Faraldur: 27 ungir fíklar látist það sem af er 2018 Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2018 13:00 Einn undir 40 ára aldri deyr vegna fíknar sinnar á níu daga fresti. Ýmsir hafa stigið fram og fullyrða að um faraldur sé að ræða og furða sig á aðgerðarleysi sem þeir þykjast greina hjá heilbrigðisyfirvöldum. fréttablaðið/ernir „Ég fullyrði að ríkisstjórnin sæti nú á neyðarfundi að ræða þessa óbærilegu dánartíðni ef sjúkdómurinn héti eitthvað annað en fíknsjúkdómur,“ segir Arnþór Jónsson formaður SÁÁ. Arnþór ritar stuttan pistil á heimasíðu SÁÁ sem hefur vakið nokkra athygli. Þar leggur hann út af kvikmyndinni „Lof mér að falla“, sem Arnþór segir áhrifamikla endursögn á vímuefnaneyslu og sorgleg örlög tveggja stúlkna. En, eitt er bíó annað er dauðans alvara.Einn deyr á níu daga fresti „Fíknsjúkómurinn er alvarlegur. Sá sem fær slíka læknisfræðilega greiningu verður að taka niðurstöðunni alvarlega. Óábyrgar raddir í okkar samfélagi sem tala eins og hér sé ekki um sjúkdóm að ræða heldur eitthvað annað, enduróma bæði fordóma og þekkingarleysi.Arnþór Jónsson formaður SÁÁ spyr hvað það sé sem fólk ekki skilji?Kvöldfréttir Stöðvar 2Það sem af er þessu ári 2018, hafa 27 einstaklingar yngri en 40 ára, með læknisfræðilega greiningu um fíknsjúkdóm, látist hér á landi – með öðrum orðum þá deyr einn yngri en 40 ára á níu daga fresti. Hvað er það sem fólk skilur ekki varðandi sjúkdómsgreininguna?“ spyr Arnþór.Ég fullyrði að ríkisstjórnin sæti nú á neyðarfundi að ræða þessa óbærilegu dánartíðni ef sjúkdómurinn héti eitthvað annað en fíknsjúkdómur. Fjöldi sjálfsvíga sem flokka má með þessum hætti er þannig svipaður og í fyrra, ívið meiri, en þá vakti Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi, athygli á þróuninni. Greindi hann verulega aukningu í sjálfsvígum ungmenna sem eiga við fíknivanda að stríða. Arnþór segir að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki brugðist við alvarlegum ábendingum SÁÁ. Fjármagn til meðferðar sem uppfyllir gæða- og öryggiskröfur Embættis Landlæknis er skorið við nögl. Sjúkrahúsið Vogur gæti lokað 1. október hvert ár þegar búið er að vinna fyrir allan peninginn sem heilbrigðisráðuneytið skammtar.37 fallið vegna fíknar sinnar Víst er að þau hjá SÁÁ eru afar ósátt við ný fjárlög og telja stjórnvöld sýna sofandahátt gagnvart hinni miklu vá sem líkja má við faraldur. Þórarinn var í viðtali á útvarpstöðinni K100 og hann tók svo djúpt í árinni að heilbrigðisráðherra beri að segja af sér vegna málsins.Sólveig segir að ef um væri að ræða eitthvað það fyrirbæri sem héti annað en fíkn væri búið að grípa til aðgerða.Vísir/SigtryggurEin þeirra sem hefur vakið athygli á efni pistils Arnþórs er leikkonan Sólveig Arnardóttir sem segir að ef um farsótt væri að ræða sem leggðist aðallega á ungt fólk, „og það sem af er ári hefðu 37 látist af hennr völdum væri búið að blása til stórkostlegar herferðar til að ráða niðurlögum hennar! Það væri búið að virkja öll þau tæki og tól sem tiltæk eru. Það væri tekið alvarlega,“ segir Sólveig á Facebooksíðu sinni og krefst þess að málið verði tekið föstum tökum. Fjölmargir hafa tekið undir með henni á þeim vettvangi.Fullyrt að um faraldur sé að ræða Annars sem tjáð hefur sig um tengt málefni, sem eru sjálfsvíg ungs fólks, er Birgir Jónsson trymbill í hljómsveitinni DIMMU.Birgir Jónsson hefur skrifað pistil sem hefur vakið mikla athygli en þar talar hann um sjálfsvíg og fíkn ungs fólks sem hann hikar ekki við að kalla faraldur.Hann skrifaði kraftmikinn pistil sem farið hefur víða á samfélagsmiðlum og má sjá hér neðar. Birgir talar, líkt og Sólveig, um faraldur. „Ég ætla ekki einu sinni að reyna að telja saman hvað DIMMA er búin að spila í mörgum jarðaförum eða koma með einum eða öðrum hætti að slíkum athöfnum eftir sjálfsvíg ungs fólks eða krakka sem látist hafa úr ofneyslu, sem er eiginlega það sama. Þetta er agalegt helvíti. Faraldur.“ Heilbrigðismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Ég fullyrði að ríkisstjórnin sæti nú á neyðarfundi að ræða þessa óbærilegu dánartíðni ef sjúkdómurinn héti eitthvað annað en fíknsjúkdómur,“ segir Arnþór Jónsson formaður SÁÁ. Arnþór ritar stuttan pistil á heimasíðu SÁÁ sem hefur vakið nokkra athygli. Þar leggur hann út af kvikmyndinni „Lof mér að falla“, sem Arnþór segir áhrifamikla endursögn á vímuefnaneyslu og sorgleg örlög tveggja stúlkna. En, eitt er bíó annað er dauðans alvara.Einn deyr á níu daga fresti „Fíknsjúkómurinn er alvarlegur. Sá sem fær slíka læknisfræðilega greiningu verður að taka niðurstöðunni alvarlega. Óábyrgar raddir í okkar samfélagi sem tala eins og hér sé ekki um sjúkdóm að ræða heldur eitthvað annað, enduróma bæði fordóma og þekkingarleysi.Arnþór Jónsson formaður SÁÁ spyr hvað það sé sem fólk ekki skilji?Kvöldfréttir Stöðvar 2Það sem af er þessu ári 2018, hafa 27 einstaklingar yngri en 40 ára, með læknisfræðilega greiningu um fíknsjúkdóm, látist hér á landi – með öðrum orðum þá deyr einn yngri en 40 ára á níu daga fresti. Hvað er það sem fólk skilur ekki varðandi sjúkdómsgreininguna?“ spyr Arnþór.Ég fullyrði að ríkisstjórnin sæti nú á neyðarfundi að ræða þessa óbærilegu dánartíðni ef sjúkdómurinn héti eitthvað annað en fíknsjúkdómur. Fjöldi sjálfsvíga sem flokka má með þessum hætti er þannig svipaður og í fyrra, ívið meiri, en þá vakti Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi, athygli á þróuninni. Greindi hann verulega aukningu í sjálfsvígum ungmenna sem eiga við fíknivanda að stríða. Arnþór segir að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki brugðist við alvarlegum ábendingum SÁÁ. Fjármagn til meðferðar sem uppfyllir gæða- og öryggiskröfur Embættis Landlæknis er skorið við nögl. Sjúkrahúsið Vogur gæti lokað 1. október hvert ár þegar búið er að vinna fyrir allan peninginn sem heilbrigðisráðuneytið skammtar.37 fallið vegna fíknar sinnar Víst er að þau hjá SÁÁ eru afar ósátt við ný fjárlög og telja stjórnvöld sýna sofandahátt gagnvart hinni miklu vá sem líkja má við faraldur. Þórarinn var í viðtali á útvarpstöðinni K100 og hann tók svo djúpt í árinni að heilbrigðisráðherra beri að segja af sér vegna málsins.Sólveig segir að ef um væri að ræða eitthvað það fyrirbæri sem héti annað en fíkn væri búið að grípa til aðgerða.Vísir/SigtryggurEin þeirra sem hefur vakið athygli á efni pistils Arnþórs er leikkonan Sólveig Arnardóttir sem segir að ef um farsótt væri að ræða sem leggðist aðallega á ungt fólk, „og það sem af er ári hefðu 37 látist af hennr völdum væri búið að blása til stórkostlegar herferðar til að ráða niðurlögum hennar! Það væri búið að virkja öll þau tæki og tól sem tiltæk eru. Það væri tekið alvarlega,“ segir Sólveig á Facebooksíðu sinni og krefst þess að málið verði tekið föstum tökum. Fjölmargir hafa tekið undir með henni á þeim vettvangi.Fullyrt að um faraldur sé að ræða Annars sem tjáð hefur sig um tengt málefni, sem eru sjálfsvíg ungs fólks, er Birgir Jónsson trymbill í hljómsveitinni DIMMU.Birgir Jónsson hefur skrifað pistil sem hefur vakið mikla athygli en þar talar hann um sjálfsvíg og fíkn ungs fólks sem hann hikar ekki við að kalla faraldur.Hann skrifaði kraftmikinn pistil sem farið hefur víða á samfélagsmiðlum og má sjá hér neðar. Birgir talar, líkt og Sólveig, um faraldur. „Ég ætla ekki einu sinni að reyna að telja saman hvað DIMMA er búin að spila í mörgum jarðaförum eða koma með einum eða öðrum hætti að slíkum athöfnum eftir sjálfsvíg ungs fólks eða krakka sem látist hafa úr ofneyslu, sem er eiginlega það sama. Þetta er agalegt helvíti. Faraldur.“
Heilbrigðismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira