Kosið í Stjörnuliðin eins og á skólavellinum | Sjáðu hverja LeBron og Curry völdu Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. janúar 2018 08:30 Fyrirliðanir. vísir/getty Byrjunarlið og leikmannahópar stjörnuleiks NBA-deildarinnar eru orðin klár en val fyrirliðanna, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu, var þá opinberað með pomp og prakt. Valið var með óhefðbundnu sniði að þessu sinni en fyrst voru þeir tveir leikmenn sem fengu flest atkvæði hjá NBA-áhugamönnum um allan heim gerðir að fyrirliðum. Það voru, og eru, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu. Liðunum er þó ekki skipt upp í austur og vestur heldur heita liðin bara Team LeBron og Team Curry. Þeir máttu svo kjósa í lið eins og á skólavellinum í gamla daga, hvort sem leikmenn spila í austur eða vesturdeildinni. Fyrst var gefinn út hópur af leikmönnum sem komu til greina í byrjunarliðin og svo síðar listi yfir varamenn en LeBron byrjaði að kjósa þar sem hann fékk flest atkvæði. Þrátt fyrir að gera þetta svona var ekki stemning fyrir því að sýna val LeBrons og Curry í beinni útsendingu.Team LeBron#TeamLeBron as drafted by @kingjames for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/WSs0438vLm — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 LeBron James byrjaði á því að velja Kevin Durant, en Durant greindi frá því sjálfur eftir sigur Golden State í nótt. LeBron var svo klókur að sýna að hann væri ekki í neinni fýlu út í Kyrie Irving og valdi hann í byrjunarliðið sitt. Pelíkanarnir stóru og sterku, DeMarcus Cousins og Anthony Davis eru svo inn í teig í gríðarlega sterku byrjunarliði Team LeBron en á bekknum eru svo leikmenn á borð við Kevin Love, Kristaps Porzingis og Russell Westbrook. Ekki amalegt.Team Curry#TeamStephen as drafted by @stephencurry30 for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/2NN9MZUZRE — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 Stephen Curry er með þokkalegustu bakvarðasveit í sínu liði en mun lenda í vandræðum inn í teig með sitt byrjunarlið. Hann valdi bæði James Harden frá Houston Rockets og DeMar Derozan þannig hæðin er ekkert að fara með byrjunarlið Team Curry. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo er í byrjunarliðinu og 76ers-maðurinn Joel Embiid þarf svo að verja teiginn nánast einn síns liðs til að byrja með. Curry valdi tvo liðsfélaga sína úr Golden St ate, Draymond Green og Klay Thompson í sitt lið en þar eru einnig menn á borð við Jimmy Butler og Damian Lillard. NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Byrjunarlið og leikmannahópar stjörnuleiks NBA-deildarinnar eru orðin klár en val fyrirliðanna, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu, var þá opinberað með pomp og prakt. Valið var með óhefðbundnu sniði að þessu sinni en fyrst voru þeir tveir leikmenn sem fengu flest atkvæði hjá NBA-áhugamönnum um allan heim gerðir að fyrirliðum. Það voru, og eru, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu. Liðunum er þó ekki skipt upp í austur og vestur heldur heita liðin bara Team LeBron og Team Curry. Þeir máttu svo kjósa í lið eins og á skólavellinum í gamla daga, hvort sem leikmenn spila í austur eða vesturdeildinni. Fyrst var gefinn út hópur af leikmönnum sem komu til greina í byrjunarliðin og svo síðar listi yfir varamenn en LeBron byrjaði að kjósa þar sem hann fékk flest atkvæði. Þrátt fyrir að gera þetta svona var ekki stemning fyrir því að sýna val LeBrons og Curry í beinni útsendingu.Team LeBron#TeamLeBron as drafted by @kingjames for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/WSs0438vLm — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 LeBron James byrjaði á því að velja Kevin Durant, en Durant greindi frá því sjálfur eftir sigur Golden State í nótt. LeBron var svo klókur að sýna að hann væri ekki í neinni fýlu út í Kyrie Irving og valdi hann í byrjunarliðið sitt. Pelíkanarnir stóru og sterku, DeMarcus Cousins og Anthony Davis eru svo inn í teig í gríðarlega sterku byrjunarliði Team LeBron en á bekknum eru svo leikmenn á borð við Kevin Love, Kristaps Porzingis og Russell Westbrook. Ekki amalegt.Team Curry#TeamStephen as drafted by @stephencurry30 for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/2NN9MZUZRE — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 Stephen Curry er með þokkalegustu bakvarðasveit í sínu liði en mun lenda í vandræðum inn í teig með sitt byrjunarlið. Hann valdi bæði James Harden frá Houston Rockets og DeMar Derozan þannig hæðin er ekkert að fara með byrjunarlið Team Curry. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo er í byrjunarliðinu og 76ers-maðurinn Joel Embiid þarf svo að verja teiginn nánast einn síns liðs til að byrja með. Curry valdi tvo liðsfélaga sína úr Golden St ate, Draymond Green og Klay Thompson í sitt lið en þar eru einnig menn á borð við Jimmy Butler og Damian Lillard.
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira