May 1, 2018 Lýsti Trump sem „drengnum sínum“ West sagði síðar á Twitter að ummælin hefðu verið misskilin. Hann hafi aðeins talað um fjögur hundruð ára þrælahald vegna þess að blökkumenn mættu ekki vera andlega fangelsaðir í önnur fjögur hundruð ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.„Auðvitað veit ég að þrælarnir voru ekki hlekkjaðir og settir um borð í skip af frjálsum vilja,“ tísti hann. West hefur vakið töluverða athygli undanfarið vegna yfirlýstrar aðdáunar hans á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í viðtalinu lýsti hann Trump sem „drengnum sínum“ [e. My boy] og að forsetinn væri í uppáhaldi hjá röppurum. Framganga West undanfarið hefur jafnvel vakið upp spurningar um að hann gangi ekki heill til skógar. Hann hefur meðal annars rekið umboðsmann sinn, sagst vera með tvær plötur og heimspekirit í smíðum og bergmálað hægriöfgamenn. Tvö ár eru liðin frá því að West var fluttur á sjúkrahús eftir tónleika sem fóru úr böndunum í Kaliforníu. Þar stöðvaði hann tónleikana eftir örfá lög og hélt sautján mínútna langa tölu þar sem hann líkti sjálfum sér meðal annars við Trump og deildi á stjörnuparið Jay-Z og Beyoncé.
Tengdar fréttir Tvær nýjar plötur frá Kanye West í júní Rapparinn umdeildi tilkynnti á Twitter að hann ætlaði að gefa út tvær nýjar plötur í júní. 20. apríl 2018 12:04 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Sjá meira
Tvær nýjar plötur frá Kanye West í júní Rapparinn umdeildi tilkynnti á Twitter að hann ætlaði að gefa út tvær nýjar plötur í júní. 20. apríl 2018 12:04
Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35