Erlent

Pútín mildar umdeildar eftirlaunabreytingar

Kjartan Kjartansson skrifar
Pútín hafði fram að ávarpinu forðast að blanda sér í umræðuna um eftirlaunabreytingarnar. Hann hafði áður lofað að eftirlaunaaldurinn yrði ekki hækkaður í hans tíð.
Pútín hafði fram að ávarpinu forðast að blanda sér í umræðuna um eftirlaunabreytingarnar. Hann hafði áður lofað að eftirlaunaaldurinn yrði ekki hækkaður í hans tíð. Vísir/EPA
Dregið verður úr umdeildri hækkun eftirlaunaaldurs kvenna í Rússlandi. Vladímír Pútín forseti tilkynnti um þetta en vinsældir hans hafa minnkað nokkuð undanfarið í kjölfar harðra mótmæla gegn breytingunum.

Til stóð að hækka eftirlaunaaldur kvenna úr 55 árum í 63 á næsta ári. Pútín tilkynnti í dag að hann yrði hækkaður í 60 ár. Ríkisstjórnin heldur sig þó við að hækka eftirlaunaaldur karla úr 60 árum í 65, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Hækkun eftirlaunaaldursins hefur mæst illa fyrir á meðal almennings. Verkalýðsfélög benda á að þær muni leiða til þess að margir Rússar muni ekki lifa nógu lengi til að komast á eftirlaun. Lífslíkur rússneskra karla eru 66 ár en kvenna 77 ár samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Í sjónvarpsávarpi færði Pútín rök fyrir því að breytingarnar væru nauðsynlegar þar sem vinnuaflið í landinu væri að dragast saman. Hætta væri á verðbólgu og vaxandi fátækt ef ekki yrði brugðist við með því að hækka eftirlaunaaldurinn. Væri því slegið frekar á frest myndi það ógna stöðugleika og öryggi rússnesks samfélags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×