Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 13. september 2018 15:40 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, og Einar Bárðarson. Vísir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að ákvörðun um að segja Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrnnar - dótturfélagi OR, hafi verið tekin áður en Einar Bárðarson tjáði sig um málið á Facebook í gær. Einar fór mikinn í færslunni, sagðist hafa fundað með forstjóra stórfyrirtækis sem fyndist í lagi að framkvæmdastjóri í fyrirtækinu sýndi af sér óeðlilega hegðun við starfsfólk. Einar upplýsti ekki hverjir ættu í hlut. Nú liggur fyrir að framkvæmdastjórinn umræddi er Bjarni Már Júlíusson sem Einar segir hafa sent starfsfólki ON klámfengin skilaboð. Bjarni Már var meðal annars yfirmaður eiginkonu Einars.Hann lætur fyrirvaralaust af störfum en fær laun í sex mánuði samkvæmt ráðningarsamningi.Bjarni Már Júlíusson hefur verið rekinn frá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur.Fundur vegna starfsfloka Bjarni Bjarnason segir í samtali við Vísi að hann hafi átt fund með Einari Bárðarsyni í kjölfar starfsloka eiginkonu Einars hjá Orku náttúrunnar. Eiginkona Einars lauk störfum á mánudag en þeir Einar og Bjarni funduðu klukkan tíu í gær, miðvikudag. Einar hélt því fram í stöðuuppfærslu á Facebook í gærkvöldi að Bjarni Bjarnason hefði sýnt honum fram á „að honum fyndist í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kven-undirmenn sína og laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur segir að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Bjarni segir upplifun sína af fundinum ekki þá sömu og Einars. „Ég fundaði með honum, já. Og þetta er ekki frásögn af þeim fundi sem ég var á,“ segir Bjarni Bjarnason og telur skrif Einars þá annað hvort afurð misskilnings eða þá að þeir hafi ekki haft sama sjónarhorn á það sem fór fram á fundinum.Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur.Vísir/VilhelmLangur starfsflokafundur Hann hafi tjáð Einari að málið færi fyrir stjórn ON. Hann útskýrir fyrir Vísi að hann hafi aðeins atkvæðisrétt á stjórnarfundi sem hann hafi kallað saman í flýti. Það hafi verið hans ákvörðun strax eftir fundinn með Einari. Stjórnin fundaði klukkan 14:30 í gær, um fjórum tímum eftir að fundi hans og Einars lauk. „Á þessum fundi lýsi ég tvennu yfir mjög skýrt og ítrekað. Að Orkuveita Reykjavíkur, ON og Orkuveitusamstaðan krefst fullrar virðingar í öllum samskiptum við starfsfólk. Þar er enginn afsláttur gefinn. Svo sagði ég ítrekað að mér væri brugðið.“ Stjórnin tók þá ákvörðun að segja Bjarna Má upp störfum. Í gærkvöldi hafi hann svo fundað með Bjarna Má enda um mjög alvarlega ákvörðun að ræða. „Við áttum langan fund með honum í gærkvöldi þar sem við fórum ítarlega yfir málin og gengum frá starfslokum, formlega og skriflega.“Segist hafa litið málið mjög alvarlega Bjarni Bjarnason segir um skrif Einars að hann hefði litið málið mjög alvarlegum augum á fundinum. „Ég tók það mjög skýrt fram að ef að um slíkt væri að ræða væri það algjörlega í bága við okkar stefnu,“ segir Bjarni. Hann segist hafa óskað eftir fundinum með Einari og sagt á þeim fundi að enginn afsláttur væri gefinn gagnvart stjórnendum ef þeir sýndu ekki fulla virðingu í öllum samskiptum.“ „Ég upplýsti hann líka að ég myndi ræða þetta við stjórn Orku náttúrunnar,“ segir Bjarni sem er stjórnarformaður Orku náttúrunnar. Fundurinn með stjórninni var síðdegis í gær og ákvörðunin um að segja framkvæmdastjóranum upp tekin áður en Einar birti skrif sín á Facebook, að sögn Bjarna. Forstjórinn segir við Vísi að hann hafi fengið upplýsingar um hegðun framkvæmdastjórans á þriðjudag sem þeim var ekki kunnugt um áður. Ekki náðist í Bjarna Má Júlíusson við vinnslu fréttarinnar.Fréttin var uppfærð klukkan 16:49. MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að ákvörðun um að segja Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrnnar - dótturfélagi OR, hafi verið tekin áður en Einar Bárðarson tjáði sig um málið á Facebook í gær. Einar fór mikinn í færslunni, sagðist hafa fundað með forstjóra stórfyrirtækis sem fyndist í lagi að framkvæmdastjóri í fyrirtækinu sýndi af sér óeðlilega hegðun við starfsfólk. Einar upplýsti ekki hverjir ættu í hlut. Nú liggur fyrir að framkvæmdastjórinn umræddi er Bjarni Már Júlíusson sem Einar segir hafa sent starfsfólki ON klámfengin skilaboð. Bjarni Már var meðal annars yfirmaður eiginkonu Einars.Hann lætur fyrirvaralaust af störfum en fær laun í sex mánuði samkvæmt ráðningarsamningi.Bjarni Már Júlíusson hefur verið rekinn frá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur.Fundur vegna starfsfloka Bjarni Bjarnason segir í samtali við Vísi að hann hafi átt fund með Einari Bárðarsyni í kjölfar starfsloka eiginkonu Einars hjá Orku náttúrunnar. Eiginkona Einars lauk störfum á mánudag en þeir Einar og Bjarni funduðu klukkan tíu í gær, miðvikudag. Einar hélt því fram í stöðuuppfærslu á Facebook í gærkvöldi að Bjarni Bjarnason hefði sýnt honum fram á „að honum fyndist í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kven-undirmenn sína og laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur segir að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Bjarni segir upplifun sína af fundinum ekki þá sömu og Einars. „Ég fundaði með honum, já. Og þetta er ekki frásögn af þeim fundi sem ég var á,“ segir Bjarni Bjarnason og telur skrif Einars þá annað hvort afurð misskilnings eða þá að þeir hafi ekki haft sama sjónarhorn á það sem fór fram á fundinum.Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur.Vísir/VilhelmLangur starfsflokafundur Hann hafi tjáð Einari að málið færi fyrir stjórn ON. Hann útskýrir fyrir Vísi að hann hafi aðeins atkvæðisrétt á stjórnarfundi sem hann hafi kallað saman í flýti. Það hafi verið hans ákvörðun strax eftir fundinn með Einari. Stjórnin fundaði klukkan 14:30 í gær, um fjórum tímum eftir að fundi hans og Einars lauk. „Á þessum fundi lýsi ég tvennu yfir mjög skýrt og ítrekað. Að Orkuveita Reykjavíkur, ON og Orkuveitusamstaðan krefst fullrar virðingar í öllum samskiptum við starfsfólk. Þar er enginn afsláttur gefinn. Svo sagði ég ítrekað að mér væri brugðið.“ Stjórnin tók þá ákvörðun að segja Bjarna Má upp störfum. Í gærkvöldi hafi hann svo fundað með Bjarna Má enda um mjög alvarlega ákvörðun að ræða. „Við áttum langan fund með honum í gærkvöldi þar sem við fórum ítarlega yfir málin og gengum frá starfslokum, formlega og skriflega.“Segist hafa litið málið mjög alvarlega Bjarni Bjarnason segir um skrif Einars að hann hefði litið málið mjög alvarlegum augum á fundinum. „Ég tók það mjög skýrt fram að ef að um slíkt væri að ræða væri það algjörlega í bága við okkar stefnu,“ segir Bjarni. Hann segist hafa óskað eftir fundinum með Einari og sagt á þeim fundi að enginn afsláttur væri gefinn gagnvart stjórnendum ef þeir sýndu ekki fulla virðingu í öllum samskiptum.“ „Ég upplýsti hann líka að ég myndi ræða þetta við stjórn Orku náttúrunnar,“ segir Bjarni sem er stjórnarformaður Orku náttúrunnar. Fundurinn með stjórninni var síðdegis í gær og ákvörðunin um að segja framkvæmdastjóranum upp tekin áður en Einar birti skrif sín á Facebook, að sögn Bjarna. Forstjórinn segir við Vísi að hann hafi fengið upplýsingar um hegðun framkvæmdastjórans á þriðjudag sem þeim var ekki kunnugt um áður. Ekki náðist í Bjarna Má Júlíusson við vinnslu fréttarinnar.Fréttin var uppfærð klukkan 16:49.
MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04