Lífið

Eurovision verður í Tel Aviv

Stefán Árni Pálsson skrifar
Netta Barzilai á sviðinu í vor.
Netta Barzilai á sviðinu í vor. vísir/epa
64. söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísrael á næsta ári.

Netta Barzilai, fulltrúi Ísraels, vann Eurovision, með laginu Toy í vor og stóð keppnin á milli Netta og fulltrúa Kýpur, Eleni Foureira, sem flutti lagið Fuego.

Netta tilkynnti þegar ljóst varð að hún hafði unnið að næsta keppni færi fram í Jerúsalem. Svo er ekki og hefur nú formlega verið tilkynnt að næsta vor fer Eurovision fram í Tel Aviv.

Keppnisdagarnir þrír verða þriðjudagurinn 14. maí, fimmtudagurinn 16. maí og aðalkvöldið verður laugardaginn 18. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.