Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2018 19:11 Oddgeir Einarsson, lögmaður Sævars Ciesielski, sést hér lengst til vinstri á mynd. Við hlið hans sitja Jón Steinar Gunnlaugsson og Jón Magnússon. Vísir/Vilhelm Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. Oddgeir fór yfir langar yfirheyrslur og einangrunarvist sakborninganna á sínum tíma og þá lýsti hann harðræði sem Sævar var beittur í Síðumúlafangelsi. Þá hafi verið ljóst að sannleikurinn var ekki aðalatriðið í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.Sævar hlaut lengsta dóminn af sakborningunum í málunum, 17 ár. Hann var sakfelldur fyrir að hafa ráðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni bana.„Hrikalega mikið magn lyfja“ Oddgeir sagði það liggja fyrir að rætt var við ákærðu og þeir yfirheyrðir ótal sinnum og langtímum saman. Þá sagði hann ljóst að Sævar og Erla Bolladóttir, þáverandi sambýliskona hans sem einnig var sakborningur í málinu, sættu gæsluvarðhaldi og einangrun langtímum saman og að engin dæmi séu um slíkt hér á landi og þótt víða væri leitað. Sævar sætti einangrun lengst allra, í tvö ár og 11 daga. Þar af lengst af í hinu „alræmda“ Síðumúlafangelsi eins og Oddgeir komst að orði. Hann sagði Sævar hafa sætt óhóflegri lyfjagjöf í fangelsinu og að fangavörður hafi sagt fyrir dómi að lyfjagjöf til fanga hafi verið úr öllu hófi. Ljóst hafi mátti vera að lyfin höfðu mikil áhrif á alla ákærðu, og að „um hrikalega mikið magn lyfja“ hafi verið að ræða. Þá taldi Oddgeir upp langan lista róandi lyfja sem var kvöldskammtur Sævars. Oddgeir sagði jafnframt óhugnanlegt að læsa ungt fólk inni árum saman og dæla í þau alls kyns sljóvgandi og hugbreytandi lyfjum og á sama tíma að reyna að knúa fram „svokallaðar játningar.“ Fékk einungis að fara á salernið nakinn Sævar hélt því fram allt frá rannsóknarstigi að hann væri beittur harðræði og ofbeldi. Þetta sagði hann fyrir dómi, eftir að dómur féll og allt til dauðadags, en Sævar lést árið 2011. Oddgeir sagði að rannsókn á því harðræði sem Sævar mátti sæta hafi verið gölluð. Oddgeir rakti lýsingar Sævars á harðræði í Síðumúlafangelsi fyrir Hæstarétti í dag. Meðal annars að fangaverðir hafi barið í veggi fangaklefa hans, sem og að hann hafi sætt vatnspyntingum. Hann nefndi vitnisburð fangavarðar, konu, um að forstöðumaður Síðumúlafangelsis hafi látið fangaverði halda vöku fyrir Sævari, að límt hafi verið fyrir munn hans, að ljósrofi hafi verið gerður óvirkur í klefa hans svo hann gæti ekki slökkt ljós í klefanum. Þá hafi hann einungis mátt fara á salernið ef hann færi þangað nakinn. Þá lýsti hún því að hafa heyrt, þegar Sævar var yfirheyrður, hljóð eins og verið væri að slá einhvern inni í herberginu. Sævari lýst sem „hágrenjandi“ og kallaður „helvítið“ Oddgeir sagði það merkilegt að þrátt fyrir þetta hafi fengið staðfest að ákærði hafi verið barinn í andlitið af forstöðumanni fangelsisins á meðan að einni skýrslutöku stóð. Það kom meðal annars fram í dómi Hæstaréttar 1980. „Með réttu hefði átt að ákæra manninn fyrir ofbeldið en það var ekki gert. Það staðfestir að það þótti ekkert tiltökumál að beita Sævar Ciesielski ofbeldi. Jafnvel þó það væri fullsannað þá var kerfinu sama.“Dómarar í Hæstarétti Íslands í dag.Vísir/VilhelmÍ dagbókum Síðumúlafangelsi voru meðal annars bókanir þar sem Sævari er lýst sem „hágrenjandi“ og hann kallaður „helvítið.“ Í bréfum er honum lýst sem dýri og geðlæknir beðinn um að taka „skoffínið hann Sævar að sér.“ Þá var það bókað að það væri mat fangavarða í fangelsinu að „ekkert hjarta væri í Sævari Ciesielski.“Vildi sleppa en fékk ekki að fara Erla Bolladóttir, ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og sambýliskona Sævars á sínum tíma, fékk mál sitt ekki endurupptekið. Oddgeir fór yfir meðferð yfirvalda á parinu, en Sævar og Erla voru bæði handtekin stuttu eftir að dóttir þeirra fæddist. Oddgeir sagði að skýrsla Erlu hafi ekki verið hljóðrituð, ekki frekar en aðrar skýrslur í málinu. Hún hafi verið „þessi klassíska“ fyrstu persónu frásögn sem lögregla ritar og Erla undirritaði síðar. Erla hafi játað póstsvikamálið svokallaða og aðra smáglæpi. En hún hafi ekkert vitað um hvarf Guðmundar og Geirfinns. Hún hafi viljað sleppa en henni sagt að hún fengi ekki að fara fyrr en hún segði þeim hvað hefði gerst nóttina sem Guðmundur hvarf. Baráttuþrek Sævars Ciesielski Oddgeir sagði jafnframt ljóst að sannleikurinn hafi ekki verið aðalatriðið í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, heldur að finna eitthvað sem benti til sektar. Ekkert benti hins vegar til refsiverðs verknaðar í hvarfi Guðmundar Einarssonar. Engin sönnunargögn séu til staðar. Í lokaorðum sínum fjallaði Oddgeir um Sævar, sem lést árið 2011. Oddgeir sagði Sævar hafa verið saklausan og að hann hafi gengið með óverðskuldaðan morðingjastimpil á sér út ævina. „Það er óhætt að segja að ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Marinó Ciesielski þá værum við ekki hér í dag. Í raun má segja að það sé skjólstæðingur minn sem hafi gefið Hæstarétti Íslands og þar með réttarkerfinu tækifæri til að horfast í augu við það sem úrskeiðis fór og rangt var gert og kveða upp skýran dóm sem vonandi verður til þess að dómsorð eins og hér átti sér stað komi aldrei fyrir aftur.“Hér að neðan má lesa beina lýsingu Huldu Hólmkelsdóttur, fréttamanns Vísis, sem fylgdist með málinu í Hæstarétti Íslands í dag.
Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. Oddgeir fór yfir langar yfirheyrslur og einangrunarvist sakborninganna á sínum tíma og þá lýsti hann harðræði sem Sævar var beittur í Síðumúlafangelsi. Þá hafi verið ljóst að sannleikurinn var ekki aðalatriðið í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.Sævar hlaut lengsta dóminn af sakborningunum í málunum, 17 ár. Hann var sakfelldur fyrir að hafa ráðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni bana.„Hrikalega mikið magn lyfja“ Oddgeir sagði það liggja fyrir að rætt var við ákærðu og þeir yfirheyrðir ótal sinnum og langtímum saman. Þá sagði hann ljóst að Sævar og Erla Bolladóttir, þáverandi sambýliskona hans sem einnig var sakborningur í málinu, sættu gæsluvarðhaldi og einangrun langtímum saman og að engin dæmi séu um slíkt hér á landi og þótt víða væri leitað. Sævar sætti einangrun lengst allra, í tvö ár og 11 daga. Þar af lengst af í hinu „alræmda“ Síðumúlafangelsi eins og Oddgeir komst að orði. Hann sagði Sævar hafa sætt óhóflegri lyfjagjöf í fangelsinu og að fangavörður hafi sagt fyrir dómi að lyfjagjöf til fanga hafi verið úr öllu hófi. Ljóst hafi mátti vera að lyfin höfðu mikil áhrif á alla ákærðu, og að „um hrikalega mikið magn lyfja“ hafi verið að ræða. Þá taldi Oddgeir upp langan lista róandi lyfja sem var kvöldskammtur Sævars. Oddgeir sagði jafnframt óhugnanlegt að læsa ungt fólk inni árum saman og dæla í þau alls kyns sljóvgandi og hugbreytandi lyfjum og á sama tíma að reyna að knúa fram „svokallaðar játningar.“ Fékk einungis að fara á salernið nakinn Sævar hélt því fram allt frá rannsóknarstigi að hann væri beittur harðræði og ofbeldi. Þetta sagði hann fyrir dómi, eftir að dómur féll og allt til dauðadags, en Sævar lést árið 2011. Oddgeir sagði að rannsókn á því harðræði sem Sævar mátti sæta hafi verið gölluð. Oddgeir rakti lýsingar Sævars á harðræði í Síðumúlafangelsi fyrir Hæstarétti í dag. Meðal annars að fangaverðir hafi barið í veggi fangaklefa hans, sem og að hann hafi sætt vatnspyntingum. Hann nefndi vitnisburð fangavarðar, konu, um að forstöðumaður Síðumúlafangelsis hafi látið fangaverði halda vöku fyrir Sævari, að límt hafi verið fyrir munn hans, að ljósrofi hafi verið gerður óvirkur í klefa hans svo hann gæti ekki slökkt ljós í klefanum. Þá hafi hann einungis mátt fara á salernið ef hann færi þangað nakinn. Þá lýsti hún því að hafa heyrt, þegar Sævar var yfirheyrður, hljóð eins og verið væri að slá einhvern inni í herberginu. Sævari lýst sem „hágrenjandi“ og kallaður „helvítið“ Oddgeir sagði það merkilegt að þrátt fyrir þetta hafi fengið staðfest að ákærði hafi verið barinn í andlitið af forstöðumanni fangelsisins á meðan að einni skýrslutöku stóð. Það kom meðal annars fram í dómi Hæstaréttar 1980. „Með réttu hefði átt að ákæra manninn fyrir ofbeldið en það var ekki gert. Það staðfestir að það þótti ekkert tiltökumál að beita Sævar Ciesielski ofbeldi. Jafnvel þó það væri fullsannað þá var kerfinu sama.“Dómarar í Hæstarétti Íslands í dag.Vísir/VilhelmÍ dagbókum Síðumúlafangelsi voru meðal annars bókanir þar sem Sævari er lýst sem „hágrenjandi“ og hann kallaður „helvítið.“ Í bréfum er honum lýst sem dýri og geðlæknir beðinn um að taka „skoffínið hann Sævar að sér.“ Þá var það bókað að það væri mat fangavarða í fangelsinu að „ekkert hjarta væri í Sævari Ciesielski.“Vildi sleppa en fékk ekki að fara Erla Bolladóttir, ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og sambýliskona Sævars á sínum tíma, fékk mál sitt ekki endurupptekið. Oddgeir fór yfir meðferð yfirvalda á parinu, en Sævar og Erla voru bæði handtekin stuttu eftir að dóttir þeirra fæddist. Oddgeir sagði að skýrsla Erlu hafi ekki verið hljóðrituð, ekki frekar en aðrar skýrslur í málinu. Hún hafi verið „þessi klassíska“ fyrstu persónu frásögn sem lögregla ritar og Erla undirritaði síðar. Erla hafi játað póstsvikamálið svokallaða og aðra smáglæpi. En hún hafi ekkert vitað um hvarf Guðmundar og Geirfinns. Hún hafi viljað sleppa en henni sagt að hún fengi ekki að fara fyrr en hún segði þeim hvað hefði gerst nóttina sem Guðmundur hvarf. Baráttuþrek Sævars Ciesielski Oddgeir sagði jafnframt ljóst að sannleikurinn hafi ekki verið aðalatriðið í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, heldur að finna eitthvað sem benti til sektar. Ekkert benti hins vegar til refsiverðs verknaðar í hvarfi Guðmundar Einarssonar. Engin sönnunargögn séu til staðar. Í lokaorðum sínum fjallaði Oddgeir um Sævar, sem lést árið 2011. Oddgeir sagði Sævar hafa verið saklausan og að hann hafi gengið með óverðskuldaðan morðingjastimpil á sér út ævina. „Það er óhætt að segja að ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Marinó Ciesielski þá værum við ekki hér í dag. Í raun má segja að það sé skjólstæðingur minn sem hafi gefið Hæstarétti Íslands og þar með réttarkerfinu tækifæri til að horfast í augu við það sem úrskeiðis fór og rangt var gert og kveða upp skýran dóm sem vonandi verður til þess að dómsorð eins og hér átti sér stað komi aldrei fyrir aftur.“Hér að neðan má lesa beina lýsingu Huldu Hólmkelsdóttur, fréttamanns Vísis, sem fylgdist með málinu í Hæstarétti Íslands í dag.
Tengdar fréttir Í beinni: Guðmundar- og Geirfinnsmál aftur fyrir Hæstarétt eftir 38 ár Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í dag. 13. september 2018 08:00 „Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54 „Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Í beinni: Guðmundar- og Geirfinnsmál aftur fyrir Hæstarétt eftir 38 ár Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í dag. 13. september 2018 08:00
„Þetta var dómsmorð“ Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. 13. september 2018 17:54
„Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent